logo
sunnudagur , 01. maí 2016

Ríkisstjórnin styrkir byggingu nýs tónlistarhúss á Grænlandi

Mynd
Frá Kulusuk í Grænlandi
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 5 milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til uppbyggingar tónlistarhúss í Kulusuk á Grænlandi en þetta kemur fram á vef forsætisráðuneytisins.

Föstudaginn 8. mars sl. brann tónlistarhús barnaskóla í Kulusuk á Grænlandi ásamt hljóðfærum og tækjabúnaði sem þar var. Starfsmenn og börnin í skólanum höfðu ásamt fjölda sjálfboðaliða lagt mikla vinnu í að byggja upp og safna fyrir uppbyggingu hússins og aðstöðunnar í því. Börnin nýttu sér tónlistarhúsið dag hvern auk þess sem húsið þjónaði öllu samfélaginu og þar fór fram tónlistarkennsla, tónleikahald og almennar samkomur.

Þegar eftir brunann var ákveðið að hefja vinnu við að koma aftur upp sambærilegri aðstöðu. „Vinir Grænlands á Íslandi“ hafa undanfarnar vikur staðið fyrir söfnun til þess að koma megi upp nýju tónlistarhúsi og héldu m.a. styrktartónleika í því skyni.

Ríkisstjórnin vill með framlagi sýnu leggja söfnuninni lið og hefur forsætisráðherra í dag ritað formanni landsstjórnarinnar á Grænlandi bréf þar sem tilkynnt er um framlag ríkisstjórnarinnar.

 

 

Óvenjulegur hringur austur af landinu í morgun

Mynd
Það voru fjölmargir landsmenn er fylgdust með sólmyrkvanum í morgun og má sjá á samfélagsmiðlum að vinnustaðir hafi horft í gegnum fingur sér með að starfsmenn hafi gert hlé á vinnu sinni. Sólmyrkvinn náði hámarki upp úr klukkan hálf tíu og hafa flestir ...

Ágúst Bjarni formaður Sambands ungra framsóknarmanna

Mynd
Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna á fertugasta þingi sambandsins 7.-8. febrúar s.l. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt og er að ljúka meistaranámi verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hann var jafnframt ...

Eldri borgarar berskjaldaðir gagnvart kerfinu

Mynd
Sex þingmenn Framsóknar með Karl Garðarsson í fararbroddi hafa lagt fram tillögu um að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra. Í tillögunni segir að hlutverk umboðsmanns aldraðra verði að gæta réttinda aldraðra, meðal annars með því að leiðbeina öldruðum um ...

Ófærð víða á Suðvesturhorni landsins

Mynd
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út víða á suðvesturhorni landsins. Töluverð ófærð er á svæðinu. Sveitir sinna lokunum vega í samvinnu við Vegagerð, m.a. á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, Hellisheiði og við Hvalfjarðargöng....

Gunnar Bragi: Afleiðingar loftslagsbreytinga á norðurslóðum kalla á aukna alþjóðlega samvinnu

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á stefnumótun í norðurslóðamálum sem sameinaði verndun náttúruauðlinda og nýtingu þeirra til að tryggja sjálfbæra þróun, í ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um verndun norðurslóða, sem haldin var í Brussel þann 4. mars. ...

Aukið samráð sveitastjórna við ungt fólk

Mynd
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar var haldinn á Akureyri í gær. Fundurinn fór fram í Menningarhúsinu Hofi og var þetta í þriðja sinn sem hann er haldinn. Markmið fundarins er að ræða sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna tveggja ...

Útnes – undir jökli

Mynd
Árni G. Aðalsteinsson heldur sýninguna „Útnes – undir jökli” í Guðnýjarstofu á Safnasvæðinu, Akranesi þessa daganna. Þetta eru landslagsmyndir sem sýna árstíðirnar haust, vetur og vor á utanverðu Snæfellsnesi, en Árni er búsettur í Ólafsvík. Árni stundar útiveru og hefur mikinn áhuga á...

Máttur kvenna til Tansaníu

Mynd
Háskólinn á Bifröst vinnur nú að því viðamikla mennta- og þróunarverkefni að flytja námskeiðið Máttur kvenna út til Afríku. Í fyrsta fasa er efnalitlum konum í þorpinu Bashay í Norður-Tansaníu veitt ókeypis menntun. Markmiðið er að búa þær tækjum til að koma ...

Vitlaust veður á Suðurlandi

Mynd
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa staðið í ströngu nú síðdegis. Verst var ástandið undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Í fyrstu var reynt að senda traktor frá Sólheimahjáleigu á staðinn en hann varð frá ...

Áralöng reynsla Samhjálpar á rekstri Gistiskýlisins er góð

Mynd
Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavík styðja ekki tillögu um að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Gistiskýlisins. Er það skoðun þeirra að Samhjálp sé betur til þess fallið að sjá um reksturinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsókn og flugvallarvinum....

Staða Íslands í samfélagi þjóðanna litast af fjármagnshöftum sem voru ill nauðsyn á sínum tíma

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands í dag. Í ræðu sinni vék forsætisráðherra meðal annars að umfangi opinbera geirans, einföldun regluverks, launaþróun, jöfnuði, verðmætasköpun, samkeppnisstöðu Íslands, ...

Framsókn í forystu – opnir fundir með þingmönnum Framsóknar um allt land

Mynd
Þingmenn Framsóknarflokksins bjóða landsmönnum til fundar á fjörutíu stöðum um land allt vikuna 7.-14. febrúar. Þar munu þingmennirnir ræða brýn málefni, eins og til dæmis: - ljósleiðaravæðingu landsbyggðarinnar; - forgangsröðun í þágu heilbrigðismála; - stöðu ...

Útköll björgunarsveita í dag

Mynd
Nokkuð hefur verið um útköll björgunarsveita í dag vegna veðurs. Fyrsta útkallið barst um klukkan 10:30 í morgun á Drangsnesi. Þar flæddi bæjarlækurinn yfir bakka sína eftir að ræsi sem á að taka við honum stíflaðist með þeim afleiðingum að mikið vatn rann í kjallara ...

Tvö ár í dag frá Icesave-dómnum

Mynd
Í dag er liðið eitt ár frá því að EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu. En Ísland var sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn eins og allir landsmenn muna. EFTA-dómstóllinn hafnaði því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið...

Af tónlist og hljóðfærum í Reykholtskirkju

Mynd
Bjarni Guðráðsson í Nesi flytur fyrirlestur í Reykholtskirkju , þriðjudaginn 27. janúar næstkomandi kl. 20:30. Þar rekur hann sögu tónlistar og hljóðfæra í kirkjunni en þar starfaði Bjarni lengi sem organisti og söngstjóri auk þess að starfa ötullega að uppbyggingu í Reykholti ...

Ófærð og lokanir vega á Suðvesturhorni landsins

Mynd
Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að aðstoða vegfarendur í ófærð og óveðri. Þá sinna þær lokunum vega en lögregla hefur lokað Hellisheiði og Þrengslum og slæmt ástand er á Sandskeiði. Þetta kemur fram í ...

Bókanir Framsóknar og flugvallarvina í borgarráði

Mynd
Á borgarráðsfundi í gær gerðu Framsókn og flugvallarvinir eftirfarandi bókanir við svör borgarstjóra við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um Fjárhagsáætlun Miðborgarinnar okkar og kynningu á snjómokstri. Þá lögðu Framsókn og flugvallarvinir...

Gullmerki Eimskipafélags Íslands afhent

Mynd
Á 101 árs afmæli Eimskipafélags Íslands voru gullmerki félagsins veitt því starfsfólki sem hefur starfað þar í 25 ár. Styrkleiki félagsins liggur án efa í þeim mannauði sem hjá því starfar og hefur hár starfsaldur starfsmanna einkennt félagið allt frá stofnun þess og þykir það ...

Biskup styður afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana m.a. ákvæði um guðlast

Mynd
Kirkjuþing fundaði í Neskirkju í dag þar sem var samþykkt tillaga biskups Íslands um að lýsa yfir stuðning við framkomið frumvarp á Alþingi um afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana í almennum hegningarlögum nr. 19/1940, þar sem m.a. er að finna ákvæði um ...

Hótel Örk hlýtur alþjóðleg golfverðlaun

Mynd
Hótel Örk Hveragerði hlaut alþjóðleg verðlaun frá World Golf Awards og var þar valið sigurvegari í flokknum „besta Golf hótel Íslands“ (e.Iceland´s Best Golf Hotel). World Golf Awards eru veitt í fyrsta skiptið þetta ár en World Golf Awards eru hluti af World ...

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns í annarlegu ástandi inni á veitingastað í miðborginni um kl. 5:00. Stóð gestum og starfsfólki ógn af honum. Þegar lögreglan kom á vettvang veittist maðurinn að lögreglumönnunum og var hann því handtekinn. Var hann ...

Nýir ökumenn undirrita Umferðarsáttmála

Mynd
Fjórir, ungir ökumenn skrifuðu undir Umferðarsáttmála allra vegfarenda við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Frumherja í Reykjavík í gær. Öllum nýjum ökumönnum býðst nú að gera slíkt hið sama, en Umferðarsáttmáli allra vegfarenda er leiðarvísir um það hvernig ...

Nýársávarp forseta Íslands

Mynd
Nýársávarp forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2015: Góðir Íslendingar. Við Dorrit óskum ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar í hverju verki, í samveru með fjölskyldu og nánum vinum....

Áramótaávarp forsætisráðherra

Mynd
Áramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, 31. desember 2014. Kæru landsmenn. Gleðilega hátíð. Við áramót er venjan að fagna, halda hátíð og gleðjast með þeim sem standa manni næst. Inn í gleðina getur blandast söknuður og...

61 þúsund ferðamenn í nóvember

Mynd
Um 61 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 14.400 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Aukningin nemur 31% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í nóvember ...

Landsbankinn styrkir landssamtökin „Spítalinn okkar“

Mynd
Landsbankinn hefur skrifað undir styrktarsamning við landssamtökin Spítalinn okkar um kynningarstarf vegna uppbyggingar nýs húsnæðis Landspítalans. Tilgangur kynningarstarfsins er að afla stuðnings meðal almennings og stjórnvalda við ...

Viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls

Mynd
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna áfallins kostnaðar í ágúst og september, vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls, auk þess sem teknar yrðu frá 358 milljónir króna til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst ...

Northern Future Forum haldið á Íslandi árið 2015

Mynd
Northern Future Forum fundi forsætisráðherra Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna lauk í Helsinki á dögunum. Að þessu sinni var sjónum einkum beint að nýsköpun og samkeppnishæfni í menntamálum. Í sendinefnd forsætisráðherra Íslands voru fulltrúar frá ...

Spennandi Borgfirsk matarmenning

Mynd
Matarmenning Borgarfjarðar verður tekin til umfjöllunar í fyrirlestraröð Snorrastofu í Reykholti í kvöld. Þá mun Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur flytja fyrirlestur þar sem hún leitar fanga í sögu matvælaframleiðslu í landbúnaðarhéruðum okkar og hvernig nútíminn getur ...

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana

Mynd
Í stefnuræðu forsetisráðherra á Alþngis í gær minnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á hve krefjandi sé að búa landi elds og íss þar sem náttúran minni stöðugt á sig. En samt sem áður senn ægifagurt og gjöfult með gnægð auðlinda. "Hvort ...

Bill Justinussen kjörinn formaður Vestnorræna ráðsins

Mynd
Ársfundur Vestnorræna ráðsins kaus Bill Justinussen, þingmann Miðflokksins á færeyska Lögþinginu og formann færeysku landsdeildar Vestnorræna ráðsins, formann ráðsins á 30. ársfundi þess sem haldinn var í Vestmannaeyjum dagana 2.-4. september. Hann tekur við ...

Jóna Hlíf sýnir ný verk í Kunstschlager

Mynd
Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnaði sýninguna Einangrun / Isolation í galleríinu Kunstschlager við Rauðarárstíg 1 s.l. laugardag. Jóna Hlíf hefur verið afar virk í sýningarhaldi á undanförnum árum. Hún hefur bæði aðstoðað við sýningar í tengslum við höggmyndagarðinn og starf ...

Setning Alþingis í dag

Mynd
Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 þriðjudaginn 9. september með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í ...

Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra óskar Alþingi til hamingju með nýjan og aðgengilegri ræðustól

Mynd
Fulltrúar Sjálfsbjargar landsambands fatlaðra færðu Alþingi í dag hamingjuóskir og blóm í tilefni þess að nýr og aðgengilegri ræðustóll er nú fullbúinn í þingsal Alþingis. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnson, tók við hamingjuóskunum fyrir hönd Alþingis og sagði að þingheimur ...

Akrafell standað við Vattarnes

Mynd
Fragtskipið Akrafell strandaði á skeri við Vattarnes á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar á fimmta tímanum í morgun. Við strandið kom mikill leki að skipinu sem er 137 m langt. Allar björgunarsveitir á Austfjörðum voru kallaðar út og rúmum 20 mínútum eftir útkall voru fyrstu ...

Sigmundur Davíð tilkynnti fyrirætlanir um að efla þátttöku og framlög í þágu eigin varna

Mynd
Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales lauk í dag, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sátu fundinn fyrir Íslands hönd. Á fundum aðildarríkja fyrr í dag tilkynnti forsætisráðherra...

Eftirlit með lokaða svæðinu norðan Vatnajökuls

Mynd
Almannavarnir vilja ítreka að öll umferð um lokaða svæðið norðan Vatnajökuls við gosstöðvarnar er bönnuð. Lögreglan hefur eftirlit með lokaða svæðinu meðal annars í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Við reglubundið eftirlit í dag sáust bílar innan bannsvæðisins ...

Lagt hald á 6 kg af marijúana

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á um 6 kg af marijúana í nokkrum aðskyldum málum undanfarna daga. Framkvæmdar hafa verið húsleitir í Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi, en auk marijúana hefur lögreglan tekið í sína vörslu neysluskammta af amfetamíni, ...

Öryggishandbók leikskóla

Mynd
ryggishandbók leikskóla er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í leikskólum til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir leikskóla. Handbókin er fyrst og fremst ...

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst á morgun

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra munu sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Wales 4.-5. september nk. Leiðtogar bandalagsríkja munu meðal annars eiga ...

Alls 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu verðtryggðra lána

Mynd
Alls bárust 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu verðtryggðra lána, en umsóknarfrestur rann út í gær. Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um ...

Tímabundin vistaskipti

Mynd
Ákveðið hefur verið að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, muni fyrst um sinn jafnframt gegna embætti aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og hafa aðstöðu í innanríkisráðuneytinu frá og með deginum í dag, 1. september. Í dag hefur jafnframt störf...

Enn gýs í Holuhrauni

Mynd
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram og rennur hraunið til norðurs. Í gærkvöldi náði hraunið um 3 km2 stærð og var rúmmálið milli 16 – 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum. Skjálftavirkni er stöðug og hafa mælst tveir skjálftar yfir 5 í nágrenni við ...

Nýr útivistartími

Mynd
Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá ...

Lítið eldgos hafið í Holuhrauni

Mynd
Lítið eldgos er hafið í Holuhrauni á svipuðum slóðum og þar varð gos aðfaranótt föstudagsins s.l. Eldgosið hófst rétt fyrir kl. 06.00. Vísindamenn eru á staðnum og meta að sprungan hafi náð heldur lengra til norðurs. Veðurstofan hefur sett...

Rúður í bílum brotna vegna veðursins – hálendisvakt björgunarsveita stendur í ströngu

Mynd
Slysavarnafélagið Landsbjörg vill koma því á framfæri að nú er EKKERT ferðaveður á hálendinu frekar en víða um land. Í morgun hefur hálendisvakt björgunarsveita staðið í ströngu við að aðstoða ferðamenn sem eru að leggja á hálendið eða þar á ferð. ...

„Farsælast er ef fólk getur gert þessa þætti að lífsmáta sínum“

Mynd
Ráðherranefnd um lýðheilsumál hélt sinn fyrsta fund í dag. Stofnun hennar er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, þar sem kveðið er á um að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Það er forsætisráðherra sem stýrir...

Náttúruævintýri

Mynd
Það eru síðustu forvöð í sumar að skoða safnið í Króki á Garðaholti, við Garðakirkju í Garðabæ á sunnudaginn, 31. ágúst, kl. 13.00-17.00. En þar eru málverk Rúnu K. Tetzschner og þæfðum ullarverkum Kömmu Níelsdóttur í hlöðunni við Krók....

Áframhaldandi gosvirkni

Mynd
Nú er talið að sprungan þar sem eldgosið hófst um miðnætti í Holuhrauni norður af Dyngjujökli sé ríflega 1 km að lengd. Gosið hefur verið rólegt í alla nótt, engin aska sést á radarmælingum og lítil hætta er talin á flóði. ISAVIA hefur minnkað hættusvæði fyrir...

Atvinnuleysi var 3,3% í júlí

Mynd
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í júlí 2014 að jafnaði 195.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 189.200 starfandi og 6.400 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,9%, hlutfall starfandi 82,1% og atvinnuleysi var 3,3%. ...

Sigmundur Davíð tekur við málefnum dómstóla, lögreglu og ákæruvalds

Mynd
Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að tillögu innanríkisráðherra að færa málefni dómstóla lögreglu og ákæruvalds undan ábyrgðarsviði hennar sem innanríkisráðherra. Sett verður á fót nýtt embætti dómmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu, og mun ...

Opnuð þýðingamiðstöð á Seyðisfirði

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, opnaði í gær starfsstöð þýðingamiðstöðvar á Seyðisfirði. Þrír starfsmenn munu starfa á Seyðisfirði en nú þegar eru starfsstöðvar á Ísafirði og Akureyri og í Reykjavík....

Áfram mikil virkni norðan Vatnajökuls

Mynd
Samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofu Íslands sjást engar vísbendingar um að það dragi úr ákafa atburðanna norðan Vatnajökuls. Stærsti skjálftinn á svæðinu til þessa, mældist í nótt og var hann að stærðinni 5,7. Þá varð annar jarðskjálfti að stærð 4,6 laust fyirr hádegi ...

Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014

Mynd
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, afhenti í dag fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða. Veitt voru verðlaun vegna fegurstu lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja, fallegrar útiaðstöðu við sumargötur og endurbóta á ...

Umhverfisráðherra heimsótti Skógrækt ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskóga

Mynd
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og starfsfólk hans heimsótti Skógrækt ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskóga í vikunni. Notaði Sigurður Ingi tækifærið til að kynna sér umhverfismál Alcoa í Reyðarfirði. Þá fundaði hann með ...

Fangageymslur voru fullnýttar í nótt

Mynd
Þúsundir manna voru á menningarnótt Reykjavíkur í miðborginni í gær og nótt, en talið er að gestir hafi verið um 100 þúsund þegar mest var. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað og að venju hafði hún í nógu að snúast en útköllum fjölgaði eftir því sem ...

Lokað svæði fyrir flug

Mynd
Hér er kort frá flugmálayfirvöldum (ISAVIA) sem sýnir það svæði sem er lokað vegna hugsanlegs eldgoss í norðanverðum Vatnajökli. Þetta svæði er skilgreint sem hættusvæði og lokað fyrir allri blindflugsumferð....

Lítið eldgos hafið

Mynd
Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja að lítið eldgos sé hafið undir sporði Dyngjujökuls. Þar sem atburður er hafinn hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða vegna flugs upp ...

Leyndarmál sem ég vil afhjúpa

Mynd
Út er kominn geisladiskurinn Secretos quiero descubrir (Leyndarmál sem ég vil afhjúpa) – Spanish Music for Voice, Violin and Guitar, með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópransöngkonu og Dúo Roncesvalles, sem skipað er þeim Elenu Jáuregui á fiðlu...

„Skiptir miklu til að auka skilning samfélagsins á lífi fatlaðs fólks“

Mynd
Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands hefur skilað velferðarráðuneytinu skýrslu með yfirliti og samantekt um helstu niðurstöður íslenskra rannsókna sem gerðar hafa verið á stöðu fatlaðs fólks á árabilinu 2000–2013. Skýrslan var gerð að beiðni ...

Aukið umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu

Mynd
Vegna skólabyrjunar í þessari viku má búast við stóraukinni umferð í bítið á morgnana og síðdegis. Lögregla hvetur ökumenn til að gera ráð fyrir þessu í tímaáætlunum sínum. Lögregla mun á sama tíma auka sýnilegt eftirlit á stofnæðum ...

Samhæfingarstöðin virkjuð og rýmingu lokið

Mynd
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð eftir að ákveðið var að rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringa við Bárðabungu undanfarna daga. Þessi öryggisráðstöfun var ákveðin, þó engin merki hafi verið um gos, þar sem óframkvæmanlegt yrði að rýma ...

Tímamótaráðstefna um jafnréttismál

Mynd
Skráning stendur yfir á norræna ráðstefnu um jafnréttismál sem fram fer í Hörpu 26. ágúst nk. í tilefni 40 ára afmælis Norðurlandasamstarfs á sviði jafnréttismála. Dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð, enda deila þar af þekkingu sinni þekktir ...

Lýst eftir Sigríði Hrafnhildi Jónsdóttur

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigríði Hrafnhildi Jónsdóttur, 61 árs. Sigríður, sem er um 170 sm á hæð, er grannvaxin með svart/svarbrúnt axlarsítt hár. Hún er talin vera í svörtum buxum, ljósfjólublárri prjónapeysu og mosagrænni ...

Lýst eftir Birnu Maríu Sigurðardóttur

Mynd
Lögreglan á Höfuðborgarasvæðinu lýsir eftir Birnu Maríu Sigurðardóttur. Birna er 14 ára, 165 cm á hæð, grannavaxin með brúnt, sítt hár, ekki vitað um klæðnað. Ekki er vitað um ferðir Birnu síðan á 14.08.2014. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir ...

Ef Rússar verða ekki stöðvaðir við landamæri Úkraínu — þá halda þeir lengra áfram

Mynd
Olexander Turchynov, forseti úkraínska þingsins, er sérstakur gestur á árlegum fundi forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja er stendur yfir 18.-20. ágúst, í Palanga í Litháen, í boði litháíska þingsins. „Hernaðarleg og tæknileg aðstoð...

Opið hús í utanríkisráðuneytinu á menningarnótt

Mynd
„Við erum dipló“ er yfirskrift opins húss í utanríkisráðuneytinu í tengslum við dagskrá Menningarnætur, 23. ágúst næstkomandi. Ráðuneytið opnar húsið upp á gátt milli kl. 14.00 og 17.00 og kynnir starfið í máli og myndum. Þetta kemur fram í tilkynningu ...

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp en í báðum tilvikum fóru. Þeir sem ollu óhöppunum burt af vettvangi. Í öðru málinu er ökumanns enn leitað en í hinu elti tjónþoli ökumann og vísaði lögreglu á hann. Tjónvaldur bar fyrir sig að hann hefði ...

Skáldskapur á borgarbekkjum

Mynd
Skáld og ritlistarnemar í Reykjavík og í York á Englandi hafa tekið höndum saman, í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, um að birta skáldskap á borgarbekkjum í Rowntree Park í York og í Hljómskálagarðinum í Reykjavík undir ...

Yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Mynd
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir aðstoðarmann sinn, Gísla Frey Valdórsson, munu sæta ákæru vegna leka á persónuupplýsingum um hælisleitenda. Hefur ráðherra jafnframt óskað eftir við forsætisráðherra og málefni dómsstóla og ...

Kjörsókn í borgarstjórnarkosningum 2014

Mynd
Kjörsókn í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum var sú minnsta frá því 1928 eða 62,8%. Fjórum árum fyrr var hún 73,5%. Í þessum kosningum ákvað skrifstofa borgarstjórnar að taka saman tölur yfir kjörsókn eftir aldri. Er þetta í fyrsta sinn ...

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heimsækir Ísland

Mynd
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Íslands í dag, 13. ágúst, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund bandalagsins, sem haldinn verður ...

Hótel Glymur með viðurkenningu frá World Travel Awards

Mynd
Hótel Glymur er handhafi stórrar viðurkenningar frá WORLD TRAVEL AWARDS og fór afhending viðurkenningarinnar fram í Aþenu í Grikklandi. World Travel Awards er jafnan kallað "Óskarinn" í ferðaþjónustu og er fremsta ...

Landsbankinn veitir tíu milljónir króna í samfélagsstyrki

Mynd
Landsbankinn hefur veitt 26 verkefnum samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum,...

Góður sigur gegn blindum og sjónskertum

Mynd
Íslenska landsliðið vann stórsigur 4-0 gegn blindum og sjónskertum í fimmtu umferð opnaflokks Ólympíuskákmótsins í Tromsö í Noregi í dag. „Mjög góður sigur gegn þéttri sveit. Það er ekki auðvelt að tefla á móti blindum því ...

Tour de Ormurinn haldinn í þriðja sinn

Mynd
Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í þriðja sinn laugardaginn 9. ágúst. Í keppninni verður hjólað umhverfis Lagarfljótið. Keppnisvegalengdirnar eru tvær, 68 km hringur og 103 km. Keppt verður í flokkum karla og kvenna í ...

Rökkurró gefur út nýja smáskífu, The Backbone

Mynd
Í október síðastliðnum gaf Rökkurró frá sér lagið Killing Time, sem var forsmekkur af því sem vænta má af nýrri plötu sveitarinnar sem er væntanleg seinna á árinu. Nú hefur sveitin sent frá sér aðra smáskífu, The Backbone. Eiga bæði lögin það ...

Forsætisráðherra Ísraels sent bréf vegna ástandsins á Gaza

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza hvar mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið að undanförnu. Í bréfinu fordæmir ...

Skipað í sýslumannsembætti og þeim fækkað úr 24 í 9

Mynd
Ný lög um umdæmaskipan sýslumanna taka gildi um næstu áramót. Embættin verða 9 í stað 24 áður, sem tryggir öflugri og stærri embætti og skapar ný tækifæri fyrir þessa mikilvægu þjónustu í öllum landshlutum. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra...

Lán frá Norðurlöndunum greidd upp

Mynd
Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða fyrirfram í dag lán frá Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af AGS árið 2008. Um er að ræða endurgreiðslu að fjárhæð 735 milljónir ...

Lögbann samþykkt á gjaldheimtu

Mynd
Gjaldheimtu á vegum Landeigenda Reykjahlíðar við hveri austan Námafjalls og við Leirhnjúk í Mývatnssveit var hætt um hádegisbil í dag eftir að lögð var fram tilskilin trygging vegna lögbanns sem sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í síðustu viku....

Yfirlýsing vegna atburða í Úkraínu

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vottar ættingjum og vinum þeirra sem voru um borð í flugvél malasíska flugfélagsins sem grandað var yfir austurhluta Úkraínu samúð sína. Utanríkisráðherra segir skelfilegt að farþegaflugvél hafi verið...

Seðlabanki Íslands heldur gjaldeyrisútboð

Mynd
Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Jafnframt kallar Seðlabanki Íslands eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar ...

Skipulag þróunarsamvinnu, friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoð

Mynd
Þórir Guðmundsson hefur skilað utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, skýrslu um skipulag þróunarsamvinnu, friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoð með það að markmiði að efla árangur og skilvirkni í málaflokknum, sem hann vann að beiðni ráðherra. ...

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Kl. 22.57 var ráðist á karlmann á fertugsaldri í Rimahverfi. Maðurinn var með áverka víðsvegar um skrokkinn og blæddi í gegnum bol sem hann var í og einnig var hann með sprungna vör. Sk. upplýsingum sem fengust hafði á annan tug ungra manna ...

Harmar sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi – þvert gegn vilja íbúa Skagafjarðar

Mynd
„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar mótmæli sín og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Sameiningin er þvert gegn vilja íbúa Skagafjarðar, enda er algjör óvissa um hvaða ...

Íslandsbanki hefur opnað sjálfsafgreiðslu í Kringlunni

Mynd
Afgreiðslu Íslandsbanka í Kringlunni hefur verið breytt í sjálfsafgreiðslu með nýjum og öflugum hraðbönkum sem gera viðskiptavinum sjálfum kleift að sinna helstu bankaviðskiptum. Sjálfsafgreiðslan í Kringlunni er í takt við stefnu bankans...

Aurora velgerðasjóður gerir UNICEF keift að koma á fót 100 mæðraklúbbum í Síerra Leóne

Mynd
Aurora velgerðasjóður og UNICEF á Íslandi hafa undirritað styrktarsamning þar sem sjóðurinn heitir áframhaldandi stuðningi við menntun og vernd barna í einu fátækasta ríki heims, Síerra Leóne. Styrkurinn, alls 11,5 milljónir króna, mun stuðla að myndun 100 ...

Frjósemin minni

Mynd
Árið 2013 fæddust 4.326 börn á Íslandi, sem er nokkur fækkun frá árinu 2012 þegar hér fæddust 4.533 börn. Það komu 2.129 drengir í heiminn og 2.197 stúlkur árið 2013, sem jafngildir 969 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum. Helsti mælikvarði á frjósemi er ...

11 verkefni hlutu vaxtarstyrk á Austurlandi

Mynd
Það voru 11 verkefni er hlutu styrk úr Vaxtarsamningi Austurlands 1. júlí sl. að upphæð samtals 8.300.000 kr. Alls bárust 22 umsóknir að upphæð tæplega 54 milljónum króna. Vaxtarsamningur Austurlands er samningur milli Austurbrúar og atvinnuvega- og ...

110.000 ferðamenn í júní

Mynd
Um 110.600 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 20.700 fleiri en í júní í fyrra. Aukningin nemur 23,1% milli ára. Vart þarf að taka fram að aldrei hafa jafn ...

Tjöld fjúka á Rauðasandi

Mynd
Leiðindaveður er nú á Rauðasandi þar sem fram fer tónleikahátið og hafa björgunarsveitir frá Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði verið kallaðar út til aðstoðar gestum. Skipuleggjendur hátíðarinnar höfðu fært hana yfir á Patreksfjörð á fimmtudag ...

Hagvöxtur talinn verða 3,1% á þessu ári

Mynd
Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá á sumri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin nær fram til ársins 2018. Í henni er m.a. gert ráð fyrir því að landsframleiðsla aukist um 3,1% á þessu ári og 3,4% á því næsta. Þjóðarútgjöld aukast um u.þ.b. 5% árlega...

Óvissa uppi um stjórnun veiða á deilistofnum

Mynd
Í áliti embættis umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 í tilefni af kvörtun tveggja sjávarútvegsfyrirtækja er fjallað um ákvarðanir ráðherra sjávarútvegsmála með setningu reglugerða um stjórn makrílveiða og úthlutun á grundvelli þeirra árin 2010 og 2011, en ...

Höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar

Mynd
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, kynnti í ríkisstjórn í morgun áform um að efla starfsemi Fiskistofu á Akureyri og flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar þangað. Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem ...

Landsbankinn veitir fimm milljónir króna í umhverfisstyrki

Mynd
Fjórtán verkefni fengu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í gær. Sex verkefni hlutu 500 þúsund krónur hvert og átta verkefni 250 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna. Alls hafa um sextíu verkefni hlotið umhverfisstyrki á ...

Betri afkomu sveitarfélaganna

Mynd
Almennt má segja að afkoma sveitarfélaganna hefur batnað frá á árinu 2013 miðað við fyrra ár og hefur í raun batnað hægt og sígandi frá árinu 2010. Ástæða þess er bæði að atvinnulífið í landinu hefur verið að styrkjast og atvinnuþátttaka verið að ...

Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2014-15 – ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fylgt til hlítar

Mynd
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda fyrir næsta fiskveiðiár, 2014/2015. Ráðherra fylgir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum. „Mér finnst mikilvægt...

Utanríkisráðherrar Íslands og Kína funda

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, í Peking. Var þetta fyrsti formlegi fundur milli utanríkisráðherra Kína og Íslands eftir að leiðtogaskipti urðu í Kína í fyrra. Ráðherrarnir ræddu samskipti...

Forseti danska þingsins í opinberri heimsókn

Mynd
Mogens Lykketoft, forseti danska þingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi 30. júní til 2. júlí. Hann mun eiga fundi með Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, og fleiri forustumönnum í íslenskum stjórnmálum. Danski þingforsetinn fer til Vestfjarða...

Eygló skipar nýja velferðarvakt

Mynd
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað nýja velferðarvakt í stað þeirrar sem stofnuð var árið 2009 og lauk störfum í febrúar síðastliðinn. Nýja velferðarvaktin mun gegna sambærilegu hlutverki og hin fyrri sem samráðs- og ...

Stjórnarskrárnefnd gefur út sína fyrstu áfangaskýrslu

Mynd
Stjórnarskrárnefnd var skipuð af forsætisráðherra 6. nóvember 2013, í samræmi við samkomulag allra þingflokka. Hlutverk nefndarinnar er að leggja til breytingar á stjórnarskránni, með hliðsjón af þeirri vinnu sem farið hefur fram á undanförnum ...

„Það er umhugsunarefni, jafnt hér á landi og í Danmörku hvernig húsnæðisverð hefur þróast síðustu mánuðina“

Mynd
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Carsten Hansen, ráðherra húsnæðis-, bæja- og byggðamála í Danmörku áttu fund saman í Reykjavík í dag þar sem húsnæðismál landanna beggja voru til umræðu. Ráðherrarnir ...

Loftlagsbreytingar og Norður Atlantshafið

Mynd
Árlegur fundur sjávarútvegsráðherra landa við Norður-Atlantshaf (NAFMC) var haldinn í síðustu viku í Illulisat á Grænlandi. Efni fundarins að þessu sinni var „loftlagsbreytingar og Norður Atlantshafið – göngumynstur stofna er að breytast“. ...

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn í dag 23. júní

Mynd
Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóða Ólympíunefndin stofnuð og nútíma Ólympíuleikarnir urðu til. ÍSÍ skipuleggur daginn í samstarfi við ...

Um 40 kærðir fyrir vörslu fíkniefna á Solstice hátíðinni

Mynd
Á fjórða tug einstaklinga kærðir fyrir vörslu fíkniefna á Solstice hátíðinni í Laugardalnum í gærkvöldi og í nótt. Lögreglumaður bitinn í handlegg við handtöku. Fíkniefna- og ölvunarmál af ýmsu tagi komu upp er ...

Delta Air Lines flýgur daglega til New York í sumar

Mynd
Bandaríska flugfélagið Delta (Delta Air Lines) mun fljúga daglega milli Íslands og New York í sumar. Um er að ræða verulega fjölgun flugferða frá því í fyrra, en þá var ýmist flogið fimm eða sex daga vikunnar. Þetta er fjórða sumarið...

Sólarhringsopnun í Laugardalslaug á Jónsmessu

Mynd
Borgarráð hefur samþykkt að Laugardalslaug verði opin allan sólarhringinn hinn 24. júní 2014 í tengslum við Miðnæturhlaup 2014 á Jónsmessu sem hefst að kvöldi mánudagsins 23. júní. Laugardalslaug var síðast opin næturlangt árið 2010 og...

Reglum um gjaldeyrismál breytt til að milda áhrif stöðvunar óheimils sparnaðar erlendis

Mynd
Seðlabanki Íslands hefur um nokkra hríð haft til skoðunar hvort samningar erlendra tryggingafélaga sem boðnir hafa verið til sölu hér á landi séu í samræmi við lög og reglur um gjaldeyrismál. Athugun bankans hefur leitt í ljós að ýmsar ...

Framsókn og flugvallarvinir eiga aðalmenn og varamenn í öllum helstu ráðum borgarinnar

Mynd
„Að gefnu tilefni þá vilja borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina koma því á framfæri að í samræmi við samþykkta fundargerð borgarstjórnarfundar í gær að flokkurinn á skipaða aðalmenn og varamenn í öllum helstu ráðum borgarinnar; borgarráði, velferðarráði, íþrótta - ...

Fimmtán námsmenn fengu úthlutað námsstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans

Mynd
Fimmtán námsmenn fengu úthlutað námsstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans á að þessu sinni. Styrkirnir voru nú veittir í tuttugasta og fimmta sinn. Heildarupphæð námsstyrkja nemur sex milljónum króna, sem er hæsta ...

Ávarp forsætisráðherra á Austurvelli við 70 ára afmæli íslenska lýðveldisins

Mynd
„Þennan þjóðhátíðardag fögnum við 70 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Þegar litið er yfir þessa 7 áratugi verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til. Saga Íslands frá lýðveldisstofnun er saga mikilla framfara, jafnvel einhver mesta ...

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin stóðst endurmat hjá SÞ

Mynd
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur undanfarna daga dvalið í Danmörku þar sem fram fór endurúttekt sveitarinnar samkvæmt úttektarreglum Sameinuðu þjóðanna. SÞ vottar alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir innan sinna raða og á fimm ára fresti þarf að ...

Allir öruggir heim

Mynd
Þessa dagana eru slysavarnadeildir og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar að færa öllum leikskólum landsins endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum 4-5 ára barna. Gjöfin er hluti af verkefninu „Allir öruggir heim“ sem ...

Sigrún Magnúsdóttir sjötug í dag

Mynd
Sigrún Magnúsdóttir, alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknarmanna er sjötug í dag. Sigrún er fædd í Reykjavík 15. júní 1944. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson Scheving (f. 31. okt. 1909, d. 17. maí 1986) sjómaður og múrari og Sólveig ...

Ársafmæli ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs

Mynd
Ríkisstjórnin fagnaði ársafmæli sínu í gær. Í tilefni þess var fundurinn haldinn í Ráðherrabústaðnum. Fjölmörg mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra lagði fram minnisblað um að vinnu við 10 liða þingsályktun um skuldavanda heimilanna væri lokið. Ítarlegri fréttatilkynningu um það má finna ...

Sala til lífeyrissjóðanna er einkavæðing

Mynd
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir í færslu á facebook síðu sinni í dag, að "sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing." Þessi yfirlýsing Eyglóar kemur fram í kjölfar orða formanns annars stjórnarflokksins, Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í gær....

Atvinnuleysi var 5,9% í apríl

Mynd
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í apríl 2014 að jafnaði 182.000 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 171.300 starfandi og 10.800 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,2%, hlutfall starfandi 74,6% og atvinnuleysi var 5,9%. Samanburður mælinga í apríl 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttaka minnkaði um ...

„Stór dagur fyrir heimilin“

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að gærdagurinn hafi verið stór dagur fyrir landsmenn en þá opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána vegna óvænts verðbólguskots áranna í kringum efnahagshrunið. Þetta kemur fram í grein er hann ritar í Fréttablaðið í dag....

Konum fjölgar í stjórnum stærri fyrirtækja

Mynd
Í lok árs 2013 voru konur 25,1% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja var til samanburðar 21,9% árið 1999 og 22,9% árið 2008. Konum hefur fjölgað mikið í stjórnum stærri fyrirtækja undanfarin ár. Árið 2013 voru konur ríflega 30% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 ...

Forseti Íslands sæmdur gullmerki American-Scandinavian Foundation fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin

Mynd
Á hátíðarsamkomu American-Scandinavian Foundation í New York í gærkvöldi, 1. maí, var forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sæmdur gullmerki samtakanna fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin og forystu og framtíðarsýn í alþjóðamálum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands....

Þjóðhagsspá fram til ársins 2018 – hagvöxtur 3% á næsta ári

Mynd
Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá að vori í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin nær fram til ársins 2018, en í henni er m.a. gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,7% á þessu ári og 3% árið 2015. Aukning einkaneyslu verður 3,5% 2014 og fjárfesting eykst um 9,2%. Árið 2015 er reiknað með að að einkaneysla aukist um 3,3% og nærri 3% á ...

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Kl. 20.00 var eldur í sumarbústað við Norðurnes. Minniháttar samkvæmt bókun. Kl. 20.48 var akstur bifreiðar stöðvaður á Þingvallavegi. Ökumaðurinn rúmlega tvítugur karlmaður var undir áhrifum fíkniefna. Einnig fundust kannabisefni í ...

Lögreglan lagði hald á 11 kg af kannabisefnum

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 11 kg af kannabisefnum við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í gær, en efnin voru tilbúin til dreifingar. Á sama stað var einnig að finna um 60 kannabisplöntur, sem lögreglan tók líka í sína vörslu. ...

„Hið stóra efnahagslega plan felst í því að trúa á Ísland“

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði ársfund Samtaka atvinnulífsins í dag. Í ræðu sinni vék forsætisráðherra meðal annars að samkeppnisstöðu, Íslands afnámi fjármagnshafta, jákvæðum árangri sem þegar gefur náðst og þeirri efnahagsstefnu sem ...

Fundir á Alþingi í tengslum við fræðsluferð alþjóðlegra samtaka kvenþingmanna til Íslands

Mynd
Alþjóðleg samtök kvenþingmanna, Women in Parliaments Global Forum (WIP), standa fyrir fræðsluferð til Íslands til að kynna sér árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnrétti kynjanna og stjórnmálaþátttöku kvenna. Í tengslum við ...

66.000 erlendir ferðamenn í mars

Mynd
Um 66 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum mars samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.300 fleiri en í mars á síðasta ári. Um er að ræða 35,3% fjölgun ferðamanna í mars á milli ára. ...

Reykjavíkurborg í átak gegn heimilisofbeldi

Mynd
Reykjavíkurborg hefur samþykkt að ráðast í átak gegn heimilisofbeldi eftir að tillaga Vinstri grænna þess efnis var samþykkt í borgarstjórn af öllum flokkum sem þar sitja. Sóley Tómasdóttir, borgarfylltrúi VG, lagði tillöguna fram í borgarstjórn ...

Umboðsmaður skuldara fær heimild til að beita dagsektum

Mynd
Umboðsmaður skuldara fær heimild til að beita dagsektum ef stjórnvöld, fyrirtæki eða samtök draga úr hömlu að veita upplýsingar sem embættinu eru nauðsynlegar til að rækja lögbundið hlutverk sitt. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ...

Talin með skotvopn

Mynd
Kona á fimmtugsaldri var handtekin í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í dag, eftir að tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum um aðila með skotvopn. Engum skotum var hleypt af, en við leit í íbúðinni fannst eftirlíking af haglabyssu. ...

Hagnýting internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar

Mynd
Starfshópur sérfræðinga úr atvinnulífinu og frá hinu opinbera undir forystu Jóns Þórs Ólafssonar alþingismanns hefur lagt fram greinargerð ásamt tillögum um það hvernig við best nýtum þau tækifæri sem internetið gefur okkur til efnahagslegra og ...

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Kl. 02:14 var lögregla send að fjölbýlishúsi í Grafarholti. Tilkynning hafði borist um að maður hefði verið stunginn í lungnastað með hníf. Þarna var rúmlega tvítugur maður með stungusár í brjóstholi og átti erfitt með andardrátt. Árásarmaðurinn var farinn af ...

Hreinar fjáreignir heimila og félagasamtaka jukust um 11,8% milli ára

Mynd
Hreinar fjáreignir heimila og félagasamtaka jukust um 11,8% milli ára og voru 2.119 ma. kr. í árslok 2012 sem jafngildir 124,7% af vergri landsframleiðslu. Fjáreignir þeirra námu 3.795 mö. kr. í árslok 2012, en stærstu fjáreignir heimila eru lífeyrisréttindi. Virði ...

Makrílveiðarnar – hvað svo?

Mynd
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, verður með erindi á opnum hádegisfundi á Grand Hótel á morgun, miðvikudag, kl. 12:00. Framsóknarfélag Reykjavíkur stendur fyrir fundinum og segir formaður félagsins, Hafsteinn H. Ágústsson, að búast megi við spennandi ...

Landsmenn hvattir til að taka þátt í að útrýma kvalafullum sjúkdómi

Mynd
UNICEF á Íslandi og Kiwanisumdæmið Ísland Færeyjar taka í dag höndum saman og hvetja landsmenn til að leggja baráttunni gegn stífkrampa lið. Á níundu hverri mínútu deyr nýbökuð móðir eða nýburi úr þessum kvalafulla sjúkdómi. Engu að síður má með ...

Aukin jákvæðni og bjartsýni

Mynd
Stórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi telja að núverandi aðstæður í atvinnulífinu muni breytast til hins betra og að þær muni batna á næstu sex mánuðum. Fjárfestingar munu aukast, einkum í byggingarstarfsemi, flutningum og ferðaþjónustu. ...

Alþjóðamál rædd á Alþingi

Mynd
Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál verður tekin til umræðu á Alþingi í dag er Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, flytur. Í inngangi skýrslunnar segir m.a.: „Staða Íslands í utanríkisviðskiptum er að mörgu leyti öfundsverð. Aðkoma okkar að innri markaði Evrópu er ...

Málþing um norræna samvinnufélagsmódelið

Mynd
Hlutverk samvinnufélaga í atvinnusköpun á Norðurlöndunum er umfjöllunarefni málþings sem haldið verður föstudaginn 21. mars. Forstöðumenn samtaka samvinnufélaga frá Norðurlandaþjóðunum lýsa þróun samvinnufélaga í heimalöndun sínum. Málþingið hefst með ...

Ráðgjafarskýrsla um framtíðarskipan húsnæðismála

Mynd
Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur fengið í hendur sameiginlega skýrslu ráðgjafafyrirtækjanna KPMG og Analytica með greiningum og tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála. Skýrslan er innlegg í vinnu verkefnisstjórnarinnar sem reiknar með því að skila ...

„Menntun er lykillinn að valdeflingu kvenna“

Mynd
„Við þurfum að efla fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum, við þurfum að fjölga körlum í umönnunar- og kennslustörfum, við þurfum að ögra ríkjandi hugmyndum um hvað telst „viðeigandi“ starfsvettvangur fyrir konur og karla og beita ...

Íslenska krónan er í raun einkarekinn gjaldmiðill

Mynd
„Í nýju ársfjórðungsriti Seðlabanka Englands er fjallað um peningamyndun í bankakerfinu. Þar er viðteknum kenningum um að bankar margfaldi upp peningamagn seðlabankans vísað á bug. Í reynd búi bankar til peninga með því að ...

Sundabraut aftur inn á samgönguáætlun

Mynd
Sundabraut kemur nú aftur inn á samgönguáætlun en hugað er að mögulegri fjármögnun þeirrar framkvæmdar með þátttöku einkaaðila. Þetta kemur fram í nýjum drögum að fjögurra ára samgönguáætlun fyrir tímabilið 2013-2016 frá Samgönguráði. ...

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Það var mikill erill hjá lögreglu vegna tilkynninga tengum ölvun og hávaða í gær og í nótt. Kl. 01:55 var bifreið stöðvuð í Miðborginni. Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna....

Farþegar verða ekki rukkaðir í þágu landeigenda við Geysi

Mynd
Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Excursions Allrahanda tilkynnti Landeigendafélagi Geysir ehf. fyrir stundu að farþegar á vegum félagsins yrðu ekki rukkaðir um aðgangseyri að Geysissvæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu....

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir hlaut flest atkvæði

Mynd
Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs fulltrúa í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur kjörtíambilið 2014-2016 lauk á hádegi í gær, en atkvæðagreiðslan stóð frá kl. 9:00 að morgni 6. mars. Alls kusu 1.948 en á kjörskrá voru 29.821. ...

Fyrirhuguð breyting á starfsaldursmörkum heilbrigðisstarfsfólks

Mynd
Heilbrigðisstarfsmönnum verður heimilt að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstöð til 75 ára aldurs, með möguleika á framlengingu, samkvæmt frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Þá munu áfengis- og ...

Viðbrögð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við þriggja ríkja samkomulagi um makríl

Mynd
Í gær sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um skiptingu veiðiheimilda á makríl. Ísland stendur utan þess samkomulags en ljóst var eftir fund í Edinborg i síðustu viku að fullreynt væri að ná samningi sem byggði á nýtingu á grundvelli ráðgjafar ...

Umhverfismerkið Blómið - kröfur og viðmið

Mynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um umhverfismerki. Með breytingunni er innleidd reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um evrópska umhverfismerkið Blómið, þar sem m.a. er kveðið á um þær kröfur sem ...

Lögreglan leggur hald á hálft kíló af kannabisefnum

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kannabisefnum við húsleit á tveimur stöðum í austurborginni í síðustu viku. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, en fíkniefnin fundust á heimili hans og í bílskúr ...

Rafræn hverfakosning um betri hverfi í Reykjavík hafin

Mynd
Rafræn hverfakosning um ný framkvæmdaverkefni í hverfum Reykjavíkur hófst á miðnætti 11. mars. Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu til miðnættis 18. mars. Þetta er í þriðja sinn sem íbúum í Reykjavík gefst kostur á að kjósa um verkefni í hverfunum ...

Evrópustefna stjórnvalda kynnt

Mynd
Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag Evrópustefnu sem byggist á efldri hagsmunagæslu á vettvangi samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og annarra gildandi samninga Íslands og Evrópusambandsins. Í stefnunni er lögð áhersla á skilvirka framkvæmd EES samningsins, m.a. ...

Von á hvassviðri í dag – viðvörun

Mynd
Von er á hvassviðri og ofankomu í dag, mánudaginn 10. mars. Veðurstofan vekur athygli á því að spáð er vonskuveðri á Suður- og Vestanverðu landinu í dag og fram á nótt. Búist er við að gangi í storm eða rok (vindhraða yfir 20 m/s). ...

„Því miður voru þar engir karlar mættir“

Mynd
Í sveitarstjórnarkosningunum eftir nokkrar vikur er líklegast að færri konur en karlar skipi oddvitasæti framboðslista. Endurnýjun á framboðslistum mun einnig verða á kostnað kvenna en fleiri konur munu hætt í sveitarstjórnum en karlar. ...

Miklar annir hjá björgunarsveitum í gær

Mynd
Björgunarsveitir á suðvesturhorninu voru að störfum í gær við að sinna lokunum á vegum fram eftir kvöldi. Það voru 30 bílar tepptir austan megin við Kjósarskarð á Mosfellsheiði. Stór skafl stöðvaði þar umferðina og ekki losnaði um teppuna fyrr en ...

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þá oftast vegna ölvunar. Allir fangaklefar á Hverfisgötu voru í notkun í nótt. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar. Kl. 01.31 ræðst gestur á veitingamann...

Fór Katrín Júlíusdóttir með rangt mál?

Mynd
Seðlabanki Íslands greiddi málskostnað Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í málaferlum hans gegn Seðlabankanum. Þetta upplýsir Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans í yfirlýsingur sem hún sendi frá sér í síðdegis. ...

Íslenskt hugvit í borholur Landsvirkjunar

Mynd
Íslenska sprotafyrirtækið GIRO ehf. kynnti á fimmtudaginn nýjan og hita- og þrýstimæli sem mun nýtast við rannsóknir og boranir á háhitasvæðum. Nýi mælirinn, HP1, skráir hita og þrýstingí borholum við allt að 400°C. Hann er afrakstur tveggja ára ...

UNICEF á Íslandi 10 ára

Mynd
UNICEF á Íslandi fagnar nú tíu ára afmæli sínu. Frá því að landsnefndin var stofnuð hefur fólk hér á landi fylkt sér á bak við málstað þessara stærstu barnahjálparsamtaka heims. Samtals hafa yfir tveir milljarðar króna runnið til hjálparstarfs fyrir börn á tímabilinu eða nákvæmlega ...

3,3% hagvöxtur – ekki verið hærri frá hruni

Mynd
Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3% á árinu 2013. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri frá árinu 2007 og hefur landsframleiðsla ekki verið hærri að raungildi frá árinu 2008. Utanríkisverslun dregur hagvöxtinn áfram því þjóðarútgjöld á árinu 2013 jukust lítillega eða um 0,1%. Þetta ...

Sjálfbær nýting náttúruauðlinda í brennidepli

Mynd
Fiskveiðideilur í Norður-Atlantshafi og tillaga um sjálfbærniviðmið í námuvinnslu á Norðurlöndum munu hleypa lífi í umræður á þemaþingi Norðurlandaráðs á Akureyri 8. apríl n.k.. Tillaga um að þróa viðmið fyrir sjálfbæra...

Makríleildan í hnút

Mynd
Fundi strandríkjanna í makríldeilunni lauk í kvöld án samkomulags. Með fundinum var ætlað að reyna til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda í makríl. „Fullreynt er að samningur náist á þeim grundvelli sem lá fyrir milli Íslands og ESB í ...

Mannréttindastofa skal hún heita

Mynd
Tólf umsagnir bárust velferðarráðuneytinu um þrjú lagafrumvörp tengd jafnréttismálum sem lögð verða fyrir Alþingi á næstunni. Samhliða var óskað eftir tillögum um nafn á nýrri stofnun sem fyrirhugað er að koma á fót og mun fjalla um ...

Ráðherranefnd um lýðheilsumál

Mynd
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsumál. Forsætisráðherra stýrir nefndinni, í samræmi við reglur um starfshætti ráðherranefnda en auk hans eiga heilbrigðisráðherra, félags- og ...

Andrey Tsyganov kallaður inná teppið

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, kallaði í dag Andrey Tsyganov, sendiherra Rússlands, á Íslandi á sinn fund og gerði honum grein fyrir afstöðu Íslands til stöðu mála í Úkraínu. Ráðherra sagði það grundvallaratriði að Rússar standi við ...

Íslenskir feður taka mun meiri þátt í umönnun barna sinna

Mynd
Nýlega er komið út ársritið „Social tryghet i de nordiske lande 2013“ af samstarfsnefnd hagstofanna á Norðurlöndunum. Í ritinu eru margvíslegar og áhugaverðar tölfræðiupplýsingar á sviði félagsmála og sem um leið gefur möguleika á ...

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Ölvun, þjófnaður, ofbeldi, líkamsárás og slagsmál, fólk hafi ekki ökuréttindi, ekið undir áhrifum vímefna og fleira....

75% fólks í atvinnuleit 2009-2013 í vinnu eða námi haustið 2013

Mynd
Um 75% þeirra sem skráðir voru hjá Vinnumálastofnun í atvinnuleit á árunum 2009–2013 voru í vinnu eða námi haustið 2013 samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Vinnumálastofnun lét gera á aðstæðum þessa hóps. Markmiðið var að kanna ...

Slökkviliðsmenn keppa í íshokkí – markar upphaf Mottumars

Mynd
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) stendur fyrir íshokkíkeppni á laugardagskvöldið til að marka upphaf Mottumars og hefur skorað á aðra viðbragðsaðila að mæta til leiks. Leikurinn fer fram í Egilshöll kl. 20 og er öllum opinn. Dagskráin miðast við alla fjölskylduna og aðgangur er ...

„Mjög einhliða og sérstakur fréttaflutningur“

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi aldrei lofað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þjóðaratkvæðagreiðsla komi ekki til greina nema ríkisstjórnin ákveði að halda viðræðunum áfram. ...

Lýst eftir erlendri konu

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir upplýsingum um ferðir konu að nafni Amanda Werner, 24 ára. Amanda er á ferðalagi á Íslandi, en býr í Bandaríkjunum. Hún er talin dveljast í Reykjavík en ekkert hefur heyrst frá henni og því leitar lögreglan eftir upplýsingum um hvar hana geti verið ...

Áburðarverksmiðju að nýju

Mynd
Þorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stofnun áburðarverksmiðju og að svo fljótt sem verða megi eigi að kanna hagkvæmni og möguleika þess að reisa sem fyrst í Helguvík eða í Þorlákshöfn. Meðflutningsmenn Þorsteins á ...

Matarhátíð í Hörpunni

Mynd
Búnaðarþing verður sett næstkomandi laugardag í Silfurbergi á 1. hæð í Hörpunni kl. 12.30. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur, landbúnaðarverðlaunin verða veitt og Magni Ásgeirsson tekur lagið. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setur þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, ...

Eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2

Mynd
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám í ákveðnum jörðum á Suðurnesjum vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Beiðni um eignarnám barst ráðuneytinu í febrúar 2013 og hefur gagnaöflun staðið yfir ...

Munum áfram halda góðu samstarfi við ESB og Evrópu í heild

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, skrifaði flokksmönnum Framsóknar bréf í gær þar sem hann fer yfir efni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fer hann yfir að skýrslan gefi skýra mynd á því sem Íslendingum standi til boða og á hvaða forsendum Íslendingar myndu ...

Atvinnuleysi var 6,8% í janúar

Mynd
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í janúar 2014 að jafnaði 181.700 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 169.300 starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,3%, hlutfall starfandi 73,9% og atvinnuleysi var 6,8%. Samanburður ...

Framkvæmdaáætlun um vernd og uppbyggingu innviða í náttúrunni

Mynd
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sett af stað vinnu við gerð lagafrumvarps um heildstæða framkvæmdaáætlun um vernd og uppbyggingu í íslenskri náttúru í þágu ferðaþjónustu, og hefur áform um að leggja það fram á ...

Konur í „karlastörfum“

Mynd
Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins morgunverðarfundar um konur í hefðbundnum karlastörfum miðvikudaginn 26. febrúar. Eitt verkefna aðgerðahópsins er að stuðla að aðgerðum sem draga úr ...

Lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga endurskoðu

Mynd
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað starfshóp til að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Endurskoðunin fer fram í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um málefni fatlaðs ...

Evrópumál til umræðu á Alþingi í dag

Mynd
Þingfundur á Alþingi verður í dag, mánudag, kl. 15:00 síðdegis og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnatími. Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma eru: Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ...

Hreinasta lostæti

Mynd
Höfundur Köku ársins 2014 er Íris Björk Óskarsdóttir, nemi hjá Sveinsbakaríi. Sigurkakan er karamellusúkkulaðiterta með anís og rauðum ópal. Hún er lagskipt, m.a. samsett úr browniesbotni, púðursykurmarengs og karamellusúkkulaðimousse. ...

„Við vorum kosin til að gera breytingar“

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið s.l. laugardag þar sem hann fer yfir það umboð sem núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa eftir síðustu alþingiskosningar. „Við vorum kosin til ...

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgað um 58%

Mynd
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir janúarmánuð 2014 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um ...

Aðildarumsókn Íslands að ESB dregin til baka

Mynd
Þingskjali var útbýtt á vef Alþingis í kvöld þess efnis að draga skuli til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er flutningsmaður tillögunar, en þingflokkar stjórnarflokkanna höfðu fyrr í dag ...

Sundabraut á samgönguáætlun

Mynd
Þingmenn Framsóknar í Reykjavík hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um Sundabraut á samgönguáætlun. Sigrún Magnúsdóttir, alþingismaður og þingflokksformaður Framsóknarmanna, er fyrsti flutningsmaður, ásamt Vigdísi Hauksdóttur, Karli Garðarssyni og Frosta Sigurjónssyni, ...

Vopn og fíkniefni

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á fíkniefni og vopn við húsleit í íbúð fjölbýlishúss í Reykjavík í fyrradag. Um var að ræða um 200 grömm af því sem talið er vera amfetamín og kókaín, en auk þess var lagt hald á kannabisefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á ...

Staða seðlabankastjóra auglýst laus til umsóknar

Mynd
Ákveðið hefur verið að auglýsa embætti seðlabankastjóra laust til umsóknar. Er það gert til að gefa stjórnvöldum aukið svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann. Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram og kynnti á fundi ríkisstjórnar, nú í morgun, minnisblað ...

52,4% andvígir að Ísland gangi í Evrópusambandið og fer fjölgandi

Mynd
MMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 29,6% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 32,3% í janúar. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 52,4% vera andvíg því að ...

„Fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum“

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, kynnti á Alþingi í gær úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun sambandsins sem gerð var að beiðni utanríkisráðuneytisins og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ...

Töluverður munur er á notkun karla og kvenna á innanlandsflugi

Mynd
Fleiri konur fljúga og greiða oftast sjálfar fyrir flugið en karlar nota flug mun oftar og þeir greiða síður flugið sjálfir. Af þeim sem ferðast á vegum fyrirtækja eru 82% karlar. Þá nota aðfluttir flug mun meira en innfæddir og töluverður meirihluti ...

Vika móðurmálsins

Mynd
Í tilefni af Alþjóðadegi móðurmálsins verður efnt til nokkurra viðburða dagana 21.–28. febrúar nk. í því skyni að minna á réttinn til móðurmálsins og vekja leika og lærða til vitundar um mikilvægi móðurmáls fyrir einstaklinga og menningu þjóða. Að dagskránni standa Íslenska ...

50 fíkniefnamál á nokkrum dögum

Mynd
Rúmlega 50 fíkniefnamál hafa komið til kasta Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Lagt hefur verið hald á amfetamín, e-töflur, kókaín og MDMA svo eitthvað sé nefnt, en það eru einkum karlar á þrítugsaldri sem hafa komið við sögu í ...

Lýsing fellur frá áfrýjun í prófmáli

Mynd
Lýsing hf. hefur ákveðið að falla frá áfrýjun í prófmáli til Hæstaréttar í máli er var höfðað í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í málinu, nr. E-3124/2012, um svokallaðan ...

Hvassviðri á sunnanverðu landinu

Mynd
Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir stormi eða roki (meira en 20-28 m/s) syðst á landinu á morgun, miðvikudag. Það hvessir í nótt, austan 15-28 m/s S-til á landinu á morgun, hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum síðdegis. ...

Skýrslan komin í hús – leik lokið?

Mynd
Evrópuskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem er unnin fyrir utanríkisráðuneytið um úttekt á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun sambandsins hefur verið lögð fram á Alþingi....

Sigurður Ingi í Tókýó

Mynd
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, er nú í vinnuheimsókn í Tókýó í Japan, þar sem hann hittir ráðamenn og kynnir sér samstarf Íslands og Japans á ýmsum sviðum. Sigurður Ingi hefur heimsótt aðalstöðvar Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó og átt fund með ...

Beiðni um viðbótartollkvóta fyrir ost og lífrænan kjúkling hafnað

Mynd
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur að fenginni tillögu frá ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi. Ástæðan er sú að sérstakir tollkvótar ...

Áhrifastöður snúa að viðskiptalífinu?

Mynd
Kynskiptur vinnumarkaður er hindrun sem erfitt er að yfirstíga og skerðir atvinnumöguleika beggja kynja. Rannsóknir sýna þetta. Þetta kemur fram í grein sem Anna Kolbrún Árnadóttir, jafnréttisfulltrúi Framsóknar skrifar og birtir á Tímanum í dag....

Lýst eftir Emil Arnari Reynissyni

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Emil Arnari Reynissyni fæddum 1989. Þeir sem vita hvar Emil heldur til eða upplýsingar um ferðir hans eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000....

Óskað eftir tillögum að nafni að nýrri stofnun

Mynd
Velferðarráðuneytið birtir hér til umsagnar drög að eftirfarandi þremur lagafrumvörpum; 1) um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála, 2) um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna, og 3) um jafna meðferð á vinnumarkaði....

Börn í vanda – gagngerar kerfisbreytingar nauðsynlegar

Mynd
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, vill ráðst í gagngerar kerfisbreytingar til að tryggja börnum og ungmennum sem glíma við geðraskanir, fíkniefnavanda eða fjölþætt vandamál viðeigandi úrræði. Ráðherra hefur ákveðið að framkvæmdaáætlun í barnavernd verði ...

Fastanefndir þingsins funda

Mynd
Þingfundur mun ekki vera á morgun, mánudag, þar sem allar fastaefndir þingsins munu funda. Niðurröðun nefndafunda 17. febrúar 2014....

Ásta R. Jóhannesdóttir ráðin framkvæmdastjóri afmælishátíðar 100 ára kosningarréttar kvenna

Mynd
Forsætisnefnd Alþingis hefur ákveðið að ráða Ástu R. Jóhannesdóttur í starf framkvæmdastjóra 100 ára afmælishátíðar kosningarréttar kvenna. Ásta Ragnheiður er valin úr hópi 81 umsækjanda um starfið....

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti verkefnum af ýmsu tagi á föstudags- og laugardagskvöld. Kl. 20:12 var bifreið stöðvuð í Breiðholti. Ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur, aka sviptur ökuréttindum og er einnig grunaður um umferðaróhapp....

Afli í janúar dregst saman milli ára

Mynd
Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 22,9% á föstu verði í janúar 2014 samanborið við janúar árið áður. Í tonnum talið dróst afli saman um 57,4% og hefur mikill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja. Botnfiskafli dróst lítilega saman í janúar milli ára eða um 3,7% ...

Kynskiptur vinnumarkaður skerðir atvinnumöguleika

Mynd
Aðgerðahópur um launajafnrétti kynjanna héldu hátt í 100 manna fund á Grand Hótel Reykjavík í gær þar sem rætt var um leiðir til að fjölga körlum í umönnunar- og kennslustörfum á íslenskum vinnumarkaði. Í norrænum samanburði er hlutur karla í þessum störfum áberandi ...

Forsetahjónin á Egilsstöðum og Seyðisfirði

Mynd
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu heimsækja Egilsstaði og nágrenni á morgun, föstudaginn 14. febrúar og Seyðisfjörð laugardaginn 15. febrúar. Heimsókn forsetahjóna hófst í leikskólanum Tjarnarskógi klukkan 10:00 og þaðan verður haldið ...

Bótasvik umfangsmikil

Mynd
Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis, hefur fengið svör við fyrirspurn sinni á Alþingi um umfang botasvika hjá Vinnumálastofnun og Tryggingarstofnun. Fyrirspurnin laut að umfangi bótasvika síðustu sjö ár og fjölda stöðugilda ...

Er launajafnrétti kynjanna komið til að vera?

Mynd
Á dögunum skilaði aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti skýrslu, til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um framvindu einstakra verkefna hópsins....

Frumvarp um Reykjavíkurflugvöll lagt fram

Mynd
Höskuldur Þór Þórhallsson, alþingismaður, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Markmiðið með frumvarpinu er að tryggja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar allrar ...

Forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing að nýju

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var einn aðalræðumanna á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið var á Nordica Hilton Hótel í dag. Sigmundur Davíð minnti á í upphafi ræðu sinnar að nú væri forsætisráðherra að nýju að ávarpa Viðskiptaþing, en hlé varð á þeirri hefð síðustu ár....

Gæði háskólanáms mikilvæg

Mynd
Gæði náms á öllum námsstigum hafa verið töluvert í umræðunni á Íslandi á undanförnum árum. Árið 2011 var tekið í notkun gæðakerfi fyrir háskólanna hér á landi sem unnið var af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og eru allir háskólarnir á landinu farnir að vinna eftir því. Gæðaráð ...

Vísbendingar um sterkan bata á vinnumarkaði – hagvöxtur eykst og slaki í þjóðarbúskapnum hverfur fyrr

Mynd
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir Seðlabanka Íslands verða eftir ákvörðunina sem hér segir: Daglánavextir: 7,00% Vextir af lánum gegn veði til sjö daga: 6,00% Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum: 5,75% Innlánsvextir: 5,00%...

Þingflokkur Framsóknarmanna enn yngri

Mynd
Á Alþingi sitja nú þrír þingmenn 26 ára og yngri. Þetta eru alþingismennirnir Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Fjóla Hrund Björnsdóttir sem tók nýlega sæti á Alþingi sem varamaður Páls Jóhanns Pálssonar....

Ungir framsóknarmenn vilja leyfa beygju til hægri á rauðu ljósi

Mynd
Fjóla Hrund Björnsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins sagði í jómfrúrræðu sinni á Alþingi í dag að mikilvægt væri „að halda umferðinni gangandi og að umferðarmannvirki standist tímans tönn.“...

Krafa fyrir utan vexti og kostnað nemur tæplega 556 milljörðum

Mynd
Breski innstæðusjóðurinn FSCS og Hollenski seðlabankinn DNB hafa stefnt Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi - TIF, fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta – TIF....

Sæunn forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ

Mynd
Sæunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Frá þessu er sagt á vef Háskóla Íslands. „Sæunn lauk BS-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2003 og hefur frá árinu ...

Gæðastimpill á verkferla Fjölnets

Mynd
Fjölnet hf. hefur fengið staðfesta vottun á ISO 27001 stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Vottunin nær yfir alla starfsemi Fjölnets og fellur þar undir m.a. rekstur hýsingar, öryggisafritun, öryggisvitund starfsmanna, umgengni um skjalageymslur og aðgengi ...

Aðgangur TR að viðkvæmum persónuupplýsingum ekki aukinn

Mynd
Lagabreyting frá Alþingi sem ætlað er að styrkja heimildir Tryggingastofnunar ríkisins (TR) til eftirlits með greiðslu bóta felur ekki í sér aukinn aðgang stofnunarinnar að viðkvæmum persónuupplýsingum. Engar breytingar voru gerðar á ákvæði ...

Þingfundur að nýju

Mynd
Þingfundur verður að nýju í dag eftir kjördæmaviku þingmanna. En ‌alþingismenn hafa verið hver heima í sínu kjördæmi, hitt sveitarstjórnir og stjórnendur fyrirtækja, haldið fundi og rætt við kjósendur um stöðu mála....

Innanlandsflug er dýrt – engin breyting þrátt fyrir umræðu

Mynd
Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrú héldu fund s.l. föstudag á Hótel Héraði á Egilsstöðum þar sem rætt var innanlandsflug og verðlagningu flugfargjalda. Markmið fundarins er að vekja athygli á þeirri spurningu hvort að „innanlandsflug sé ...

Bandarísk stjórnvöld ekki sjálfum sér samkvæm

Mynd
Barack Obama, Bandaríkjaforseta, hefur verið gerð grein fyrir útnefningu Íslands samkvæmt Pelly-ákvæðinu svokallaða af innanríkisráðherra Bandaríkjanna. Útnefningin byggist á því að bandarísk stjórnvöld telja að hvalveiðar Íslendinga grafi undan verndun ...

40,1% fjölgun ferðamanna í janúar milli ára

Mynd
Um 46 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 13.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Um er að ræða 40,1% fjölgun ferðamanna í janúar milli ára....

FISK Seafood hlaut Forvarnarverðlaun VÍS

Mynd
FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki hreppti Forvarnarverðlaun VÍS 2014 sem afhent voru á forvarnaráðstefnunni Skipulag og stjórn öryggismála sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt fyrir framúrskarandi forvarnir og ...

Breskar bæjar- og sveitarstjórnir lágmarka tap sitt

Mynd
Stórar fjármálastofnanir hafa keypt næstum allar kröfur breskra bæjar- og sveitarstjórna í bú gamla Landsbankans (LBI) fyrir meira en 140 milljónir breskra punda. Frá þessu er sagt á vef BBC....

Framboðslisti Framsóknar í Mosfellsbæ samþykktur

Mynd
Félagsfundur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar hefur einróma samþykkt tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí. Óðinn Pétur Vigfússon mun leiða framboðslistann, en ...

Forsætisráðherra tekur þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og starfsfólk forsætisráðuneytisins hafa ákveðið að taka þátt í Lífshlaupinu, en átakið er heilsu- og hvatningarverkefni sem ætlað er að höfða til allra aldurshópa. Með átakinu eru landsmenn hvattir til þess að huga að sinni daglegu ...

Munu bjóða upp á fjölbreyttasta úrval sjóferða á Íslandi

Mynd
Special Tours, fyrirtæki sem staðsett er við gömlu höfnina í Reykjavík og sérhæfir sig í sjóferðum fyrir ferðamenn, hefur nú fært út kvíarnar norður yfir heiðar, en eigendur fyrirtækisins hafa keypt helmingshlut í Arctic Sea Tours á Dalvík. Special Tours bjóða upp á ...

66% nema í fjarnámi á Austurlandi eru konur

Mynd
Fjölmargir nemendur stunda fjarnám á Austurlandi líkt og undanfarin ár. Háskóla- og rannsóknasvið Austurbrúar hefur tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um þessa nemendur. Alls eru 158 nemendur skráðir í fjarnám á Austurlandi á háskólastigi, þar af eru ...

Fyrsti dómarinn sem lokið hefur lögfræðiprófi frá Bifröst

Mynd
Fyrsti dómarinn við íslenskan dómstól, sem lokið hefur fullnaðarprófi í lögfræði utan Háskóla Íslands tók til starfa um nýliðin mánaðamót þegar Guðfinnur Stefánsson var settur til að gegna embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjvíkur. Hann nam lög við Háskólann á Bifröst en ...

Losun gjaldeyrishafta samkvæmt áætlun

Mynd
Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321....

Skráningarnúmer fjarlægð af ökutækjum

Mynd
Í janúar voru skráningarnúmer fjarlægð af tvö hundruð þrjátíu og sex ökutækjum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, en þau voru ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja....

Samtök kvenna af erlendum uppruna hljóta styrk

Mynd
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hlutu í dag styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn í Höfða. Við það tækifæri sagði forseti borgarstjórnar samtökin vel að styrknum komin, þau hefðu unnið ...

Fleiri gistinætur í desember en í fyrra

Mynd
Gistinætur á hótelum í desember voru 117.100 sem er 31% aukning miðað við desember 2012. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 43% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 5%....

Slys við Breiðamerkurjökul

Mynd
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Höfn og úr Öræfum hafa verið kallaðar út vegna slyss við Breiðamerkurjökul, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Um er að ræða hóp fólk sem var þar við ísklifur og virðist einn úr hópnum hafa hrapað og er talinn ...

Lýst eftir Elísu Líf

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elísu Líf Guðbjartsdóttur, 17 ára. Hún er í stroki frá meðferðarheimili. Elísa er 162cm á hæð og með ljóst sítt hár. Talið er að hún sé klædd í bláa úlpu með loðhettu. Að öðru leyti er ekki vitað um fatnað....

Bifreiðamál hreyfihamlaðra í endurskoðun

Mynd
Félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa ákveðið að hefja endurskoðun á reglum um bifreiðamál hreyfihamlaðra. Ýmsar ábendingar hafa komið fram sem sýna að endurskoðun þessara reglna er nauðsynleg og tímabær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ...

Fleiri komu en fóru á síðasta ári – í fyrsta sinn frá árinu 2008

Mynd
Árið 2013 fluttust 1.598 fleiri til landsins en frá því. Það er í fyrsta sinn frá árinu 2008 að flutningsjöfnuður er jákvæður. Á tímabilinu 2009-2012 fluttust samtals 8.692 fleiri frá landinu en til þess. Á árinu 2013 fluttust 7.071 til landsins en 5.957 á árinu 2012. Alls fluttust 5.473 ...

Tillaga um skattaafslátt vegna ferðakostnaðar

Mynd
Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður Framsóknar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um skattaafslátt til handa þeim greiða þurfa háan kostnað við ferðir til og frá vinnu, innan tiltekinna og skilgreindra atvinnusvæða innan lands. Telur ...

Stormur víða um land

Mynd
Veðurstofan vekur athygli á eftirfarandi veðurspá: Vaxandi norðaustanátt, 18-28 m/s síðdegis, hvassast syðst, en 13-18 á Norðaustur- og Austurlandi. Slydda eða snjókoma sunnan- og austanlands, en él norðantil. Hiti 1 til 5 stig syðst, annars um eða undir ...

Leit á Faxaflóa enn ekki borið árangur

Mynd
Nú eru tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ og TF-LIF, við leit að báti á Faxaflóa. Auk þess eru tvær finnskar björgunarþyrlur, sem staddar voru hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2014, nýttar við leitina en þær fljúga nú yfir norðanverðan flóann, segir í fréttatilkynningu frá Samhæfingarstöðinni í ...

Neyðarboð frá báti á Faxaflóa

Mynd
„Búið er kalla út kafara, björgunarskip og báta Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Borgarnesi til að með Reykjanesi eftir að neyðarkall barst Landhelgisgæslunni rétt fyrir klukkan 15:00. Í neyðarkallinu kom fram að leki væri kominn að báti á Faxaflóa og að ...

Bætt kjör námsmanna á oddinn

Mynd
Á 39. Sambandsþingi Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) sem haldið er um helgina á Hótel Selfossi var Helgi Haukur Hauksson kjörinn nýr formaður sambandsins. Helgi tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Helgi Haukur er 29 ára ...

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti verkefnum af ýmsu tagi í gærkvöldi og í nótt. Kl. 20:30 var ökumaður stöðvaður í austurborginni réttindalaus við akstur. Kl. 23:31 var ökumaður stöðvaður í Breiðholti grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni töku blóðsýnis....

Nýr formaður SUF mun taka við

Mynd
Helgi Haukur Hauksson, háskólanemi, er einn í kjöri til formennsku hjá Sambandi ungra framsóknarmanna en 39. Sambandsþing SUF fer fram á Hótel Selfossi. Helgi Haukur mun taka við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem hefur gengt embættinu í eitt kjörtímabil. Á sunnudag verða ályktanir þingsins teknar til afgreiðslu eftir umræður í málefnahópum í dag. Jafnframt fara fram kosningar á morgun sunnudag til stjórnar sambandsins....

Mikil vonbrigði

Mynd
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála lýsir yfir miklum vonbrigðum með að samningaviðræðum um veiðar á makríl hafi lokið án árangurs. „Deiluaðilar höfðu sögulegt tækifæri til að ná saman, ekki síst í ljósi þess að veiðráðgjöf ICES hljóðaði upp á 64% meiri afla en á síðasta ári. En fyrir sumar þjóðir þótti þessi aukning ekki nægjanleg. Við höfðum náð sameiginlegum skilningi með Evrópusambandinu um leið sem hefði tryggt til frambúðar sjálfbæra nýtingu á makrílstofninum. Það voru okkur mikil vonbrigði að aðrar þjóðir skyldu ekki styðja þá lausn. Engu að síður munum við hér eftir sem hingað til leggja okkur fram um að ná lausn sem byggir á vísindalegum grunni bæði hvað varðar hæfilegar veiðar úr stofninum sem og sanngjarnri skiptingu aflahlutar milli samningsaðila,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson á vef atvinnuvegaráðuneytisins....

Fastanefnd skipuð um samskipti ríkis, sveitarfélags og heildarsamtaka aðila á vinnumarkaði

Mynd
Með kjarasamningi sem undirritaður var þann 21. desember sl. og tekinn til atkvæðagreiðslu nú í janúar vildu samningsaðilar ná samstöðu um að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Ríkisstjórnin studdi þessa viðleitni samningsaðila með yfirlýsingum frá 15. nóvember og 21. desember sl. Sem kunnugt er var kjarasamningur felldur í um helmingi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Þrátt fyrir það telur ríkisstjórnin brýnt að boðaðar gjaldalækkanir ríkisins og samstarf hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins um mikilvæg svið efnahagsstefnunnar komi til framkvæmda. Verðbólga hefur farið lækkandi að undanförnu. Í nýjustu mælingu Hagstofu Íslands lækkaði verðbólga síðustu 12 mánaða úr 4,2% í 3,1%. Verðlag lækkar í janúar í ár en hækkaði á síðasta ári. Áhrif gjaldskrárhækkana opinberra aðila til hækkunar verðlags eru mun minni í janúar í ár en á síðasta ári. Í þessu felast jákvæðar vísbendingar um að forsendur til að ná verðlagsstöðugleika séu fyrir hendi....

Lögreglan á pinterest.com

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun samfélagsmiðilinn Pinterest til að deila upplýsingum um óskilamuni. Þar verða birtar myndir af öllum óskilamunum sem lögreglunni berast, t.d. reiðhjólum, gsm-símum og skartgripum svo eitthvað sé nefnt, en talsverður fjöldi óskilamuna berst lögreglunni á hverju ári. Þetta kemur fram á facebook síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn með þessari nýjung er að fjölga þeim óskilamunum sem rata aftur í réttar hendur. Jafnframt geta borgarar nú með einföldum hætti kannað hvort týndir munir í þeirra eigu séu í vörslu lögreglu. Gott er að ganga úr skugga um slíkt oftar en einu sinni því nokkur tími getur liðið frá því að hlutur glatast og þar til hann berst lögreglu....

Gríðarlegur árangur í stöðu barna í heiminum

Mynd
Með markvissri baráttu gegn barnadauða síðastliðin ár hefur tekist að bjarga 90 milljón börnum frá dauða. Þetta er miðað við að tíðni barnadauða hefði haldist sú sama og árið 1990 en mikill árangur hefur náðst gegn þessum vágesti síðan þá. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um stöðu barna í heiminum sem út kom í gær. Skýrslan sem ber heitið State of the World´s Children 2014 in numbers geymir langyfirgripsmestu tölfræðiupplýsingar sem fyrir liggja um stöðu barna um víða veröld. Skólasókn í fátækustu ríkjum heims hefur aukist verulega og yfir 80% barna á grunnskólaaldri í þeim löndum hefja nú nám í skóla. Á heimsvísu hafa aldrei fleiri stúlkur stundað nám en nú....

Sláturhús í Skaftárhreppi

Mynd
Nýlega fékk Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum í Landbroti löggildingu frá atvinnuvegaráðuneytinu til þess að koma á fót og reka sláturhús að Seglbúðum í Skaftárhreppi. Uppbygging sláturhússins er samstarfsverkefni nokkurra aðila á svæðinu og hefur verkefnið m.a. hlotið styrk frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og Bændasamtökum Íslands. Einnig hefur Matís komið að verkefninu á síðari stigum sem stuðningsaðili....

Aukið samstarf á sviði kennslu og rannsókna

Mynd
Í liðinni viku undirrituðu Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands rammasamning um samstarf milli skólanna. Eru megin markmið samningsins að auka samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Er samningunum ætlað að stuðla að nánu þverfaglegu samstarfi um námsleiðir. Skólarnir vilja með þessu stuðla að framförum í atvinnulífinu og auknu framboði á menntun á þeim sviðum sem þeir starfa á....

Alþingi samþykkir fríverslunarsamning við Kína

Mynd
Fríverslunarsamningur Íslands og Kína var samþykktur á Alþingi í gær, með miklum meirihluta atkvæða en Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði hann fram til samþykktar í október sl. Með fríverslunarsamningnum við Kína eru tollar á öllum helstu útflutningsafurðum Íslands felldir niður. Samningurinn veitir íslenskum fyrirtækjum forskot á hinn ört vaxandi Kínamarkað þar sem Ísland er fyrsta Evrópuríkið sem undirritar fríverslunarsamning við Kína. Svisslendingar hafa nú fylgt í kjölfar Íslendinga en þeir undirrituðu fríverslunarsamning við Kína í júlí....

Sögulegur þingflokksfundur Framsóknarmanna

Mynd
Aldrei í sögu þingflokks Framsóknarmanna hafa jafnmargar þingkonur setið á Alþingi og í dag eða 9 þingmenn. En Jóhanna Kristín Björnsdóttir, varaþingmaður, tók sæti á Alþingi í gær fyrir Karl Garðarsson. Fram til þessa kjörtímabils (2013-2017) hafa alls 10 þingkonur Framsóknar hlotið kosningu til Alþingis, þær eru: Rannveig Þorsteinsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjartmarz, Dagný Jónsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Eygló Harðardóttir, Helga Sigrún Harðardóttir og Vigdís Hauksdóttir eða alls 10 þingkonur....

Vaxandi áhugi á fjárfestingum á Íslandi

Mynd
Vorið 2011 opnuðust alþjóðalánamarkaðir að nýju fyrir Íslandi, í fyrsta sinn frá hruni. Ríkissjóður gaf þá út skuldabréf að fjárhæð 1 milljarður Bandaríkjadala. Skuldabréfin voru gefin út til 5 ára með gjalddaga árið 2016. Í maí 2012 var staða Íslands á alþjóðamörkuðum styrkt enn frekar með annarri útgáfu einnig að fjárhæð 1 milljarður Bandaríkjadala og var sú útgáfa til 10 ára, með gjalddaga árið 2022....

Atvinnuþátttaka 80,7%

Mynd
Á fjórða ársfjórðungi 2013 voru að jafnaði 184.600 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði og fjölgaði um 4,4% frá sama tíma ári áður eða um 7.800 manns. Jafngildir þetta 80,7% atvinnuþátttöku. Fjöldi fólks utan vinnumarkaðar var 44.200 og hefur því fólki fækkað um 7,5% frá fyrra ári eða um 3.600 manns. Atvinnuþátttaka kvenna var 78,2% og karla 83,1%. ...

Ögmundur á þingi Evrópuráðsins: Íslendingar styðja frjálsa og sjálfstæða Palestínu

Mynd
Ögmundur Jónasson, alþingismaður, lýsti því yfir á þingi Evrópuráðsins, sem nú stendur yfir í Strasbourg, að Íslendingar hefðu á undanförnum árum staðið í farabroddi í stuðningi við Palestínumenn í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Þannig hefðu Íslendingar samhljóða samþykkt á Alþingi viðurkenningu á fullvalda og sjálfstæðri Palestínu og jafnframt verið eina vestræna ríkið sem stóð að tillögu um að Palestína fengi aukin réttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna....

Efla enn frekar samstarf Íslands og Noregs

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Ingvild Næss Stub, aðstoðarevrópumálaráðherra Noregs. Á fundinum ræddu þau EES samninginn, framkvæmd hans og hagsmunagæslu innan EES samstarfsins....

Vilja Landbúnaðarháskólann áfram í Borgarfirði

Mynd
Framfarafélag Borgfirðinga í samvinnu við Snorrastofu stóð nýverið fyrir byggðaþingi í Reykholti. Frummælendur á fundinum voru meðal annars Óskar Guðmundsson, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Bergur Þorgeirsson. Komið var inn á mörg hagsmunamál í héraðinu og voru líflegar umræður á þinginu. Meðal þeirra mála sem bar á góma á fundinum voru málefni Landbúnaðarháskóla Íslands....

2.801.850 flugfarþegar árið 2013

Mynd
Farþegum í millilandaflugi um íslenska flugvelli fjölgaði á síðasta ári um 15,1% frá árinu 2012 en alls fóru þá 2.801.850 farþegar um flugvellina og eru taldir með áningarfarþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll. Farþegum innanlands fækkaði um 7,4% milli ára, voru 695.556 í fyrra en 751.505 árið 2012. Farþegum fækkar á öllum áætlunarflugvöllum nema Húsavík og Grímsey....

Eitt ár í dag frá Icesave-dómnum

Mynd
Í dag er liðið eitt ár frá því að EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu. En Ísland var sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn eins og allir landsmenn muna. EFTA-dómstóllinn hafnaði því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða og að málstaður Íslands hafi orðið ofan á og þá lokið áfanga í langri sögu....

Íslenskir einokunarkaupmenn taka við Hansen og Jensen

Mynd
„Sjálfstæðisbarátta Íslendinga snerist að miklu leyti um að verslun á Íslandi yrði frjáls undir stjórn þess ágæta manns sem hefur hér vökult auga með okkur (innsk. Jón Sigurðsson). Það er út af fyrir sig fróðlegt að fara yfir það hvar við erum stödd núna, 170 árum síðar eða svo,” sagði Þorsteinn Sæmundsson, alþingismaður Framsóknar, við umræðu um „hátt vöruverð og málefni smásöluverslunar” í síðustu viku á Alþingi....

Ísland mun styrkjast sem valkostur fyrir nemendur og fræðimenn á alþjóðavettvangi

Mynd
Utanríkisráðuneytið og Fulbright stofnunin hafa gert með sér samstarfssamning um fræðimannastyrki á sviði norðurslóðamála. Með samningnum styrkir utanríkisráðuneytið komu bandarískra fræðimanna til kennslu og rannsókna á sviði norðurslóðafræða við menntastofnanir á Íslandi næstu þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu....

Frímínútur - sókn gegn sleni

Mynd
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur sókn gegn sleni með því að setja af stað nýjan hreyfingarleik í grunnskólum sem nefnist Frímínútur. Leikurinn fer í gang í maí og verður öllum grunnskólum landsins boðin þátttaka. Markaðar verða 800 metra brautir við skólana og nemendur hvattir til að fara brautina á hverjum degi í löngu frímínútunum. Valkvætt verður að ganga, skokka eða hlaupa. Fleiri þrautum og leikjum verður síðar bætt inn í hreyfileikinn og verður nemendum og skólum boðið að taka þátt í þróun valkosta um hreyfingar í leiknum í samvinnu við íþróttakennara og félag þeirra ÍKFÍ auk annarra aðila sem láta sig verkefnið varða....

Tölvu- og netnotkun mest á Íslandi af öllum Evrópulöndum

Mynd
Þegar 95% íbúa á Íslandi teljast til reglulegra netnotenda þá er meðaltal reglulegra netnotenda í löndum Evrópusambandsins 72%. Er það hæsta hlutfall sem mælist í Evrópu. Þetta kemur fram í frétt hjá Hagstofu Íslands. Tæplega helmingur netnotenda tengist netinu á farsímum eða snjallsímum og þar af taka 72% myndir á síma sína til að hlaða beint inn á netið. Þá höfðu 58% netnotenda verslað af netinu ári fram að rannsókn. Aukning var mest á milli ára í kaupum á hugbúnaði og tölvuleikjum, en einnig kom fram aukning á kaupum á kvikmyndum og tónlist....

Gott gengi í rekstri Ístex

Mynd
Aðalfundur Ístex hf. var haldinn í liðinni viku. Ístex sérhæfir sig í vinnslu og markaðssetningu á ull bæði hér heima og erlendis. Fyrirtækið er með höfðustöðvar í Mosfellsbæ en rekur einnig ullarþvottastöð á Blönduósi....

Úr dagbók lögreglu

Mynd
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru af ýmsu tagi í gærkvöldi og fram undir morgun. Tilkynnt um ölvaðan mann með hávaða og læti við Snorrabraut um níu leitið í gærkvöldi. Maðurinn mun hafa skemmt útihurð á húsi með spörkum og barsmíðum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann. Tilkynnt um ölvaðan mann vera að skemma bifreiðar á bifreiðastæði í Austurborginni um hálf ellefu í gærkvöldi. Er lögreglumenn komu á vettvang fór maðurinn ekki að fyrirmælum og sparkaði einnig í lögreglukonu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann....

Sérálit Vilhjálms Birgissonar

Mynd
Í skipunarbréfi forsætisráðherra er vísað til skýrslu verðtryggingarnefndar 2011 þar sem fram komi að misvægi launa og lána á verðbólgutímum hafi leitt til að lán haldi verðgildi sínu án tillits til þess hvort laun og eignaverð haldi í við verðbólgu. Þessi hækkun höfuðstóls getur leitt til yfirveðsetningar eins og raunin varð í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Einnig getur skapast freistnivandi til útlánaþenslu þegar lántakendur bera einir áhættu af verðbólgu af hvaða toga sem hún kann að vera runnin. Verkefni sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum sé að útfæra afnám verðtryggingar nýrra neytendalána. Skuli hópurinn meta áhrif þessarar breytingar í víðum skilningi og gera tillögur til að lágmarka neikvæð áhrif....

Hreindýrakvóti ársins 2014

Mynd
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1277 dýr á árinu sem er fjölgun um 48 dýr frá fyrra ári. Heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða alls 657 kýr og 620 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu eftir helgi....

Réttindi dyravarða könnuð

Mynd
Um síðustu helgi heimsótti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tæplega fjörutíu veitinga- og/eða skemmtistaði í miðborginni og kannaði með réttindi dyravarða er þar voru að störfum. Skemmst er frá því að segja að staða mála í þeim efnum var almennt mjög góð. Í nær öllum tilvikum voru dyraverðirnir með tilskilin réttindi, en athugasemdir voru gerðar á tveimur stöðum. Á öðrum þeirra var reyndar enginn dyravarðanna með tilskilin réttindi og var staðnum því lokað....

Helgi Haukur býður sig fram til formanns SUF

Mynd
Helgi Haukur Hauksson háskólanemi hefur tilkynnt framboð til formennsku í Sambandi ungra framsóknarmanna (SUF). Þing sambandsins fer fram á Hótel Selfossi helgina 1.-2. febrúar n.k.....

Vel selst í Laxá á Ásum

Mynd
Laxá á Ásum er þekkt fyrir að vera ein af vinsælli laxveiðiám landsins. Veiði í ánni gekk mjög vel síðasta sumar og komu rúmlega 1000 laxar á land í fyrra á tvær stangir. Var Laxá á Ásum með flesta veidda laxa á hverja stöng af öllum laxveiðiám landsins á síðastliðnu ári....

Veigamikil skref í afnámi verðtryggingar á nýjum neytendalánum

Mynd
Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum, sem forsætisráðherra skipaði þann 16. ágúst 2013, hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslu hópsins er lagt til að frá og með 1. janúar 2015 verði tekin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána. Sérfræðihópurinn leggur til að óheimilt verði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, að lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána verði lengdur í allt að 10 ár, að takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána og að hvatar verði auknir til töku og veitingar óverðtryggðra lána....

Ekki er allt sem sýnist

Mynd
Að gefnu tilefni hvetur lögregla kaupendur til árvekni við verslun á vefsíðum þar sem meðal annars eru seldar notaðar vörur eins og farsímar, fatnaður, reiðhjól og fleira. Mikilvægt er í þessum tilvikum að sannreyna að vörurnar séu ekki stolnar áður, til dæmis með því að seljandi sýni kvittun fyrir vörunni. Of oft gerist það að mati lögreglu að þýfi finnst í fórum kaupenda sem bera við að þeir hafi ekki vitað að varan var stolin, vita ekki nafn seljanda, heimilisfang eða annað sem að gagni má koma við rannsókn málsins, en finnst engu að síður sárgrætilegt og ósanngjarnt að varan sé af þeim tekin og komið í vörslu réttmæts eiganda....

Hver skal hljóta jafnréttisviðurkenningu fyrir síðsta ár?

Mynd
Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2013. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Í ár verða veittar tvær viðurkenningar: Ein til fyrirtækis, sveitarfélags eða stofnunar og önnur til einstaklings, hóps eða félagasamtaka. Rökstuðningur vegna tilnefningar skal fylgja með. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Jafnréttisviðurkenningarinnar þarf viðkomandi aðili að vera tilbúinn að taka á móti fulltrúum Jafnréttisráðs, veita þeim upplýsingar og svara spurningum....

Austurbrú tilnefnd til nýsköpunarverðlauna í opinberri stjórnsýslu 2014

Mynd
Austurbrú ses. er tilnefnd til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014. Verðlaunin verða afhent í þriðja sinn á hádegisverðarfundi föstudaginn 24. janúar á Grand Hóteli í Reykjavík. Um 50 tilnefningar bárust til verðlaunanna. Í umsögn um Austurbrú segir m.a.: „Austurbrú er ný stofnun sem vakið hefur athygli á landsvísu. Nýlega voru gestir frá Evrópusambandinu í heimsókn á Austurlandi. Þar á meðal var Commissionner Johannes Hahn, hans mat á verkefninu var að á Austurlandi væri verið að vinna mikið frumkvöðlastarf í stjórnsýslunni sem ekki hefði verið gert áður innan aðildarríkja Evrópusambandsins með svo viðamiklum samruna stofnana. Austurbrú byggir á þeirri hugmyndafræði að færa þjónustuna nær fólkinu. Austurbrú er tæki sem ríkisvaldið getur nýtt sér með því að úthýsa verkefnum frá miðlægri stjórnsýslu á höfuðborgarasvæðinu og færa til hinna dreifðu byggða.“...

Vilhjálmur Birgisson með sérálit

Mynd
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi mun skila séráliti í niðurstöðum sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum. Þetta kemur fram á facebook síðu hans í dag. En boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna niðurstaðna sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum verður kynnt kl. 16:00 í dag í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hópurinn var skipaður í ágúst í fyrra og er Ingibjörg Ingvadóttir, héraðsdómslögmaður, formaður hópsins og er hlutverk hans að skila skýrslu um aðgerðir til að afnema verðtryggingar af neytendalánum. Tillögurnar hafa verið þegar kynntar í ríkisstjórninni....

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninga

Mynd
Kosning um kjarasamninga sem aðildarsamtók Alþýðusambands Íslands gerðu við Samtök atvinnulífsins þann 21. desember er lokið. Meðfylgjandi eru niðurstöður atkvæðagreiðslunnar frá þeim félögum sem hafa sent ASÍ upplýsingar. AFL Starfsgreinafélag Kjörsókn í verkamannadeild var 39,57%. Já 51,56% Nei 48% Auðir og ógildir voru 0,52%. Kjörsókn í Iðnaðarmannadeild AFLs var 43%. Já 54% Nei 46% Auðir og ógildir voru 0%. Kjörsókn í Verslunarmannadeild var 40%. Já 35% Nei 64% Auðir og ógildir voru 1%. Verkamenn og iðnaðarmenn samþykkja - verslunarmenn fella samninginn. ...

Verður keppni um þjóðhátíðarlagið 2014?

Mynd
Skorað hefur verið á þjóðhátíðarnefnd að halda keppni um þjóðhátíðarlagið 2014, en keppnir um þjóðhátíðarlagið hafa ekki verið haldnar undanfarin ár. En í þessu augnamiði hefur verið stofnuð síða á facebook af Ófeig Lýðssyni....

Framsókn mældist með 17,0%

Mynd
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 9. til 15. janúar 2014. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 26,3%, borið saman við 25,2% í desember 2013. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 17,1%, borið saman við 13,6% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,0%, borið saman við 17,3% í síðustu mælingu. Björt framtíð mældist nú með 15,9% fylgi, borið saman við 14,9% í síðustu mælingu. Vinstri-græn mældust nú 11,0%, borið saman við 12,5% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 6,9% fylgi, borið saman við 9,0% fylgi í desember 2013....

Staðan er 14-17

Mynd
Kjarasamningur Alþýðusambandsins við Samtök atvinnulífsins hefur verið felldur hjá stórum hluta þeirra aðildarfélaga ASÍ sem nú hafa skilað af sér niðurstöðu atkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í yfirliti yfir niðurstöðurnar sem birt var fyrir nokkrum mínútum á heimasíðu ASÍ. Meðal þeirra félaga sem felldu samninginn er Rafiðnaðarsambandið, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Verslunarmannafélag Suðurnesja og félag leiðsögumanna. Meðal þeirra félaga sem samþykktu samninginn eru Verslunarmannafélag Suðurlands, og Verkalýðsfélag Vestfirðinga....

Ný lögreglubifhjól afhent

Mynd
Sumarið kom snemma hjá umferðardeildinni en í dag voru lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu afhent þrjú ný bifhjól af gerðinni Yamaha FJR-1300. Hjólin eru mjög vel útbúin, bæði hvað lögreglubúnað varðar en ekki síður öryggisbúnað. Svo fátt eitt sé nefnt eru hjólin með öflugum ljósabúnaði, hraðamælingartækjum, spólvörn og ABS hemlalæsivörn, en slíkt skiptir miklu máli fyrir öryggi okkar fólks, sem sinnir erfiðum útköllum, fylgdum og annarri umferðarlöggæslu við erfið skilyrði....

Mikil aukning orðið í lánum yfir 7,5 milljónir

Mynd
Námsmönnum sem þiggja lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) hefur fjölgað töluvert frá námsárinu 2007-2008. Námstími er að lengjast og fjárhæð lána námsmanna að hækka. Hærri námslán minnka almennt líkur á fullum endurheimtum, en afskriftir námslána og vaxtaafsláttur fela í sér verulegan opinberan stuðning við námsmenn. Þessi stuðningur er um 37% fyrir heildarlánasafn sjóðsins en fer hækkandi og var um 47% af útlánum ársins 2012. Miðað við óbreytta þróun mun ríkið þurfa að leggja LÍN til sífellt meiri fjármuni....

Félagsmenn VR samþykkja kjarasamninga með 55,26%

Mynd
Kjarasamningar VR og atvinnurekenda, sem undirritaðir voru í desember síðastliðnum, voru samþykktir í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna en henni lauk á hádegi þann 20. janúar sl....

Atvinnuþátttka að aukast

Mynd
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í desember 2013 að jafnaði 185.100 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 176.900 starfandi og 8.200 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80,9%, hlutfall starfandi 77,3% og atvinnuleysi var 4,4%. Samanburður mælinga í desember 2012 og 2013 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 0,8 prósentustig og hlutfall starfandi um 1,6 prósentustig. Hlutfall atvinnulausra minnkaði á sama tíma um 1,1 prósentustig....

Bæta þarf kjör námsmanna

Mynd
Jórunn Pála Jónasdóttir formaður starfshóps Landssamtaka íslenskra stúdenta um málefni er varða Lánasjóð íslenkra námsmanna segir mjög mikilvægt að vinna að bættum kjörum námsmanna. Jórunn segir að „námsmenn hafi hlotið eina mestu kjaraskerðinu þjóðfélagshópa frá hruni. Sjá má það á hækkandi skráningargjöldum í opinbera háskóla, hærra matarverði og hækkandi verði á leigumarkaði. Einnig varð vart við aukna ásókn námsmanna í mataraðstoð hjálparstofnana fyrir jólin sem er ekki jákvæð þróun. Einnig verður að horfa til þeirrar skekktu stöðu sem námsmenn utan af landi búa við, sem koma beint inn á hinn almenna leigumarkað, miðað við námsmenn sem koma af höfðuborgarsvæðinu sem búið geta í foreldrahúsum.“...

Skilja ekki áhugaleysi þingmanna

Mynd
,,Við skiljum ekki áhugaleysi þingmanna höfuðborgarsvæðisins og höfum verulegar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin upp, sem er grafalvarleg fyrir höfuðborgarbúa. Þeir ættu að kynna sér málið betur og heilbrigðisráðherra mætti gjarnan taka vakt með okkur til að kynnast starfinu,“ sögðu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á fjölmennum starfsmannafundi hjá Slökkviliði höfuðbogarsvæðisins (SHS) sem haldinn var seinni partinn í dag....

Steðji leggur fram stjórnsýslukæru

Mynd
Bruggverksmiðjan Steðji hugðist setja á markað nýja bjórtegund nú á þorranum. Heitir hún Hvalabjór en framleiðsla og dreifing á vörunni var stöðvuð af Heilbrigðiseftirliti Vestulands vegna þess að Heilbrigðiseftirlitið taldi framleiðsluaðstæður á hvalamjöli hjá Hval ehf. uppfylltu ekki þær kröfur sem gerðar eru til matvælaframleiðslu....

Metþátttaka í námskeiðum Austurbrúar

Mynd
Árið 2013 var gott ár á sviði símenntunar á Austurlandi. Þátttakendum í námskeiðum símenntunarsviðs Austurbrúar fjölgaði um 20% á milli ára og námskeiðum um 13%. Þessi aukning er mun meiri en starfsáætlun gerði ráð fyrir....

Mikil ánægja með Áramótaskaupið 2013

Mynd
MMR kannaði á dögunum hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2013. Skaupið 2013 virðist hafa fallið heldur betur vel í landan, en 81,3% þeirra sem tóku afstöðu sögðu að þeim hefði þótt það gott. Þetta er töluvert betri útkoma en verið hefur undanfarin ár. Ekki síst i samanburði við áramótaskaupið 2012 sem eingöngu 33,2% töldu hafa verið gott. Aðeins 9,0% sögðu að þeim hafi þótt Skaupið 2013 vera slakt, borið saman við 48,1% í fyrra (2012)....

Viðskiptatækifæri á norðurslóðum

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hélt í morgun opnunarerindi á morgunverðarfundi um viðskiptatækifæri á norðurslóðum á hótel Reykjavík Natura. Norðurslóðaviðskiptaráðið og PwC stóðu að fundinum og meðal annarra ræðumanna var dr. Michael Byers, prófessor í alþjóðalögum og stjórnmálum og sérfræðingur í málefnum norðurslóða. ...

Hlaupið í Skaftá „ekki neitt, neitt“

Mynd
Hlaup hófst í Skaftá á sunnudagskvöld og er talið að hlaupið sé úr vestari katlinum. Hlaupið virðist vera af minna taginu og lítur ekki út fyrir að það valdi stór tjóni. Pétur Davíð Sigurðsson bóndi á Búlandi í Skaftártungu segir að „hlaupið virðist mun minna en síðast og er í rauninni ekki neitt, neitt. Það virðist jafnvel meira en það er vegna mikilla rigninga undanfarna daga.“...

Afbortatölfræði á höfuðborgarsvæðinu í desember

Mynd
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2013 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina það sem af er ári og á síðustu 13 mánuðum auk þess sem sjónum er beint að þróuninni á svæðum embættisins....

Lánshæfiseinkunn Landsbankans metin stöðug

Mynd
Hið alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poor’s (S&P) gefur Landsbankanum lánshæfiseinkunnina BB+ og telur horfurnar stöðugar. Þetta kemur fram í mati fyrirtækisins á lánshæfi Landsbankans sem birt var í dag, 20. janúar 2014....

Utanríkisráðherra ræðir ábyrgð íbúa á norðurslóðum

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, gerði ábyrgð íbúa norðurslóða að umtalsefni í ávarpi sínu á Arctic Frontiers ráðstefnunni í Tromsö fyrr í dag....

Bréf fjármála- og efnahagsráðherra til stjórna ríkisfyrirtækja

Mynd
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent stjórnum fyrirtækja sem eru að hluta eða öllu leyti í ríkiseigu bréf með tilmælum vegna gjaldskrármála. ...

Gulleggið 2014

Mynd
Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er farin af stað í sjöunda sinn. Gulleggið er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og fá aðstoð við að stofna fyrirtæki....

Sjúkraflutningar í uppnámi

Mynd
Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur ákveðið að senda heilbrigðisráðherra ítrekun á ósk um verklok vegna sjúkraflutningaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn SHS telur einsýnt að vilji sé ekki til staðar af hálfu ríkisins til þess að leysa ágreining um greiðslur fyrir þjónustuna á farsælan hátt fyrir báða aðila og þar af leiðandi sé því miður komið að aðskilnaði sjúkraflutninga og slökkvistarfs, eftir hartnær 100 ára samrekstur....

Lagaskrifstofa – miðstöð þekkingar

Mynd
Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, endurflytur nú á vorþingi frumvarp um lagaskrifstofu Alþingis ásamt fimm öðrum þingmönnum Framsóknar. Stefnt er að með frumvarpinu að stofna skuli lagaskrifstofu Alþingis sem hafi það hlutverk að samræma reglur um samningu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafarmála....

Makrílviðræðum frestað fram í næstu viku

Mynd
Samningafundi um makríl milli Íslands, Færeyja, Evrópusambandsins og Noregs var í dag frestað fram til næsta miðvikudags....

Snowkiteskóli á Íslandi

Mynd
Mikill uppgangur hefur verið undanfarin ár í ferðaþjónustu á Íslandi, hafa ferðaþjónustuaðilar keppst við að lengja ferðamannatímann með því að bjóða uppá bætta þjónustu allt árið og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Aukinn fjöldi ferðamanna víða hefur haft jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnustarfsemi úti á landi sem og á höfuðborgarsvæðinu....

Uppgangur hjá Sveitarfélaginu Fjarðabyggð

Mynd
Jón Björn Hákonarsson forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð segir að heilmikið sé um framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins þessi misserin. „Það er verið að byggja hjúkrunarheimilið á Eskifirði ásamt Framkvæmdasýslu ríkisins og sem stefnt er að taka í notkun í vor. Framkvæmdir standa einnig yfir við snjóflóðavarnargarða fyrir ofan Neskaupsstað sem munu auka öryggi íbúanna til muna. Hafnarsjóður Fjarðabyggðar stendur síðan í hafnarfarmkvæmdum á Neskaupsstað fyrir 600 milljónir. ...

Skýlaus krafa um upprunamerkingu matvæla segir formaður Bændasamtakanna

Mynd
Innflutningur Mjólkursamsölunnar á smjöri nýverið og upprunamerkingar á vörum sem hið innflutta smjör hefur verið notað í, hefur vakið athygli almennings að undanförnu . Í kjölfarið hefur skapast töluverð umræða um upprunamerkingarnar matvæla almennt, einkum vegna þess að Mjólkursamsalan hefur þrátt fyrir kröfur Bændasamtaka Íslands ekki vilja sérmerkja þær vörur sem að Írska smjörið hefur verið notað til í vinnslu...

Lög um frestun uppboða taka gildi

Mynd
Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á lögum um nauðungarsölu nr. 90/1991 með síðari breytingum um frestun nauðungarsölu. Lögin sem eru nr. 130/2013 taka gildi 31. desember 2013. Lögin fela í sér að allir þeir sem eiga fasteign sem óskað hefur verið nauðungarsölu á og ætluð er til búsetu samkvæmt ákvæðum skipulags- og byggingarlaga, þeir halda heimili á og eru þar með skráð lögheimili, geta óskað eftir fresti sem hér segir...

Björgunarsveit á leiðinni upp á Steingrímsfjarðarheiði

Mynd
Vont veður er á Steingrímsfjarðarheiði og einhver fjöldi vegfarenda þar í vandræðum. Vegagerð hefur hætt mokstri og er verið að senda björgunarsveit upp á heiðina til að sækja fólk. Eins er mjög blint í innanverðu Ísafjarðardjúpi og eru vegfarendur hvattir til að skoða það að koma sér í húsaskjól treysti það sér ekki til að halda áfram för. M.a. er hægt að komast í skjól í Reykjanesi....

Kosið í stjórn Grænlandssjóðs til þriggja ára

Mynd
Alþingi kaus fyrir jólin fimm aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn Grænlandssjóðs til þriggja ára, frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2016. Aðalmenn voru kjörnir Hjálmar Bogi Hafliðason, Kristín Schram , Elín Hirst, Þuríður Bernódusdóttir, Soffía Vagnsdóttir. Varamenn voru kjörnir Guðrún Sighvatsdóttir, Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Birgir Ármannsson, Ragnhildur Jónasdóttir , Halldór Ó. Zoëga ....

Hætt er við mokstur um Þröskulda vegna veðurs

Mynd
Áframhaldandi norðaustanátt, 18-23 m/s á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í dag, en 10-15 og éljagangur norðantil á Vestfjörðum og á og annesjum á Norðurlandi. Vindhviður, allt að 30 m/s undir Hafnarfjalli, og einnig á Kjalarnesi síðar í dag. ...

Starfsmenn Vegagerðarinnar á Vestfjörðum hafa þurft að kljást við ófærar heiðar á hverjum degi síðan fyrir jól

Mynd
Það er fárviðri á nokkrum stöðum á sunnanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum og vindur hefur mest farið í 42 metra á sekúndu í hviðum á Klettshálsi og 49 metra á sekúndu við Bláfeld á Snæfellsnesi. Fjallvegir á Vestfjörðum eru víðast hvar ófærir. Þá óveður á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Svínadal og stórhríð á Fróðárheiði. Vegurinn um Þverárfjall er lokaður vegna veðurs. Þá er óveður á Kjalanesi og varað er við flughálku á láglendi víða um land....

Breytingar á akstri strætó í janúar

Mynd
Ný vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi 5. janúar 2014. Stærstu breytingarnar eru þær að leið 6 hættir akstri í Grafarholtið um kvöld og helgar og mun aka allan daginn frá Staðarhverfinu að Háholti og til baka. Leiðin mun aka um norðanverðan Grafarvog í báðar áttir og mun því ekki lengur aka eftir Víkurvegi að Spöng. Í stað þess koma tvær nýjar biðstöðvar á Korpúlfsstaðarveg við Víkurveg....

Smábátaveiðar frjálsar í Noregi

Mynd
Sjómenn fréttu fyrst að á nýju ári yrðu engar tilkynningar um lokanir lesnar í útvarpi. Síðan var tilkynnt að allt væri opið. Það er að segja að enginn kvóti væri lengur í gildi fyrir báta allt að 11 metra að lengd. Hér eftir gilti það eitt að allir með veiðileyfi á minnstu bátunum gætu farið út og veitt eins mikið og þeim sýndist. ...

Finna olíu á tveimur stöðum í Norðursjó

Mynd
Norski olíurisinn Statoil tilkynnti í dag að fundist hefði olía og gas á tveimur stöðum í Norðursjó og er talið að um 19 til 44 milljón tunnur séu í lindunum tveimur. Eru þær á svæðunum Vestari og Austari Öskju. Haft er eftir May-Liss Hauknes, aðstoðarframkvæmdastjóra yfir olíuleit Norðmanna í Norðursjó að gaman væri að byrja árið með þessum fundum. Þá sagði hún þetta staðfesta að enn væru miklir möguleikar á svæðinu í tengslum við olíuleit....

Íslensk loftskip yfir norðurskautið

Mynd
Íslenska fyrirtækið Icelandair Cargo og bandaríski loftskipaframleiðandinn Aeros standa að verkefninu. Fréttaveitan Ritzau greinir frá því að ætlunin sé að framleiða tvær gerðir af loftskipum. Minni skipin eiga að geta flutt 66 tonn og fluggeta er 5.000 kílómetrar. Þau stærri eiga hins vegar að geta flutt 250 tonn og fluggetan er 9.500 kílómetrar....

Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn stjóri Cardiff City

Mynd
Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn stjóri Cardiff City en félagið staðfesti þetta nú rétt í þessu. Hinn fertugi Solskjær tekur við Cardiff af Malky Mackay sem var rekinn á dögunum. Solskjær, sem var áður þjálfari Molde, horfði á Cardiff tapa 2-0 gegn Arsenal í gær en hann mun stýra liðinu í fyrsta skipti gegn Newcastle í enska bikarnum á laugardag. ...

Hús ekki rýmd að svo stöddu

Mynd
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum verður áfram í dag. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hélt fund fyrir hádegið þar sem ákveðið var að rýma ekki hús að svo stöddu. Hins vegar fer veðurspáin versnandi bæði á norðanverðum Vestfjörðum og á Austfjörðum í kvöld og nótt. Því verður áfram fylgst með í dag og staðan endurmetin síðdegis. Þá verður tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til að rýma hús....

Ellefu fengu fálkaorðuna

Mynd
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum....

Oliver Aron Jóhannesson Íþróttamaður Fjölnis 2013

Mynd
Íþróttamaður Fjölnis 2013 er Oliver Aron Jóhannesson. Oliver Aron sem er 15 ára er óumdeilanlega besti skákmaður landsins undir 20 ára aldri á Íslandi. Það sýnir og sanna helstu afrek hans á sviði skáklistarinnar í ár. Þessi 15 ára drengur (þá 14ára) hóf árið með því að verða Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2013....

Líðan Michaels Schumacher stöðug en hann er þó enn í lífshættu

Mynd
Líðan Michaels Schumacher er enn stöðug en hann er þó enn í lífshættu eftir að fall á skíðum í Meribel í Frakklandi síðastliðinn sunnudag. Hann hefur nú dvalið fjórar nætur á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi en Schumacher hlaut alvarlega höfuðáverka....

Óveður á Norðurlandi og ekkert ferðaveður í Langadal

Mynd
Lögreglan á Blönduósi vill koma því á framfæri að ekkert ferðaveður er í Langadal, austan við Blönduós. Einnig er rétt að koma því á framfæri að björgunarsveitir eru á leið í Öxnadal til aðstoðar nokkrum ferðamönnum þar en bílar þeirra eru stopp og hamla m.a. snjómokstri. Líkur eru á að bílar sem þar eru verði færðir þannig að þeir verði ekki fyrir og fólki komið til byggða....

Sigmundur Davíð flutti í gærkvöld sitt fyrsta áramótaávarp sem forsætisráðherra

Mynd
Sigmundur Davíð flutti í gærkvöld sitt fyrsta áramótaávarp sem forsætisráðherra. Hann sagði árið 2013 líklega betra en margir Íslendingar hefðu þorað að vona. Hann vonaðist til að umfangsmiklar aðgerðir til að rétta hlut skuldsettra heimila yrðu til að létta á því fargi sem lægi á grunnstoð samfélagsins og hagkerfisins, fjölskyldunum í landinu....

Flugeldasala mikilvægasta fjáröflun Landsbjargar þrjú til fimm útköll á dag

Mynd
Flugeldasala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefst í dag en þá verða flestir af sölustöðum opnaðir. Flugeldamarkaðir björgunarsveita um land allt eru 110 talsins, þar af 33 á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er vöruúrval mikið, allt frá stjörnuljósum upp í risatertur svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Sölustaðir verða flestir opnir til klukkan 22:00 alla daga til áramóta...

Fjarðarheiði ófær

Mynd
Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar er ófær en þar er nú stórhríð og beðið með mokstur í bili. Björgunarsveitin Hérað aðstoðaði í morgun bíl sem sat fastur á heiðinni. Þá Oddsskarð milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar ófært og sömuleiðis Vatnsskarð eystra til Borgarfjarðar...

Berst fyrir lífi sínu

Mynd
Michael Schumacher berst fyrir lífi sínu samkvæmt því sem læknarnir sem annast hann segja. Læknar hans í Grenoble, þar sem Schumacher er haldið sofandi í öndunarvél eftir skíðaslys í gær, héldu blaðamannafund í morgun þar sem þeir fóru yfir stöðu mála....

Vantar nokkur þúsund starfsmenn

Mynd
Starfsmönnum í ferðaþjónustu á Íslandi þarf að fjölga um nokkur þúsund ef ferðamönnum fjölgar jafnmikið á komandi misserum og undanfarið. Þetta segir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála....

Alfreð leikmaður ársins í Hollandi

Mynd
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason hefur verið valinn besti leikmaður ársins 2013 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af vefsíðunni football-oranje.com. Alfreð skoraði 27 mörk í 30 leikjum í deildinni á árinu með liði sínu Heerenveen. Hann varð þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra og er sá markahæsti nú þegar deildin er komin í jólafrí. ...

Samantekt hvað varðar veður og færð á landinu

Mynd
Norðan 8-13 m/s og él fyrir norðan og austan en léttskýjað sunnan heiða. Austlægari seint í kvöld og snjókoma á SV-verðu landinu. Norðaustlæg átt 5-13 og úrkomulítið á landinu í fyrramálið. Vaxandi austan og norðaustanátt S- og V-til síðdegis á morgun og fer að snjóa syðst annað kvöld. Frost víða 0 til 5 stig, en kaldara í innsveitum fyrir norðan og austan í nótt og á morgun....

Vilhjálmur gefur lítið fyrir ummæli forseta ASÍ

Mynd
Forseti ASÍ segir að sú leið sem að þau stéttafélög, sem höfnuðu nýgerðum kjarasamningum, vildu fara hefði valdið 14% verðbólgu. Ekki boðlegur málflutningur segir formaður Verkalýðsfélags Akraness....

Íbúar fá að snúa til síns heima

Mynd
Óvissustig hefur verið vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum undanfarna daga. Á jóladag voru tvö hús rýmd á reit níu á Ísafirði, þar sem er iðnaðarhúsnæði, og féll flóð þar sama dag. Tvö hús í Hnífsdal voru svo rýmd að kvöldi annars dags jóla og hefur hættustig verið þar síðan vegna mikillar snjósöfnunar í þeirri norðanátt sem verið hefur undanfarna daga...

Ósátt við Hvammsvirkjun

Mynd
Verndarsjóður villtra laxastofna hefur leitað til Ríkisendurskoðunar til að fá hnekkt þeirri tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar að Hvammsvirkjun verði flutt úr biðflokki í nýtingarflokk....

Bærinn yfirtekur Sementsverksmiðjureitinn

Mynd
Akranesbær og Sementsverksmiðjan undirrituðu í dag samning um að bærinn yfirtaki þegar í stað stærstan hluta þess lands sem hefur farið undir sementsverksmiðjuna sem reist var á sjötta áratug síðustu aldar. Allt svæðið verður komið á forræði bæjarins eftir fimmtán ár....

Öryggisakademían stofnuð

Mynd
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur, í samvinnu við Sjóvá, sett á stofn Öryggisakademíuna. Hlutverk hennar er að koma öryggis- og forvarnamálum í tengslum við flugelda á framfæri við alla aldurshópa....

Færð og veður kl 13:30

Mynd
veður er á Kjalarnesi. Það eru hálkublettir á Sandskeiði og Þrengslum, hálkublettir og skafrenningur er á Hellisheiði. Hálka og óveður er á Mosfellsheiði, ófært og óveður er í Kjósaskarði, hálka eða hálkublettir eru annars víðast hvar á Suðurlandi. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á flestum leiðum á Vesturlandi og éljagangur mjög víða. Hálka og stórhríð er á Holtavörðuheiði, snjóþekja og stórhríð er á Bröttubrekku. Óveður er í Staðarsveit og á Fróðárheiði....

Hvammsvirkun í nýtingarflokk

Mynd
Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur til að Hvammsvirkjun í Þjórsá verði flutt úr biðflokki í orkunýtingarflokk. Skila má umsögnum um tillöguna til 19. mars. Hvammsvirkjun er ein þriggja virkjana sem rætt hefur verið um í neðri Þjórsá. Hinar eru Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þessar þrjár voru í biðflokki við afgreiðslu rammaáætlunar í ársbyrjun....

Spá stórhríð fyrir vestan

Mynd
Veðurstofan hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóða í Bolungarvík, utan þéttbýlis, Hnífsdal og Ísafirði. Lokað er um Eyrarhlíð vegna snjóflóðs. Vegna snjóflóðahættu er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Reikna má með stórhríð og veðurhæð um 20-25 m/s frá því um hádegi á Vestfjörðum, Ströndum, við Breiðafjörð og á utanverðu Snæfellsnesi. Þá lægir og rofar til á Norðurlandi, en hvessir aftur með samfelldri ofankomu síðdegis og þá einnig á Austurlandi....

Tveir ungir knattspyrnumenn í Skotlandi létu lífið á sunnudag

Mynd
Þegar fólk deyr heyri ég yfirleitt að sá einstaklingur hafi verið frábær persóna en ég tilfelli David Paul þá er það dagsatt. Ungur herramaður. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og einnig til Jamie Skinner hjá Tynecastle FC. Tveir ungir leikmenn farnir alltof snemma, sorgardagur fyrir knattspyrnuna," sagði James McPake, fyrirliði Hibernian...

38. Gamlárshlaup ÍR

Mynd
Á Gamlársdag kl. 12 á hádegi fer hið árlega Gamlárshlaup ÍR fram í 38. sinn en hlaupið er fastur liður í líf margra hlaupara og hlaupahópa þar sem árið er hvatt í góðum félagsskap. Auk þess hefur sú hefð skapast að hlauparar mæti í ýmiskonar óhefðbundnum „hlaupa“ fatnaði og ótrúlegustu búningum og setur það skemmtilegan svip á hlaupið...

Huang Nubo kominn til Íslands

Mynd
Samkvæmt heimildum Tímans þá lenti Huang Nobo á Keflavíkurflugvelli fyrir um klukkustund og biðu þar þrjár þyrlur til að flytja hann og hans fylgdarlið til Reykjavíkur. Ekki er vitað hvort að Nubo sé hérna til að fagna áramótum eða viðskipta eðlis en við bjóðum hann velkominn til Íslands. ...

Vara við stormi vestanlands

Mynd
Spáð er snjókomu eða þéttum éljagangi í dag á Vestfjörðum og Norðurlandi, austur um á Hérað, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Vegagerðarinnar. Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á miðhálendinu í nótt og vestanlands í fyrramálið. Á höfuðborgarsvæðinu er í dag spáð norðaustan 8-13 m/s, en 15-20 á Kjalarnesi. Lægir á morgun. Skýjað með köflum og vægt frost....

Gates í fyrsta sæti en Zuckerberg í níunda

Mynd
Engin kona er á topp tíu lista Forbes yfir ríkasta fólkið í tölvu- og tæknigeiranum árið 2013. ...

Náði á tindinn á aðfangadag

Mynd
Vilborg setti sér það markmið að komast á hæsta tind í hverri heimsálfu á 12 mánaða tímabili frá maí 2013 til maí 2014. Vinson-fjall varð fjórði tindurinn í því verkefni en áður hefur komist á hæsta tind Norður Ameríku, Evrópu og Eyjaálfu....

Vegir enn lokaðir vegna snjóflóðahættu

Mynd
Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að vegurinn um Þverárfjall sé lokaður vegna þess að vagn af flutningabíl loki veginum. Flestir fjallvegir á Vestfjörðum og Austfjörðum eru ófærir. Flateyrarvegur er ófær, og gæta þarf sérstakrar varúðar þar vegna snjóflóðahættu....

Ódýrari hótel með símapöntun á síðustu stundu

Mynd
Kjarkaðir túristar með snjallsíma í farangrinum geta sparað töluverðan pening með því að bóka gistinguna daginn sem haldið er út. Túristi hefur fylgst með tilboðunum sem nokkur ný hótelbókunarfyrirtæki bjóða símnotendum....

Störf björgunarsveita í nótt - myndir

Mynd
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landabjargar á höfuðborgarsvæðinu og á Austfjörðum voru að fram á nótt. Um 35 manns unnu í að leysa ástandið sem skapaðist á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Eftir að hafa aðstoðað tugi bíla á Mosfellsheiði skapaðist jafnvel verra ástand á Vestulandsvegi þar sem hátt í 50 bílar lentu í vanda. Í flestum bílanna voru Íslendingar á leið heim eftir jólaboð...

Tíminn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Mynd
Tíminn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Megi ljós náðar, ljós gleði og ljós friðar lýsa heimi öllum....

Rúður brotna í rútum á Skeiðarársandi

Mynd
Björgunarsveitirnar Kári í Öræfum og Kyndill á Kirkjubæjarklaustri hafa verið kallaðar út til aðstoðar ferðafólki er lenti í vandræðum við Sandfell á leið sinni frá Jökulsárlóni. Fólkið var á ferð í þremur rútum og brotnuðu rúður í þeim öllum við mikið sandfok á Skeiðarársandi. Björgunarsveitin Kári býr yfir brynvörðum bíl sem verður notaður til að ferja fólkið á Núpsstaði þar sem Björgunarsveitin Kyndill tekur við því og kemur á Kirkjubæjarklaustur....

Slæm veðurspá fyrir jólahátíðin

Mynd
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun frá Veðurstofu Íslands vegna norðanhvassviðris eða storms um jólahátíðina. Í dag, Þorláksmessu, gengur í norðaustan storm á Vestfjörðum og á Ströndum með slyddu, en síðar snjókomu. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er opinn en ef veðurspá gengur eftir má búast við að honum verðe lokað undir kvöld vegna snjóflóðahættu, staðan verður metin kl.17:00 í dag. Óvíst er hvenær vegurinn verður opnaður aftur ef af lokun verður....

Landsbankinn fyrirframgreiðir skuldabréf að hluta

Mynd
Greiðslan gengur inn á höfuðstól skuldabréfanna og lækkar hlutfallslega greiðslubyrði bankans vegna þessarar skuldar sem á að koma til greiðslu á árunum 2014 til 2018. Fyrsti umsamdi gjalddagi skuldabréfanna er í janúar 2014 og sá síðasti í október 2018....

Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu?

Mynd
MMR kannaði hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,1% ætla að borða skötu en meirihlutinn, 57,59% sagðist ekki ætla að borða skötu á Þorláksmessu. Niðurstöðurnar benda því til þess yfir 101.000 Íslendingar 18 ára og eldri (sem eru alls ríflega 242 þúsund) ætli að borða skötu á Þorláksmessu. Álykta má að skammtarnir verði þó nokkuð fleiri þar sem að fólk í öðrum aldurshópum borðar að sjálfsögðu einnig skötu....

Loka veginum um Súðavíkurhlíð

Mynd
Vegna slæmrar veðurspár næstu daga gerir almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps ráð fyrir að veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði lokað um hádegi í dag(Þorláksmessu) vegna snjóflóðahættu. Gangi veðurspáin eftir verður ekkert ferðaveður á Vestfjörðum....

Versta norðankast um jól í hálfa öld

Mynd
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir mjög slæmu norðankasti um landið norðan- og austanvert um jólin. Þetta verði samfellt hríðarveður í 3-4 sólarhringa. Á jóladag megi búast við versta norðankasti í a.m.k. hálfa öld og þ.a.l. megi búast við miklum samgöngutruflunum á Norður- og Austurlandi....

Niðurstaðan óásættanleg fyrir launafólk á Íslandi

Mynd
Drífandi stéttarfélag í Vestmannaeyjum skrifaði ekki undir kjarasamningana í gærkvöldi af ótal ástæðum. Að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu er það meðal annars vegna þess að launahækkanir skiptast afar óréttlátt niður. Þeir sem hafa lægst laun fá fæstar krónur en þeir sem mest hafa fyrir fá mestu hækkanirnar....

Skíðasvæði opin í dag

Mynd
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag frá 10-17. Þar er hiti við frostmark og hægur andvari.Þá verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri frá 10-16 í dag. Þar eru svipaðar aðstæður.Á Austurlandi verður opið í Oddsskarði í byrjendalyftunni frá 11-15. Þar er logn og tveggja stiga frost. Þá er opið á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal á milli 10-16 á Seljalandsdal er opið frá kl. 11. Skíðasvæðið í Tindastól verður opið í dag frá kl 11 til 16....

Skattahlutfalli verður breytt

Mynd
Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar mælti fyrir frumvarpinu þar sem lagt er til að skatthlutfall í miðþrepi tekjuskatts einstaklinga verði 25,3 prósent, jafnframt því að efri mörk lægsta þreps tekjuskatts hækki í 290 þúsund krónur á mánuði frá og með 1. janúar næstkomandi. Frosti sagði frumvarpið lagt fram í ljósi stöðu kjaraviðræðna....

Spáð stormi yfir hátíðirnar

Mynd
Veðurstofan spáir norðanhvassviðri eða -stormi víða um land á aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur Norðan- og Austanlands og því hætt við að færð spillist á þeim slóðum....

Hvað veist þú um Vestfirði?

Mynd
Spurningabókin „Hvað veist þú um Vestfirði?“ seldist upp í útgáfuteitinu sem haldið var á Ísafirði um seinustu helgi, aðeins þremur dögum eftir að bókin kom út. - Önnur prentun er nú komin í verslanir um land allt....

Umræða um fjárlög hefst kl. 14

Mynd
Fundur hefst á Alþingi kl. 14 í dag, en þá hefst 3. umræða um fjárlagafrumvarpið. Umræðunni var frestað ítrekað í gær eftir kjaraviðræður komust í gang að nýju. Upphaflega var fundurinn boðaður kl. 10....

Framsóknarmenn borða hangikjöt á jóladag

Mynd
MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á jóladag. Líkt og fyrri ár lítur út fyrir að hangikjöt verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 70,6% ætla að borða hangikjöt á jóladag, 7,1% sögðust ætla að borða hamborgarhrygg, 4,8% sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 4,2% sögðust ætla að borða kalkún og 18,0% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti....

Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin

Mynd
Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts sem gildir í öllum verslunum. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki slíka bónusgreiðslu....

Siglufjarðarvegur ófær utan Fljóta

Mynd
Vegir á Vestfjörðum eru enn sumstaðar ófærir eftir nóttina. Ófært er yfir Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán en flutningabíll lokar veginum á Mikladal þannig að opnun þar getur dregist eitthvað. Verið er að moka Ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði. ...

Frestun nauðungarsala samþykkt

Mynd
Frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, um breytingar á lögum um nauðungarsölur, þar sem gert er ráð fyrir að orðið sé við því að fresta nauðungarsölum á heimilum fólks fram yfir mitt næsta ár óski gerðarþolar þess, var samþykkt á Alþingi í dag með 52 atkvæðum. Einn sat hjá en enginn greiddi atkvæði gegn samþykkt frumvarpsins....

Spá stórhríð fyrir norðan og austan

Mynd
Með djúpri lægð fyrir austan land er spáð stórhríð norðan- og austanlands í dag, mikilli ofankomu og skafrenningi, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búast má við slæmu ferðaveðri á landinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni....

Yfirlýsing Rauða krossins vegna fréttar í DV 18.12.2013

Mynd
Rauði krossinn harmar fréttaflutning um málefni hælisleitenda sem byggir á svörum starfsmanns félagsins í spjalli við blaðamann DV. Í starfi í þessum viðkvæma málaflokki hefur Rauði krossinn jafnan í heiðri grundvallarreglur um trúnað bæði gagnvart hælisleitendum sjálfum og yfirvöldum sem með þeirra mál fara....

Framsóknarmenn borða hamborgarhrygg á aðfangadag

Mynd
MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á aðfangadag á þessari jólahátíð. Nú sem endranær stefnir í að hamborgarhryggur verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á aðfangadag. Vinsældir hamborgarhryggs minnka þó aðeins frá því í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47,5% ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag nú, borið saman við 52,1% í fyrra (2012)....

Gæti aukið tiltrú fjárfesta á Íslandi

Mynd
Breska ráðgjafarfyrirtækið Capital Economics telur að skuldaniðurfellingin, sem ríkisstjórnin kynnti í lok nóvembermánaðar, muni hafa jákvæð áhrif á hagkerfið....

Tilkynnt var um 276 þjófnaði í nóvember

Mynd
Afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvembermánuð 2013 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina það sem af er ári og á síðustu 13 mánuðum auk þess sem sjónum er beint að þróuninni á svæðum embættisins....

Óskert uppbót nemur 51.783 krónum

Mynd
Rétt til desemberuppbótar eiga atvinnuleitendur sem eru tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa staðfest atvinnuleit einhvern tíma á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2013. Greiðslur verða í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á þessu ári. ...

Biður fólk um að týna ekki bílnum

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður ökumenn vinsamlegast um að muna eftir því hvar þeir leggi bílnum sínum nú þegar jólaösin er hafin fyrir alvöru. Það komi oft fyrir á þessum árstíma að fólk tilkynni bílinn sinn stolinn en við nánari eftirgrennslan komi í ljós að fólk hafi gleymt hvar það lagði....

Samkomulag um þinglok

Mynd
Samkomulag hefur náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi um þinglok. Eins og fram kom í tíufréttum RÚV í gærkveldi þá sagði forsætisráðherra það gleðiefni að tekist hafi að færa fjármagn til svo mögulegt verði að greiða út desemberuppbót til atvinnuleitenda....

Slæm færð víða - margir fastir á Hellisheiði

Mynd
Slysavarnafélagið Landsbjörg vill minna fólk á að vera ekki á ferðinni á vanbúnum bílum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni má búast má við slæmu ferðaveðri á S-verðu landinu það sem eftir er dags, en N-til í kvöld....

Staða útvarpsstjóra verður auglýst laus til umsóknar samkvæmt lögum

Mynd
Staða útvarpsstjóra verður auglýst laus til umsóknar samkvæmt lögum. Páll Magnússon sagði starfi sínu lausu í dag og fram kemur í tilkynningu frá stjórn RÚV að það hafi verið sameiginleg ákvörðun. „Meginmarkmið okkar er að tryggja almenna og breiða sátt um Ríkisútvarpið og það er sameiginlegt verkefni okkar að búa svo um hnúta að hér sé rekið öflugt og metnaðarfullt Ríkisútvarp sem við getum öll verið stolt af,“ segir m.a. í tilkynningu stjórnarinnar....

Fjallabyggð fjármagnar framkvæmdir með eigin fé næstu árin

Mynd
Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar til næstu fjögurra ára staðfestir ótvíræðan árangur endurskipulagningar í rekstri sveitarfélagsins undanfarin misseri. Hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í bæjarstjórn síðastliðinn fimmtudag 12. desember....

MichelleI Banhelet nýr forseti Chile

Mynd
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag, þriðjudaginn 17. desember, heillasóskir sínar og íslensku þjóðarinnar til Michelle Bachelet sem kosin hefur verið nýr forseti Chile....

Lokað vegna veðurs í Bláfjöllum

Mynd
Lokað verður í dag. Það er spáð stormi þegar líður á daginn....

Halda áfram leit að skipverjanum sem er saknað

Mynd
Björgunarsveitir á Austurlandi munu þegar birtir halda áfram leit að skipverjanum sem saknað er af erlendu flutningaskipi er var á leið til Reyðarfjarðar. Mun minna umfang verður á leit sveitanna í dag en þrír björgunarbátar munu taka þátt...

Snjóframleiðsla er það sem koma skal

Mynd
„Snjóframleiðsla er það sem koma skal,“ segir í bókun, sem Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, lagði fram í bæjarráði þegar þar var tekin fyrir fundargerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins....

Gengi hlutabréfa Netflix hefur hækkað mikið á árinu

Mynd
Bandaríska netsjónvarpsveitan Netflix hefur keypt réttinn af Sony Pictures til að framleiða sjónvarpsþáttaröð sem á að heita Better Call Saul og byggir á lögmanninum Saul Goodman úr þáttaröðinni Breaking Bad sem lauk nýverið. Áformað er að þættirnir verði frumsýndir á kapalstöðvunum AMC og SPT áður en þeim verður streymt hverjum á fætur öðrum hjá Netflix. Allir þeir sem hafa aðgang að þjónustu Netflix geta horft á hvern og einn þátt. ...

Spá slæmu ferðaveðri síðdegis

Mynd
Töluvert hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í nótt eða um 10 sm. Öll ruðningstæki Reykjavíkurborgar eru að störfum og góð færð um alla borg, samkvæmt upplýsingum frá snjóruðningsdeild Reykjavíkurborgar. Ekki hefur enn þurft að keyra snjó burt úr borginni og samkvæmt veðurspánni mun væntanlega blotna í snjónum á höfuðborgarsvæðinu í dag....

Framsókn 97 ára

Mynd
Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Fyrstu árin starfað hann eingöngu sem þingflokkur en uppúr 1930 var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu með flokksfélög sem grunneiningar. Framsóknarflokkurinn var stofnaður til að virkja framfaraaflið í þjóðinni og íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum. Framfarasaga Íslands og sú hugmyndafræði sem Framsóknarflokkurinn byggir á, frjálslyndi, framsækni, samvinna og rökhyggja tengjast órjúfanlegum böndum....

1000 ökumenn stöðvaðir

Mynd
Eitt þúsund ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Fjórir ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Þremur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum. Við fyrrnefnt umferðareftirlit naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar félaga sinna frá embætti ríkislögreglustjóra....

Áhugi á verslunarmiðstöð á Hvolsvelli

Mynd
Smáragarður ehf, rekstrarfélag Kaupáss, hefur sótt um tvær verslunarlóðir á Hvolsvelli, Austurveg 5 og 7. Kaupásmenn vilja sameina lóðirnar og byggja eina stóra verslunar- og þjónustumiðstöð....

Langþráður hraðbanki á leið í Hofsós

Mynd
Mikil óánægja hefur ríkt meðal íbúa Hofsóss og nágrennis vegna hraðbankaleysis á staðnum. Nú er komið rúmlega hálft ár síðan hraðbanka á staðnum var lokað, en hann var staðsettur í þáverandi bráðabirgðahúsnæði Kaupfélagsins. Skömmu fyrir Jónsmessuna í sumar flutti Kaupfélagið í fyrra húsnæði, eftir gagngerar endurbætur vegna bruna tveimur árum fyrr, en hraðbanki hefur ekki verið til staðar á Hofsósi síðan....

Drátturinn birtur á Twitter í gær - Brögð í tafli?

Mynd
Reglulega undanfarin ár hafa komið fram samsæriskenningar um að ekki sé dregið í Meistaradeildinni heldur að UEFA raði einfaldlega upp viðureignum. Nú hefur slík umræða komið enn á ný upp eftir að dregið var í 16-liða úrslitin í dag. ...

Netverslun OZ opnar

Mynd
Netverslun OZ opnar Kvikmyndir, þáttaseríur, ný sjónvarpsstöð og fleira góðgæti Í dag opnum við formlega nýju netverslunina okkar en þar er með mjög einföldum hætti hægt að ganga frá OZ áskrift, kaupa kvikmyndapakka, bæta við sjónvarpsrásum og fleira spennandi....

Kjaraviðræður hefjast að nýju

Mynd
Ríkissáttasemjari hefur boðað Samtök atvinnulífsins og þau samtök sem standa í kjaraviðræðum við SA, til fundar fyrir hádegi í dag. Eftir að slitnaði upp úr kjaraviðræðum SA og ASÍ, hafa viðræður staðið yfir á milli SA annars vegar og Landssambands verslunarmanna, VR, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hins vegar. ...

Leit að hefjast á ný fyrir austan

Mynd
Leit er að hefjast á ný fyrir austan að skipverja sem talið er að hafi fallið fyrir borð af erlendu flutningaskipi sem var að koma til hafnar á Reyðarfirði i gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni eru björgunarskip að leggja úr höfn í Neskaupstað og Vopnafirði. Fresta varð leit í gærkvöldi vegna slæms veðurs. Áhafnir loðnuskipa á þessum slóðum hafa verið að svipast um eftir skipverjanum í alla nótt án árangurs....

Hríðarveður á Austurlandi

Mynd
Með djúpri lægð sem fer fyrir austan land verður í dag snjómugga suðaustanlands og síðar bleytusnjór. Á fjallvegum Austfjarða er reiknað með hríðarveðri um tíma síðdegis og í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni....

Fjárfestar telja „Ísland á réttri leið“

Mynd
Tilkynnt var fyrir helgi að Íslandsbanki hefði lokið sínu fyrsta erlenda skuldabréfaútboði að upphæð 500 milljónir sænskra króna, jafnvirði ríflega 9 milljarða íslenskra króna. Til skoðunar er að nota fjármunina til að greiða inn á gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Íslands....

Fjórar líkamsárásir í miðborginni í nótt

Mynd
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu tíu fangageymslur hennar - þar af aðeins einn að eigin ósk. Tveir menn voru fluttir meðvitundalausir á slysadeild eftir líkamsárásir í Austurstræti og við Hverfisgötu og þá var kona sleginn með flösku eða glasi í andlitið....

Kínverjar lenda á tunglinu í dag

Mynd
Kínverska geimfarið Chang'e 3 lendir á tunglinu í dag, laugardag, klukkan 13:40 að íslenskum tíma, en því var skotið á loft þann 1. desember. Leiðangurinn er sögulegur, og er þetta í fyrsta sinn sem Kínverjar lenda á tunglinu. ...

Tilnefningar til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar

Mynd
Valnefnd lýsir yfir sérlegri ánægju með fjölda gróskumikilla tilrauna íslenskra höfunda til forvitnilegra kynlífslýsinga í ár. Það er greinilegt að Rauða hrafnsfjöðrin blæs höfundum í brjóst, enda rótgróin og tignarleg verðlaun. Þannig lýstu margverðlaunaðir höfundar því beinlínis yfir að hafa skrifað með það fyrir augum að spreyta sig við hrafnsfjöðrina. Það var sérlega erfitt að velja aðeins sex kynlífslýsingar, en þegar dómnefndin kom undan feldi í ár stóðu eftirfarandi höfundar uppúr....

Segir heilbrigðiskerfið verða reist við

Mynd
Vigdís fór yfir tillögur meirihlutans þar sem hún sagði heilbrigðiskerfið verða reist við sem hafi verið holað að innan í tíð fyrri ríkisstjórnar. Oddný Harðardóttir framsögumaður fyrsta minnihluta gerir tillögu um aukna tekjuöflun með hærri veiðigjöldum og leigu á makrílkvóta, en einnig með 14 prósenta virðisaukaskatti á hótel og gistiþjónustu, hertu skatteftirliti og hærri bankaskatti....

Rithöfundurinn Sigurbjörg Þrastardóttir með myndlistarsýningu um helgina

Mynd
Helgina 14. – 15. desember verður sýningin „Hér eru skýin snjakahvít“ opin í Kirkjuhvoli. Sýningin átti að vera einnar helgar viðburður en vegna fjölda áskorana verður sýningin opin aðra helgi. Um veggi hússins flögra teikningar, málverk og ljósmyndir sem hafa óbein og bein tengsl við verk höfundarins og varpa skímu á samstarf rithöfunda við listamenn úr öðrum greinum. Einnig verður á boðstólum nýtt textaverk sem Sigurbjörg vann í samstarfi við Ragnar Helga Ólafsson, myndlistarmann og kápuhönnuð....

Búið að selja Skeljung

Mynd
Félagið SF IV slhf, félag í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka munu taka við rekstri Skeljungs og færeyska olíufélaginu P/F Magn eftir áramótin. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt nýja eigendur. Fram kemur í tilkynningu að sátt var gerð við Samkeppniseftirlitið sem ætlað er að tryggja sjálfstæði Skeljungs og mun hún verða birt á næstu vikum. Ekkert er gefið upp um kaupverðið....

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Árborg

Mynd
Framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg 2014 var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Framsóknarhúsinu á Selfossi í kvöld. Uppstillingarnefnd sem skipuð var í byrjun október lagði fram tillögu sem samþykkt var samhljóða. Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti listans og Íris Böðvarsdóttir er í öðru sæti. Ragnar Geir Brynjólfsson situr í þriðja sæti og Karen H. Karlsdóttir Svendsen er í fjórða sæti. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn einn bæjarfulltrúa kjörinn í bæjarstjórn....

Sjúkrahúsið á Akureyri 60 ára

Mynd
Sjúkrahúsið á Akureyri fagnaði því í dag að 60 ár eru liðin frá því það flutti í núverandi húsnæði við Eyrarlandsveg. Síðan hefur starfsemin margfaldast að vöxtum....

Hreiðar fékk fimm og hálfs árs fangelsi

Mynd
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, var dæmdur í fimm ára fangelsi. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka í Lúxemborg, fékk þrjú ár og Ólafur Ólafsson sem var stjórnarmaður fékk þriggja og hálfs árs dóm....

Röngum upplýsingum lekið í fjölmiðla

Mynd
Ég er verulega, og þá meina ég verulega óánægð með þá umfjöllun sem birtist í fjölmiðlum í dag um mig og það sem ég á að hafa sagt og gert á þingflokksfundum. Ég hef þegar þurft að leiðrétta þennan fréttaflutning og ég ætla rétt að vona að það komist skýrt til skila. Augljóst er að þeir sem hafa talið sér hag í því að koma höggi á mig hafa ekki haft réttar upplýsingar eða hafa viljað koma rangindum út í umræðuna....

Dómur í Al-Thani máli í dag

Mynd
Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi....

Fjórir milljarðar aukalega til heilbrigðismála

Mynd
Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4 milljarða samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem afgreiddar voru úr nefndinni í gærkvöldi. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri fá um 3,3 milljarða og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni rúmlega 600 milljónir....

Handtekin með þýfi í Leifsstöð

Mynd
Erlenda parið, sem lögreglan lýsti eftir í gær vegna rannsóknar á þjófnaðarmáli, var handtekið í Leifsstöð í gærkvöldi, á leið úr landi....

Veður fer versnandi síðdegis og í kvöld

Mynd
Vaxandi austanátt SV-til, en annars hæg breytileg átt. Víða léttskýjað. Austan 8-20 m/s síðdegis, hvassast og él syðst, annars úrkomulítið. Austan 18-25 S- og SV-lands seint í kvöld. Slydda eða rigning þar í nótt en slydda eða snjókoma N- og A-til undir morgun. Snýst í mun hægari suðlæga átt í fyrramálið, fyrst SV-lands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Hlánar við S-ströndina í dag og víða 0 til 5 stiga hita á morgun....

Sigurður Páll á þing

Mynd
Sigurður Páll Jónsson tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi 4. desember sl. í forföllum Ásmundur Einars Daðasonar. Sigurður Páll er fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en hann skipaði fimmta sæti á framboðslista flokksins í síðustu kosningum....

Fjárlög tekin úr nefnd

Mynd
Fundi er lokið í fjárlaganefnd Alþingis þar sem meirihluti nefndarinnar tók út nefndarálit sitt. Önnur umræða um fjárlög verður á Alþingi á föstudag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í umræðum um fundarstjórn forseta að nefndin hefði starfað í sátt....

Lögreglan leitar að Alin og Ileönu

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Alin Mijloc, 33 ára, í tengslum við mál sem er til rannsóknar hjá embættinu. Lögreglan leitar einnig að Ileönu Bibilicu, 18 ára, af sama tilefni, en hún er lágvaxin með dökkt, millisítt hár...

Framandi mannabústaður í Dýrafirði

Mynd
Sæmundur Kr. Þorvaldsson ábúandi að Lyngholti í Dýrafirði var ásamt félaga sínum Kristjáni hjá Skógræktarfélagi Dýrafjarðar að kanna færð og aðstæður í skógrækt félagsins að Söndum, þegar þeir tóku eftir ókennilegri þúst vestan við Brekkudalsá. „Við hugðum nánar að þessu og sáum að þetta var mjög framandi mannabústaður. Við vorum hálf smeykir um að flökkulýður væri að nema land í Dýrafirði, tatarar, sígaunar eða jafnvel Tyrkir, komnir í einhverjum vafasömum tilgangi,“ segir Sæmundur. ...

Aðalatriðið að halda rjómanum hreinum

Mynd
Íslendingar hafa flutt út meira en 160 tonn af smjöri það sem af er þessu ári, en það er um þriðjungur af því sem flutt var út í fyrra. Skortur á íslensku smjöri veldur því að Mjólkursamsalan þarf að blanda smjöri frá Írlandi saman við nokkrar tegundir osta. Ostarnir eru rifinn Mozzarellaostur, bræðsluostar eins og piparostur, og einnig smurostar. Ostarnir verða ekki merktir sérstaklega....

Tæplega 8000 tóku þátt í útboði N1

Mynd
Í tilkynningunni segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, þetta vera einn fjölmennasta hluthafahóp landsins. „Það er stjórnendum og starfsfólki N1 mikið ánægjuefni hversu vel fjárfestar hafa tekið félaginu í tengslum við skráningu þess í Kauphöll...

Fyrstu rústaleitarhundarnir

Mynd
Um helgina fengu fimm hundateymi innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar formlega úttekt sem sérhæfðir rústaleitarhundar. Úttektin fór fram hjá Hjálparsveit skáta Garðabæ en sveitin ákvað að beita sér fyrir þjálfun rústabjörgunarhunda í kjölfar jarðskjálfta á Haiti 2010. Gerðist hún í framhaldinu aðili að Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. ...

VR vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Mynd
VR og Samtök atvinnulífsins funduðu í dag um áframhald kjaraviðræðna. Lítið miðaði í samkomulagsátt á fundinum og hefur kröfugerð VR nú verið vísað til ríkissáttasemjara....

Samkomulag við Rauða krossinn um áfallahjálp í skipulagi almannavarna

Mynd
Í dag undirritaði Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri, samkomulag um að fela Rauða krossinum samhæfingu áfallahjálpar í skipulagi almannavarna á Íslandi. Auk ríkislögreglustjóra standa að samkomulaginu Biskupsstofa, Landlæknir, Landspítalinn og Samband íslenskra sveitarfélaga....

Tekjur hafna Ísafjarðarbæjar hærri en búist var við

Mynd
Rekstur hafna Ísafjarðarbæjar gengur með ágætum, ef mið er tekið af afkomu fyrstu níu mánaða ársins, en tekjur hafnanna yfir það tímabil eru rúmlega fimmtungi meiri en gert var ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi hafnarstjórnar, en þar var farið yfir almenna samantekt yfir helstu tekjuliði hafnanna....

Sundlaug Húsavíkur lokuð í dag og á morgun

Mynd
Unnið er að viðgerðum og er vonast til þess að laugin verði komin í samt lag seinnipartinn á morgun...

Sigmundur Davíð sagði að barnabætur yrðu ekki skertar

Mynd
Sigmundur Davíð sagði að í fjárlagavinnunni hefði ríkisstjórnin orðið að velta við hverjum steini. Lækkun útgjalda í bótakerfinu hefði m.a. verið til skoðunar. Ríkisstjórnin vildi snúa ofan að aðgerðum fyrri ríkisstjórnar sem hefði gripið til aðgerða sem sköðuðu heilbrigðiskerfið og hefðu dregið þrótt úr efnahagslífinu. Núverandi ríkisstjórnin vildi standa vörð um grunnþjónustu....

Áhöfnin á Húna í bíó á Akureyri

Mynd
Áhöfnin á Húna II sigldi hringinn í kringum landið síðasta sumar og voru haldnir rokktónleikar í hverri höfn þar sem stigu á stokk Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugison, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. Tónleikarnir voru til stuðnings Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu....

Kærleikurinn er kraftmikill

Mynd
Í jóladagatalsglugga dagsins er skáldkonan Gerður Kristný sem flytur okkur kraftmikinn og kjarnyrtan kærleiksboðskap ...

Frumvarp um breytingu laga um nauðungarsölur

Mynd
Samkvæmt heimildum Tímans þá mun innanríkisráðherra leggja fram frumvarp um breytingu laga um nauðungarsölur. Með frumvarpi er lagt til að greiðaþoli geti án samþykkis kröfuhafa óskað þess að nauðungarsölu á fasteign verði frestað fram yfir 1. júlí 2014....

Skólastjóri Rimaskóla verðlaunaður

Mynd
Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, fær Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna í ár. Verðlaunin fær hann fyrir ötult starf sitt í þágu skáklistar sem hluta af skólastarfi, segir í tilkynningu....

Viðgerð á Deildartunguæð lokið

Mynd
Viðgerð á aðveituæð hitaveitunnar á Akranesi – Deildartunguæðinni – lauk í morgun. Búið er að hleypa vatni á að nýju og reiknað er með að viðunandi þrýstingur verði kominn á um miðjan dag. Opinn íbúafundur verður með Akurnesingum á fimmtudagskvöld til að fara yfir stöðu og horfur í hitaveitumálum í bænum....

Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála dregst saman

Mynd
MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Traust til flestra stofnana sem könnunin náði til jókst nokkuð í nóvember 2012 en hefur lækkað aftur og sögðust nú færri bera mikið traust til allra stofna sem könnunin náði til heldur en í nóvember 2012....

92 sagt upp í hópuppsögnum

Mynd
Vinnumálastofnun bárust þrjár hópuppsagnir í nóvember þar sem 92 manns var sagt upp störfum. Um er að ræða tilkynningu um hópuppsagnir í upplýsinga- og fjarskiptastarfsemi og fiskvinnslu. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu janúar til júní 2014....

Mikil áhrif á fasteignamarkaðinn

Mynd
sgeir Jónsson efnahagsráðgjafi Gamma segir að áformaðar skuldaniðurfellingar sem ríkisstjórnin kynnti um síðustu helgi muni hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. „Því þó að framkvæmd aðgerðanna sé flókin þá á fólk ekki í erfiðleikum með reikna það út sjálft í grófum dráttum hversu mikið það fær afskrifað.” Að mati Ásgeirs munu áhrifin af leiðréttingaraðgerðum ríkistjórnarinnar birtast mjög fljótt þar sem væntingar fólks um þróun markaðarins skipti miklu máli....

Ölgerðin skilar 253 milljóna hagnaði

Mynd
Samstæða Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar skilaði um 253 milljóna króna hagnaði á rekstrarárinu 2012-2013, en reikningsár fyrirtækisins hefst í mars á hverju ári og lýkur í febrúar....

Gullið gæti farið til vinnslu

Mynd
Niðurstöður nýrra greininga á borholukjörnum úr Þormóðsdal sýna að meira gull er í sýnunum, en áður var talið. Gull fannst einnig í Austur Húnavatnssýslu....

Fréttamiðlar RÚV njóta sérstöðu er varðar traust almennings

Mynd
MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu sjónvarps-, prent- og netfréttamiðla. Af þeim fréttamiðlum sem kannaðir voru báru svarendur mest traust til fréttamiðla RÚV. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 76,5% bera mikið traust til Fréttastofu RÚV og og 71,1% sögðust bera mikið traust til ruv.is....

Fitch: Skuldatillögur virðast ekki hafa áhrif á ríkisfjármálin

Mynd
Skuldatillögurnar sem miða að því að minnka skuldir heimilanna í gegnum lækkun höfuðstóls húsnæðislána og með skattaívilnun vegna séreignarlífeyrissparnaðar virðast vera í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda um aðhaldssemi í ríkisfjármálum, samkvæmt Fitch Ratings....

Tækifæri á landsbyggðinni

Mynd
Lækningarmáttur þorskensíma, augndropar úr omega-lýsi og tískuvaran roð var meðal þess sem rætt var á fundi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Íslenska sjávarklasans sem fór fram í nóvember. Tilfæringar hafa orðið í sjávarútvegi, störfum hefur fækkað í veiðum en fjölgað í rannsókna- og framleiðslustörfum. ...

Upplýsingasíða aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar

Mynd
Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðaáætlun með það að markmiði að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu. Annars vegar er um að ræða lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattaívilnun...

Kjaraviðræðum ASÍ og SA slitið

Mynd
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að það hafi orðið ljóst á fundinum í morgun að menn myndu ekki ná saman. „Bæði hvað varðar umfang þess, en kannski fyrst og fremst formið á því, og sérstaklega er það hækkun lægstu launa eða krónutöluhækkun í grunninn sem við leggjum mikla áherslu á.“ ...

Þingeyjarsveit gert að greiða konu bætur

Mynd
Sveitarfélaginu Þingeyjarsveit hefur verið gert, samkvæmt dómi héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða konu tæpa milljón í bætur, auk dráttarvaxta, vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir þegar gengið var fram hjá henni í ráðningu á stöðu deildarstjóra tónlistardeildar Hafralækjarskóla....

Nelson Mandela látinn

Mynd
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lést í kvöld, 95 ára að aldri. Mandela var fyrsti hörundsdökki forseti landsins og gegndi hann embættinu frá 1994-1999. Heilsu hann hafði farið hrakandi undanfarin ár og var hann lagður inn á spítala í Pretoríu vegna lungnasýkingar þann 8. júní sl....

iPhone-notendur Nova tengjast 4G

Mynd
iPhone-notendur Nova geta nú vafrað um netið hraðar en áður. Fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að nú sé hægt að nota 4G-net Nova á iPhone....

Leiðindaskjóða er ný jólavættur Jólaborgarinnar Reykjavík

Mynd
Það var líf og fjör í Listasafni Reykjavíkur í morgun þegar ný jólavættur jólaborgarinnar Reykjavík var kynnt til sögunnar. Jón Gnarr borgarstjóri tók á móti Leiðindaskjóðu og ákváð að leggja öllum leiðindum í desember henni til heiðurs og hendi þeim í skjóðu sem hún var með meðferðis....

5. desember: Kærleikskúlan

Mynd
Í dagatalsglugganum í dag eru þær Ósk, Sigrún, Fríða og Guðný. Þær hittu okkur á Ási þar sem Kærleikskúlunni er pakkað og sögðu okkur sitthvað um kærleikann og Jesús....

Þrjú tilboð í byggingu fangelsis á Hólmsheiði

Mynd
Tilboðin voru opnuð fyrir hádegi í dag. Samkvæmt kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að bygging hússins og frágangur lóðarinnar kosti rúmlega1,9 milljarða króna. Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta tilboðið, tæplega 1.820 milljónir og tilboð JÁVERKS var upp á rúmlega 1.822 milljónir. Hæsta tilboðið barst frá Ístaki, rúmlega tveir milljarðar....

Fjórðungur vestfirskra nemenda í 10. bekk á mörkum þess að vera læsir

Mynd
Alls 30% drengja á landsvísu geta ekki lesið sér til gagns, samkvæmt því sem kemur fram í niðurstöðum PISA prófanna 2012, en þar er vísað til þeirra sem eru undir þrepi 2 í lesskilningsþætti prófsins. Þetta hlutfall er 25% meðal allra nemenda á Vestfjörðum, en ekki eru gefnar upp upplýsingar um kynjaskiptingu innan landshluta í skýrslu Námsmatsstofnunar.Nokkur umræða hefur skapast um þessar niðurstöður rannsóknarinnar, en meðal annars hefur menntamálaráðherra sagt að í þeim felist alvarleg tíðindi. ...

Framsókn bætir við sig fylgi

Mynd
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,3% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 20,1%. Þetta er nærri átta prósentustigum minnna en flokkarnir fengu í þingkosningum í apríl sl. þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 24,4%. Könnunin var gerð dagana 2. og 3. desember sl., eða eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum voru kynntar....

Fósturpabbinn Jósef

Mynd
Fósturpabbinn Jósef er einn þeirra sem við hugsum til á aðventunni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, veltir honum fyrir sér í fjórða dagatalsgluggann...

Stærsti Lottópottur í sögunni

Mynd
Allt stefnir í að stærsti vinningspottur í sögu Lottó verði dregin út á laugardaginn. „Þetta er sennilega í sjötta skipti sem potturinn er sjöfaldur og nú stefnir í að potturinn núna verði sá stærsti sem greitt hefur verið út í Lottóinu.“...

Áhöfnin á Goðafossi heiðruð fyrir hetjulega framgöngu

Mynd
Áhöfnin á Goðafossi, skipi Eimskipafélags Íslands, var í gær heiðruð fyrir hetjulega framgöngu við björgunarstörf þegar eldur kom upp í skipinu 11. nóvember síðastliðinn. Öguð vinnubrögð og snarræði áhafnarinnar skipti sköpum um að hvorki urðu slys á mönnum né alvarlegt tjón á skipinu. ...

Landsbankinn tekur yfir Hátækni

Mynd
Dótturfélag Landsbankans hefur tekið yfir allt hlutafé Hátækni ehf., sem hefur verið að stórum hluta í eigu Olís. Samkvæmt yfirlýsingu Kristjáns Gíslasonar, stjórnarformanns Hátækni, gerðist þetta á mánudaginn. Í henni segir að ekki verði fjöður dregin yfir þá staðreynd að rekstur Hátækni hafi verið afar erfiður undanfarin misseri og ár...

Vara ökumenn við hreindýrum

Mynd
Hálka er á vegum víða um land og snjóþekja hylur vegi og er ökumönnum ráðlagt að gæta fyllstu varkárni við akstur. Éljagangur veldur slæmu skyggni á Reykjanesi og mikil hálke er vegum á Sandskeiði og Hellisheiði. Snjóþekja, hálka og hálkublettir mjög víða á Suðurlandi og í Öræfasveit. Á Vesturlandi er flughált og ökumönnum ráðlagt að fara hægt yfir. Stórhríð er á Holtavörðuheiði. ...

Segir vonina hafa lifnað við á íslenskum heimilum

Mynd
Stjórnarþingenn á Alþingi hafa undir liðnum störf þingsins, sem stóð í hálftíma eftir upphaf þingfundar, farið hver á fætur öðrum í ræðustól þingsins til þess að fagna þeim tillögum sem oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu síðastliðinn laugardag um skuldaniðurfærslur heimilanna....

Jóladagatal kirkjunnar

Mynd
Á þriðja degi desembermánaðar er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Glerárkirkju, í dagatalsglugganum. Hún spyr hvers við myndum sakna mest ef við hefðum ekki jólin....

Promens opnar verksmiðju í Kína við hátíðlega athöfn

Mynd
Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens gangsetti nýja verksmiðju Promens við hátíðlega athöfn í Taicang í Kína þann. 30. nóvember síðastliðinn. Opnunarathöfnin markar upphaf framleiðslu Promens í Kína, auk þess sem drög að frekari fjárfestingum Promens á svæðinu voru kynnt. Meðal gesta voru Stefán Skjaldarsson sendiherra Íslands í Kína, Lu Yan, varaborgarstjóri Taicang, Wang Hong Xing, formaður kínverska kommúnistaflokksins í Chengxiang, og Hu Jie, borgarstjóri Chengxiang....

30 prósent geta ekki lesið sér til gagns

Mynd
Niðurstöður nýrrar PISA rannsóknar sýna að enn hallar á ógæfuhliðina í íslenska skólakerfinu. Kynjamunur hefur aldrei mælst meiri, drengjum í óhag....

Fullt hús á Flateyrarfarsa

Mynd
Leikfélag Flateyrar frumsýndi á sunnudag leikritið ‚Allir á svið!‘ fyrir fullu húsi, en leikhópurinn þykir hafa staðið sig með mestu prýði. „Miðað við smæð leikfélagsins var þetta stórkostlegt,“ segir formaður leikfélagsins, Berglind Dögg Thorarensen. Upphaflega stóð til að frumsýning verksins færi fram um viku fyrr, en henni var frestað. „Þetta hefur verið upp og niður hjá okkur, og veðrið spilaði talsvert inn í æfingar hjá okkur, þannig að við náðum ekki að frumsýna á þeim degi sem við ætluðum.“...

Þæfingur í Ísafjarðardjúpi og Öxnadalsheiði

Mynd
Þæfingur og mokstur stendur yfir fyrir norðan og fyrir vestan....

Vodafone bótaskylt?

Mynd
Nokkrir hafa kært Vodafone vegna persónuupplýsinga sem lekið var á netið eftir tölvuárás tyrknesks hakkara um helgina. Vodafone gæti verið bótaskylt í málinu....

10 íslensk tæknifyrirtæki kynna græna tækni í sjávarútvegi

Mynd
Tíu tæknifyrirtæki í sjávarútvegi hafa tekið höndum saman um að kynna tæknilausnir á alþjóðamarkaði sem eru framúrskarandi í grænni tækni og stuðla að bættu umhverfi. Tæknilausnir fyrirtækjanna byggja á betri nýtingu orkugjafa, minni olíunotkun búnaðar, betri nýtingu í vinnslu hráefna, o.s.frv....

Framsóknarfélag Þingeyinga samþykkir uppstillingu á lista í Norðurþingi

Mynd
Þann 31. maí næstkomandi fara fram sveitarstjórnarkosningar. Á félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Þingeyinga, laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn var samþykkt að nota uppstillingu...

Nafn mannsins sem lést

Mynd
Maðurinn sem lést er hann féll niður af þaki þriggja hæða byggingar í Þingholtunum aðfaranótt sunnudags hét Ríkharður Karlsson...

Hlutabréf í Vodafone lækka mikið

Mynd
Hlutabréf Vodafone hafa lækkað um 12,94% síðan markaðurinn opnaði fyrir klukkutíma síðan í morgun...

Styttist í hitaveitu á Höfn í Hornafirði

Mynd
Eftir langa og stranga jarðhitaleit hillir loks undir hitaveitu í Hornafirði. Fari allt að óskum verður komin hitaveita á Höfn og bæina allt í kring innan fárra ára. Í fyrrahaust var borað, á vegum Rarik, af miklum móð í landi Hoffells, en þar hefur fundist heitt vatn sem er nýtt þar á bænum. Þó verkefninu hafi ekki verið lokið þá lofa niðurstöðurnar nokkuð góðu....

Kólnandi veður

Mynd
Veðurhorfur á landinu Suðvestan og vestan 8-15 m/s undir morgun. Él um landið V-verrt. Dálítil slydda eða rigning A-lands, en léttir til þar eftir hádegi. Heldur hvassari seinnipartinn og bætir í éljagang V-til. Kólnandi veður, hiti víða um frostmark með morgninum og vægt frost inn til landsins....

Fullvinnslu aukaafurða í sjávarútvegi

Mynd
Mesti vöxtur í sjávarútvegi og tengdum greinum er í fullvinnslu aukaafurða og líftækni samkvæmt athugun Íslenska sjávarklasans. Á Íslandi eru nú yfir 30 fyrirtæki sem sérhæfa sig í líftækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. Samanlögð velta þessara fyrirtækja á árinu 2012 var um 22 milljarðar og jókst um 17% frá fyrra ári....

Ljósin tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli kl.16:00 í dag

Mynd
Jólastjörnurnar Sigríður Thorlacius og Ragnhildur Gísladóttir syngja jólin inn í hjörtu landsmanna ásamt einvala liði tónlistamanna þegar ljósin verða tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli í dag 1. desember kl.16:00...

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána

Mynd
Ríkisstjórnin kynnir í dag aðgerðaáætlun með það að markmiði að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu. Annars vegar er um að ræða lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsn æðislána og hins vegar skattaívilnun vegna séreignarlífeyrissparnaðar sem fellur til eftir að aðgerðin er komin til framkvæmda. Unnt verður að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls og býðst sú leið öllum þeim sem skulda húsnæðislán óháð lánsformi. Aðgerðirnar eru eftirfarandi: ...

Tímarammi aðgerðarinnar

Mynd
Gera má ráð fyrir því að verði tillagan samþykkt, sem og nauðsynlegar lagabreytingar, verði að öllu forfallalausu hægt að framkvæma niðurfærslur um mitt ár 2014...

Efnahagsleg áhrif

Mynd
Aðgerðirnar aflétta efnahagslegri óvissu er varða skuldamál heimilanna. Skuldir heimilanna eru nú 108% af vergri landsframleiðslu, sem er hátt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. Samhliða lækkun skulda mun aðgerðin auka ráðstöfunartekjur heimila og hvetja til sparnaðar með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðar....

Umfang aðgerðarinnar

Mynd
Heildarumfang aðgerðarinnar er metið á um 150 ma.kr. sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil. Þar af er umfang leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána um 80 ma.kr. og höfuðstólslækkun með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar um 70 ma.kr. Þess ber a ð geta að þetta mat er háð nokkurri óvissu....

Skattleysi séreignarl Lífeyrissparnaðar

Mynd
Þau heimili sem skulda húsn æðislán geta nýtt greiðslur sem ella rynnu inn í séreignarsjóði til þess að greiða inn á húsnæðislán sín. Ríkissjóður gefur eftir tekjuskatt af allt að 4% iðgjaldi launþega og allt að 2% mótframlagi vinnuveitenda í séreignarlífeyrissparnað gegn því að þeim fjármunum sé varið til inngreiðslna á h öfuðstól húsnæðislána....

Leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána

Mynd
Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Þetta samsvarar um 13% leiðréttingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Hámarksfjárhæð niðurfærslu á heimili verður 4 m.kr. Um 90% heimila sem rétt eiga til leiðréttingar verða ekki fyrir skerðingu vegna hámarksins, þ.e. lán sem stóðu í allt að 30 m.kr. í lok árs 2010...

Aðgerðaáætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána afgreidd í ríkisstjórninni

Mynd
Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána skilaði ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna niðurstöðum sínum á fundi klukkan níu í morgun. Að því búnu kynnti forsætisráðherra tillögurnar í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin samþykkti að halda áfram vinnu við undirbúning að framkvæmd tillagnanna, m.a. smíði lagafrumvarpa á grundvelli þeirra....

Stóri dagurinn rennur upp: 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingu, heildaraðgerð upp á 150 milljarða

Mynd
Skýrsla og tillögur sérfræðingahóps um aðgerðir í þágu skuldugra heimila var afhent ráðherranefnd um skuldamál heimilanna í morgun. Í kjölfarið verður skýrslan rædd í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna, en hún verður formlega kynnt almenningi á blaðamannafundi í Hörpu á morgun....

Borgin skoðar háhraðalest

Mynd
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að taka þátt í áframhaldandi könnun á tækifærum tengdum lestartengingum á milli borgarinnar og Keflavíkurflugvallar og mun leggja 2,3 milljónir króna í verkefnið. Þetta kemur fram í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dagsettu 26. nóvember síðastliðinn en það var lagt fram á fundi borgarráðs í gær....

Nánast öll útgerð á Vestfjörðum hefði orðið gjaldþrota

Mynd
Nær öll útgerð í Norðvesturkjördæmi hefði lagst af að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegsráðherra, ef álagning veiðigjalda hefði verið með þeim hætti sem upphaflega var áætlað. Þetta sagði hann í viðtali við Helga Seljan í Kastljósi RÚV...

Brotist inn í nýbyggingu við Laugaveg í Reykjavík

Mynd
Aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember var brotist inn í nýbyggingu við Laugaveg í Reykjavík og stolið þaðan miklu af dýrum verkfærum. Verkfærin eru flest af gerðinni DeWalt, auðkennd af verktakanum með fjólubláum spreyúða. M.a. var stolið lausum rafhlöðum, hleðsluborvélum, stingsögum, slípirokkum, lacerlínu mælitæki, gasbyssu og sleðasögum. Tjónið er metið í milljónum. ...

Nærri 130 milljarða lækkun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins

Mynd
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa náð samkomulagi um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna sem fela það í sér að skuldir þeirra gætu lækkað í kringum 130 milljarða króna....

Borgarstjórn samþykkti nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar til ársins 2030

Mynd
Aðalskipulagið er endurskoðun á eldra aðalskipulagi fyrir árin 2001 til 2024. Tillagan var kynnt í samræmi við 30-31. gr skipulagslaga. Aðalskipulagstillagan var kynnt á tímabilinu 9. ágúst til 20. september 2013 en þá rann út frestur til að gera athugasemdir. Tillagan var kynnt samhliða breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024....

Erlent lán bæjarins lækkar um 90%

Mynd
Landsbankinn hefur tilkynnt Ísafjarðarbæ um endurútreikning á gengistryggðu láni sveitarfélagsins, en við leiðréttinguna lækkar skuld bæjarins verulega, eða úr tæplega 35,3 milljónum króna í rúmlega 3,5 milljónir...

Vara við skrýtnum SMS sendingum

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á facebooksíðu sinni að nokkuð hafi borið á að fólk hafi fengið dularfull SMS með skilaboðunum „call me back pls“. Lögreglan hvetur fólk eindregið til að hringja ekki í númerið eða senda SMS til baka....

Viðvörun frá Veðurstofu Íslands

Mynd
Viðvörun frá Veðurstofu Íslands: Búist er við stormi eða roki (20-25 m/s) víða um land á morgun með éljahryðjum og lélegu skyggni. ...

Líftæknifyrirtækið Kerecis á Ísafirði með markaðsleyfi og einkaleyfi í Bandaríkjunum

Mynd
Líftæknifyrirtækið Kerecis á Ísafirði er komið með bæði markaðsleyfi og einkaleyfi í Bandaríkjunum á þorskroði sem notað er til að græða þrálát sár...

Landsbankinn með nýja kynslóð útibúa í Vesturbæjarútibúi sínu við Hagatorg í Reykjavík

Mynd
Útibúið er fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Í því verða í notkun nýstárlegir hraðbankar þar sem hægt er að sinna öllum almennum bankaviðskiptum, engar gjaldkerastúkur verða í útibúinu...

Munum uppfylla öll þau fyrirheit sem við höfum gefið

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins var rétt í þessu að ljúka ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar flokksins á Selfossi. Sigmundur Davíð fagnaði því mjög hve þingflokkur Framsóknarmanna hafi staðið sig vel, það væri ekki sjálfgefið þegar svo stór hluti þingflokks væri nýtt fólk og allir reyndari þingmenn störfum hlaðnir sem formenn nefnda og ráðherrar...

Spegilsléttur sjór og mikil veiði

Mynd
12 bátar eru nú við veiðar í Kolgrafafirði innan brúar, en síldveiðar þar voru gefnar frjálsar til 26. nóvember í þeirri von að koma í veg fyrir síldardauða á borð við þann sem varð þar síðast þegar síld gekk inn í fjörðinn....

Frjálsar síldveiðar innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi

Mynd
Í ljósi þess að síld er gengin inn í Kolgrafafjörð hefur Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-, landbúnaðar og umhverfisráðherra ákveðið að gefa síldveiðar frjálsar innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi....

Sveitarfélagsins Skagafjarðar hækka ekki gjöld sem snúa aðallega að börnum, barnafólki og eldri borgurum

Mynd
Í ljósi viðsnúnings og jákvæðrar þróunar í rekstri sveitarfélagsins hefur meirihluti framsóknar og vinstri grænna í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákveðið að leggja til að ekki verði farið í gjaldskrárhækkanir fyrir árið 2014 er snúa aðallega að börnum, barnafólki og eldri borgurum. ...

Bjarni Ben ræður sér annan aðstoðarmann

Mynd
Benedikt Gíslason hefur verið ráðinnn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Benedikt starfaði sem framkvæmdastjóri bankasviðs MP banka....

Landsbankinn býður hlutafé Ístaks til sölu

Mynd
Landsbankinn hf. Býður nú til sölu allt hlutafé sitt í verktakafyrirtækinu Ístaki hf. og annast Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans um söluferlið...

Óskar Bergsson borgarstjóraefni framsóknarmanna

Mynd
Kjördæmaþing framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar um skipan í efstu sjö sæti framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík gengur til kosninga undir kjörorðunum Reykjavík fyrir alla....

Hrútaskráin fyrir árið 2013 til 2014

Mynd
Hrútaskráin fyrir árið 2013 til 2014 hefur nú verið birt á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Í skránni eru upplýsingar um 47 hrúta, þrjátíu hyrnda, þrettán kollótta, einn feldfjárhrút, einn ferhyrndan hrút og tvo forystuhrúta...

Tekur ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Mynd
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að taka sæti á lista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún hafnaði í fjórða sæti í prófkjörinu en stefndi á oddvitasætið....

Fækkun innbrota

Mynd
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2013 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina það sem af er ári og á síðustu 13 mánuðum auk þess sem sjónum er beint að þróuninni á svæðum embættisins....

Uppfærsla

Mynd
Við erum að uppfæra gagnagrunn og áætlum að vefur verður klár eftir hádegi...

Varað við vatnavöxtum næstu daga

Mynd
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á slæmu veðri og mikilli úrkomu á Suður- og Vesturlandi næstu daga. Þessu geta fylgt vatnavextir í Ölfusá, Hvítá, ám undir Eyjafjöllum og fleiri ám. ...

Margir ökumenn spenna ekki beltin

Mynd
Í október fylgdist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega með því hvort ökumenn í umdæminu spenntu beltin, gæfu stefnuljós og notuðu handfrjálsan búnað þegar þeir töluðu í síma í akstri...

Sala á jólabjór hefst í vínbúðum ÁTVR í dag

Mynd
Jólastemningin hefst í Vínbúðunum í dag, föstudag, þegar sala hefst á jólabjór. Þá verða í það minnsta 27 tegundir af jólabjór teknar til viðskipta en að venju er mikil eftirvænting á meðal bjóráhugamanna fyrir þessari hefð....

Von á fljúgandi hálku um miðjan dag

Mynd
Hlýtt loft af suðlægum uppruna fer hratt yfir landið í dag. Þar sem snjór og klaki er fyrir á vegum má reikna með fljúgandi hálku þegar hlánar með rigningu samfara sunnan hvassvirði eða stormi um og eftir miðjan daginn...

Ísland tekur sæti í þróunarnefnd Alþjóðabanka og AGS á næsta ári

Mynd
Samráðsfundur ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum, ásamt forseta bankans, Dr. Jim Kim, fór fram í dag við Bláa Lónið og sat Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundinn fyrir hönd Íslands...

Ögætilegur akstur stefnir verkamönnum í hættu

Mynd
Vegna vegaframkvæmda og ógætilegs aksturs ökumanna um merkt vinnusvæði á Kjalarnesi við Móa í síðustu viku, voru fastar hraðamyndavélar á svæðinu virkjaðar og mynda nú þá ökumenn er aka hraðar en leyfilegur hámarkshraði segir til um meðan framkvæmdir standa yfir...

Helgi kominn í leitirnar

Mynd
Helgi Halldórsson, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í vikunni, er kominn í leitirnar. Lögreglan þakkar veitta aðstoð....

Vetrarfærð í öllum landshlutum

Mynd
Vetrarfærð er í öllum landshlutum með hálku, snjóþekju, éljagangi og skafrenningi. Hálka er á Reykjanesbraut og snjóþekja á Grindavíkurvegi og á Suðurstrandavegi...

12,3 milljónum veitt til neyðaraðstoðar

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um 12.3 milljónum króna til neyðaraðstoðar á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins Haiyan...

Ríkið styrkir góðgerðarsamtök um 8 milljónir fyrir jólin

Mynd
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita samtals 8 milljóna króna styrk í tilefni jóla til tíu góðgerðasamtaka sem starfa hér á landi...

Hollustumerkið Skráargatið tekið upp

Mynd
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði í dag, þriðjudag, reglugerð um hollustumerkið Skráargatið. Hafa Neytendasamtökin barist fyrir því að merkið verði tekið upp hér á landi að norrænni fyrirmynd...

Ræður alþingismann sem aðstoðarmann

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur í dag ráðið Ásmund Einar Daðason, alþingismann og formann hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, sem aðstoðarmann sinn...

Ásmund Einar Daðason aðstoðarmaður forsætisráðherra

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur í dag ráðið Ásmund Einar Daðason, alþingismann og formann hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, sem aðstoðarmann sinn....

Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið út smáforrit fyrir iPhone síma

Mynd
IPhone notendur geta nú nálgast upplýsingar um flokkinn, nýjustu fréttir, næstu viðburði og upplýsingar um frambjóðendur í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík...

Þungfært víða um land

Mynd
Autt er að mestu á Suður- og Suðausturlandi en þó eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Í öðrum landshlutum er vetrarfærð með hálku eða snjóþekju og sumstaðar éljagang eða jafnvel skafrenning...

Lögregla lýsir eftir Helga

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Helga Halldórssyni, 22 ára. Hann er um 188sm á hæð. ...

Neyðarsöfnun fyrir börn á Filippseyjum

Mynd
Meira en fjórar milljónir barna á Filippseyjum eiga nú um sárt að binda eftir einn stærsta fellibyl sem gengið hefur á land í heiminum. Börn hafa látist, særst, orðið viðskila við foreldra sína og þurfa tafarlausa hjálp. UNICEF á Íslandi hefur í dag neyðarsöfnun fyrir...

Ekki mikið um útköll í óveðrinu

Mynd
Ekki var mikið um útköll á meðan óveðrið gekk yfir aðra hluta landsins. Björgunarsveitin Tindur á Ólafsfirði var þó kölluð út í gærkvöldi þegar þak losnaði á verkstæði og á Húsavík tryggði björgunarsveitin bát...

Ökumenn virða ekki hraðatakmarkanir

Mynd
Vegaframkvæmdir hófust í síðustu viku á Vesturlandsvegi á um kílómetra kafla gegnt Móum á Kjalarnesi. Þær munu standa yfir næstu tvær vikur...

Tekur sæti í undirbúningsnefnd alheimsráðstefnu þingforseta

Mynd
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur verið tilnefndur af Abdelwahad Radi, forseta Alþjóðaþingmannasambandsins, til að taka sæti í undirbúningsnefnd fyrir fjórðu alheimsráðstefnu forseta þjóðþinga sem haldin verður í New York haustið 2015...

Björgunarsveitir til aðstoðar vélvana báti

Mynd
Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarfirði og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út til aðstoðar vélarvana báti í minni Borgarfjarðar um hádegisbil. Einn maður er um borð...

Spá margföldun í útgjöldum til heilbrigðisþjónustu

Mynd
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flutti ávarp á Fræðadögum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Hann gerði að umtalsefni stöðuga og mikla aukningu útgjalda til heilbrigðismála á Vesturlöndum...

Mikið um ölvunarakstur

Mynd
Talsverður erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þrír ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur...

Endurskoðar áform um fækkun sjúkrabíla

Mynd
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að endurskoða áform um fækkun sjúkrabíla á landsbyggðinni sem taka átti gildi í byrjun næsta árs samkvæmt samningi við Rauða kross Íslands...

Sóknarfundur með sjávarútvegsráðherra

Mynd
Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið í félagi við Íslenska sjávarklasann voru með morgunfund í dag um hin ótal mörg tækifæri sem íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir. ...

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Mynd
Listi yfir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík...

Ef einhver nennir að hlusta

Mynd
Karlakórinn Ernir verður með opna æfingu í Ísafjarðarkirkju á fimmtudagskvöld, en það verður síðasta æfing kórsins áður en haldið verður af stað til Reykjavíkur þar sem haldnir verða tónleikar yfir helgina....

Gistinóttum á hótelum fjölgaði mest fyrir vestan

Mynd
Gistinætur á hótelum í september voru 166.900 sem er 5% aukning miðað við september 2012. Gistinætur erlendra gesta voru 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum...

Minni ójöfnuður á Íslandi en víðast hvar í Evrópu

Mynd
Árið 2012 var hlutfall landsmanna sem var undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun lægra á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Á Íslandi var hlutfallið 12,7% en 25% meðal íbúa Evrópusambandsins....

Hugmyndasmiðja opnuð á Kjarvalsstöðum

Mynd
Ný Hugmyndasmiðja fyrir börn á öllum aldri verður opnuð á Kjarvalsstöðum, fimmtudaginn 7. nóvember. Markmiðið með henni er að bæta aðgengi og áhuga hjá yngri gestum safnsins...

Undirskriftasöfnum gegn áformum ríkisstjórnar um fæðingarorlof

Mynd
Kominn er upp undirskriftarlisti á netinu þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að standa við breytingu á IV. kafla 8. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof sem kveður á um að foreldrar eigi fimm mánaða jafnan rétt til fæðingarorlofs og tvo mánuði sameiginlega...

Bjöllur, klukkur og flautur óma

Mynd
Dagurinn 8. nóvember næstkomandi er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Er þetta í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur og er markmiðið með því að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er...

Efna til íbúafundar á Flateyri

Mynd
Sjávarútvegsfyrirtækin Arctic Oddi ehf. og Dýrfiskur hf. efna til fundar kl. 20:30 á fimmtudagskvöld í sal Arctic Odda um úthlutun Byggðastofnunar á viðbótaraflamark til byggðarlaga í bráðum og alvarlegum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi....

Fæðubótarefni veldu bráðalifrarbólgu og dauða

Mynd
Matvæla-og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur sent út viðvörun vegna hættu á bráðalifrabólgu eftir neyslu á fæðubótarefninu Oxy Elite Pro. Vitað er um fjölda sjúkdómstilfella í Bandaríkjunum sem talin eru tengjast vörunni...

Vetrarfærð með hálku í flestum landshlutum

Mynd
Vetrarfærð er í flestum landshlutum með nokkurri hálku eða hálkublettum. Hálka er á Mosfellsheiði en hálkublettir á Lyngdalsheiði og víðar í uppsveitum á Suðurlandi...

Stormur í aðsigi syðst á landinu

Mynd
Veðurstofa Íslands hefur gefið frá sér stormviðvörun en búist er við stormi yfir 20 metrum á sekúndu syðst á landinu síðdegis í dag, mánudag og á morgun...

Fernanda dregin frá landi

Mynd
Mikinn reyk leggur af flutningaskipinu Fernöndu og hafa íbúar Hafnarfjarðar, sér í lagi íbúar Hvaleyrarinnar, þurft að loka hýbýlum sínum vel.Illa hefur gengið að ráða niðurlögum elds og var því brugðið á það ráð að draga skipið frá landi...

Lögreglan í Twitter maraþoni

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í alþjóðlegu tíst-maraþoni í kvöld og nótt, en hún mun tísta frá kl. 18 í dag og til kl. 6 í fyrramálið. Þetta er í annað sinn sem lögreglan er með í tísti af þessu tagi...

5,3 prósent barna búa á heimilum sem þurfa fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Mynd
Í fyrra fengu 7.736 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 21, eða 0,3% frá árinu áður. Það er viðsnúningur frá fyrri árum. Frá árinu 2007 til ársins 2011 fjölgaði heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð að jafnaði um 860 á ári ...

Leitar ökumanns sem ók á gangandi vegfaranda

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók litlum fólksbíl á konu á fimmtugsaldri á gangbraut við Borgarholtsbraut í Kópavogi, rétt vestan við hringtorgið við Hamraborg 6a, um klukkan 7.45-7.50 á miðvikudagsmorgun...

Ísland í efsta sæti á sviði kynjajafnréttis

Mynd
Út er komin skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2011-2013. Mun Eygló Harðardóttir ráðherra fylgja henni úr hlaði á Jafnréttisþingi 2013 sem haldið verður á morgun 1. nóvember...

Græneðla fannst í Hafnarfirði

Mynd
Lögreglumenn geta átt von á ýmsu í starfi sínu eins og glögglega kom í ljós við húsleit í Hafnarfirði. Á síðu lögreglunnar segir frá að þar hafi fundinst eðla...

Sigmundur Davíð selur Neyðarkall Landsbjargar

Mynd
Neyðarkall björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður seldur um land allt nú um helgina 31.október-2. nóvember. Forsætisráðherra Íslands, Sigumundur Davíð Gunnlaugsson, mun í dag leggja átakinu lið og hefja formlega söluna á Neyðarkalli björgunarsveita 2013...

Veður gengur niður norðanlands

Götur á Akureyri eru almennt færar þótt mikið hafi snjóað þar í nótt en lögreglan bendir ökumönnum á þeir sem eru ekki á bílum fullbúnum til vetraraksturs að geyma þá heima....

Langtímaatvinnulausum fækkar

Mynd
Á þriðja ársfjórðungi 2013 voru að jafnaði 188.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði og fjölgaði um 3,7 prósent frá sama tíma ári áður eða um 6.700 manns. Jafngildir þetta 82,7 prósent atvinnuþátttöku...

Utanríkisráðherrar Norðurlanda ræða samstarf

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Osló. Á fundinum ræddu ráðherrarnir samstarf ríkjanna á sviði utanríkismála og þau málefni sem eru efst á baugi í alþjóðasamstarfi...

Framsókn með minnsta fylgi fjórflokksins

Mynd
Fylgi Framsóknarflokks dalar áfram en Vinstri grænir bæta við sig fylgi samkvæmt nýjustu könnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist með mesta fylgið, 28,6 prósent og hækkar úr 26,5 prósentum frá síðustu könnun...

Jón Gnarr hættir í stjórnmálum

Mynd
Jón Gnarr hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig aftur fram sem borgarstjóri Reykjavíkur og hætta afskiptum sínum af stjórnmálum. Það tilkynnti hann í sérstökum Tvíhöfðaþætti hans og Sigurjóns Kjartanssonar...

Hríðarveður, stormur og slæmt skyggni

Mynd
Vetrarfærð er í velflestum landshlutum. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku verður blint með ofankomu þar til seint í kvöld. Þá fer veður einnig versnandi með morgninum á fjallvegum austanlands...

Færri fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta

Mynd
Í septembermánuði voru nýskráð 124 einkahlutafélög, til samanburðar við 138 í september 2012. Nýskráningar voru flestar í fasteignaviðskiptum...

Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar dýrkeyptur?

Mynd
Meðalfjölskylda í Reykjavík mun á næsta ári greiða rúmlega 440 þúsund krónum meira í skatta og gjöld til Reykjavíkurborgar en hún gerði í upphafi yfirstandandi kjörtímabils. Þetta segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum, en fyrri umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fór fram í dag....

Skólaakstur fellur niður fyrir Víkurskóla í Vík í Mýrdal í dag

Mynd
Skólaakstur fellur niður fyrir Víkurskóla í Vík í Mýrdal í dag vegna veðurs. Rafmagn er komið á í þorpinu en ekki í Mýrdalnum....

Forsætisráðherra sat í dag þing Norðurlandaráðs

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat í dag þing Norðurlandaráðs og tók þátt í umræðu um ungt fólk og samkeppnishæfni á Norðurlöndunum....

Fluttir á bráðadeild vegna eiturefnamengunar

Mynd
Fimm starfsmenn Keflavíkurflugvallar hafa verið fluttir á bráðadeild Landspítala. Talin er hætta á að þeir hafi orðið fyrir eiturefnamengun frá efni sem fannst í farangri ferðamanns, en eru ekki taldir í lífshættu...

Borgarstjóri hlýtur viðurkenningu fyrir störf í þágu mannréttinda

Mynd
Jón Gnarr borgarstjóri hefur hlotið Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar fyrir mikilvæg störf í þágu mannréttinda og mannúðar á Íslandi. Er þetta í níunda sinn sem þessi viðurkenning er afhent...

Samkeppni um endurnýjun Vogabyggðar í Reykjavík

Mynd
Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar og nánasta umhverfis en reiturinn afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og aðrein að Sæbraut....

Viðhorf Íslendinga til lagningu nýs Álftanesvegar

Mynd
MMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ. Fleiri voru andvígir lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum gálgahraun en hlynntir. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,4% vera andvíg lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ, 32,6% voru sögðust vera hvorki hlynnt né andvíg og 25,1% sögðust vera hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ....

WOW með fyrsta flugrekstrarleyfið í 30 ár

Mynd
Í dag tók WOW air formlega við flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu en um 30 ár eru liðin síðan flugrekstrarleyfi var veitt síðast til handa félagi sem stundar áætlunarflug til og frá Íslandi. Ekki er nema tæplega eitt og hálft ár síðan WOW fór sitt fyrsta flug, en á þeim tíma hefur það stækkað mikið og gert er ráð fyrir að farþegar í ár verði um 450 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu....

Leggur áherslu á norðurslóðasamstarf

Mynd
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í utanríkisráðherrafundi Barentsráðsins sem fram fór í Tromsø í Noregi. Í ræðu sinni á fundinum lagði ráðherra áherslu á mikilvægi svæðisbundins norðurslóðasamstarfs ...

Mikill verðmunur á dekkjaskiptingu

Mynd
Allt að 81 prósent verðmunur er á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu vetrardekkja samkvæmt verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var hjá 29 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið...

Víða vetrarfærð einkum á fjallvegum

Mynd
Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Suðausturlandi en í öðrum landshlutum er víða vetrarfærð, einkum á fjallvegum....

Gaf Norðmönnum þjóðargjöf

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti nú síðdegis Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni af því að árið 2005 voru 100 ár liðin frá endurreisn norska konungdæmisins...

Vindhviður upp í 35 m/s suðaustanlands

Mynd
Nú hvessir austanlands af norðri og frá því um og upp úr hádegi má gera ráð fyrir vindhviðum allt að 30-35 m/s suðaustanlands, einkum frá Hornafirði austur í Berufjörð. ...

Skemmdir unnar á vegavinnutækjum í Gálgahrauni

Mynd
Vegavinnumenn sem starfa við lagningu nýs vegar út á Álftanes í Garðabæ höfðu samband við lögreglu rétt fyrir klukkan átta í morgun vegna skemmdarverka sem unnin hafa verið á tækum sem notuð eru til verksins. ...

Tónleikar í Hallgrímskirkju á Iceland Airwaves

Mynd
Meðal nýjunga á Iceland Airwaves hátíðinni í ár eru fyrstu tónleikar hátíðarinnar í Hallgrímskirkju, í boði Bedroom Community útgáfunnar, en hópur tónlistarmanna mun koma þar fram á 'off-venue'...

Fyrstu sumargotssíldinni landað

Mynd
Fjölveiðiskipið Ingunn er nú að landa síld á Vopnafirði, en það er fyrsta sumargotssíldin sem berst þangað á þessari vertíð. Ingunn fékk þúsund tonna kast og gaf öðru skipi nokkur hundruð tonn úr nótinni....

Skytturnar fundnar, aðrar komnar í vandræði

Mynd
Björgunarsveitir fundu nú fyrir skömmu rjúpnaskytturnar tvær sem leitað var á Höfuðreirarmúla. Hefur björgunarsveitum borist önnur beiðni um aðstoð frá skyttum....

Varaforsætisráðherra Kína heimsækir Ísland

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun á morgun, laugardag, eiga fund með Ma Kai varaforsætisráðherra Kína, sem hingað kemur til lands í boði forsætisráðherra...

Sigruðu í hugmyndasamkeppni um Öskjuhlíð

Mynd
Landslag ehf., hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar sem afhent voru í gær. Umhverfis– og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, efndi til hugmyndasamkeppninnar en tilgangurinn var að fá hugmyndir að framtíðarþróun Öskjuhlíðarsvæðisins sem stuðlar að fjölbreyttri notkun þess...

Tveggja rjúpnaskytta leitað

Mynd
Björgunarsveitir frá Húsavík, Reykjadal og Aðaldal hafa verið kallaðar út til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem eru villtar á Höfuðreiðarmúla norður af Þeistareykjum. ...

Ungmenni fræðast um fátækt á Íslandi

Mynd
500 ungmenni mæta í Reykjanesbæ í dag á Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar ásamt á annað hundrað leiðtoga og sjálfboðaliða. Munu unglingarnir fræðast um fátækt og baráttuna gegn henni...

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag

Mynd
Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag, föstudag, og munu þúsundir rjúpnaskytta væntanlega halda til fjalla á næstu dögum og vikum í leit að jólabráðinni...

Sjávarútvegsráðherra segir óvissunni aflétt

Mynd
Óvissunni um íslenskan sjávarúveg er lokið," þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs og nýsköpunarráðherra á aðalfundi LÍÚ í dag....

Von á norðurljósum næstu kvöld

Mynd
Von er á miklum norðurljósasýningum á næstunni vegna þriggja kórónugosa síðustu daga, en þau hafa sent straum efniseinda í átt til jarðar. ...

Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði ófærar, hálka víða á vegum

Mynd
Éljagangur og hálkublettir eru á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum og Mosfellsheiði. Snjóþekja, hálka og hálkublettir eru á köflum bæði á Suður- og Vesturlandi...

Forsætisráðherra tekur þátt í atvinnumálaráðstefnu á Austurlandi

Mynd
Atvinnumálaráðstefna verður haldin á Austurlandi undir yfirskriftinni Auðlindin Austurland í byrjun nóvember af Austurbrú. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra mun setja ráðstefnuna en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun einnig flytja erindi um tækifæri á Norðurslóðum...

Almenningur treystir lögreglunni helst

Mynd
Lögreglan nýtur mesta trausts almennings af helstu stofnunum samfélagsins á meðan fæstir treysta bankakerfinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á trausti til helstu stofnana...

Nýi línuhraðallinn kominn í hús Landspítala

Mynd
Nýr línuhraðall á geislameðferðardeild Landspítala var hífður í hús fyrir hádegi 21.október 2013 ásamt fylgihlutum. Þess er vænst að línuhraðallinn verði kominn í notkun um miðjan desember...

Flúði af vettvangi

Mynd
Lögreglu var tilkynnt um að tvær fólksbifreiðar hefðu skollið saman á gatnamótum Snorrabrautar og Flókagötu á miðnætti. Annarri bifreiðinni var ekið rakleitt af vettvangi...

Vörukarfa ASÍ hækkar mest í Iceland á milli ára

Mynd
Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum frá því í september 2012 þar til nú í byrjun október, nema hjá Nettó þar sem vörukarfan stendur nánast í stað milli mælinga. Mesta hækkunin á þessu tímabili er hjá Iceland eða um 16 prósent...

Breyta regluverki vegna myglusvepps

Mynd
Myglusveppatjón getur sett líf fólks í óvissu og það getur tekið langan tíma fyrir það að ná fullum styrk og sambærilegum lífsgæðum aftur...

Búist við stormi í kvöld og nótt

Mynd
Veðurstofa Íslands hefur gefið frá sér viðvörun þar sem búist er við stormi vestan til á landinu í kvöld og nótt. Reiknað er með vaxandi éljagangi eða snjókomu á fjallvegum vestan til á Norðurlandi og á Vestfjörðum...

Samfylking með meira fylgi en Framsókn

Mynd
Stuðningur við ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks dalar samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist nú með næst mesta fylgið....

Launavísitalan hækkað um 5,9 prósent á árinu

Mynd
Launavísitala í september 2013 hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði og er nú 462 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,9 prósent...

Íslensk stuttmynd hlýtur fjölda verðlauna

Mynd
Stuttmyndin Hvalfjörður hefur verið valin besta stuttmyndin á þremur virtum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á undanförnum dögum. Hefur hún unnið til fjölda annarra verðlauna og hlaut hún meðal annars sérstök dómnefndarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu...

Lýst eftir Jian Wang

Mynd
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jian Wang, 50 ára konu er fór frá heimili sínu í Laugardalnum síðdegis í gær. Þá ætlaði hún í stuttan göngutúr....

Ísland mætir Króatíu

Mynd
Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla mun mæta Króötum í umspili um sæti á HM í Brasilíu. Var dregið um leikina um hádegisbil í dag, mánudag....

40 prósent landsmanna hafa íhugað brottflutning

Mynd
40 prósent landsmanna hafa íhugað að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum samkvæmt nýrri könnun MMR. Er það sama hlutfall og í nóvember 2011...

Vélvana út af Önundarfirði

Mynd
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gunnar Friðriksson á Ísafirði, var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í nótt vegna vélarvana skips út af Önundarfirði...

Auglýst er eftir framboðum á framboðslista Framsóknar í Reykjavík.

Mynd
Ákveðið hefur verið að viðhafa uppstillingu til vals á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014....

Landspítala afhent brjóstholssjá að gjöf

Mynd
Pokasjóður verslunarinnar afhenti í dag brjóstholssjá fyrir skurðstofur Landspítalans við Hringbraut. Er hún fyrsta gjöfin til sjúkrastofnunar í samræmi við breyttar áherslur sjóðsins...

Ný hjúkrunarheimili risin í níu sveitarfélögum

Mynd
Frá árinu 2010 hafa risið nýbyggingar með samtals 340 hjúkrunarrýmum í níu sveitarfélögum. Framkvæmdir standa yfir við byggingu 160 hjúkrunarrýma til viðbótar í fimm sveitarfélögum sem flest verða tekin í notkun á næsta ári...

Vísitala íbúðarverðs hækkar

Mynd
Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9 prósent í september frá fyrri mánuði og mældist 370,1. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,4 prósent...

Íslenska ríkið sýknað af Hæstarétti

Mynd
Hæsti réttur sýknaði íslenska ríkið í gær af kröfu norsks Vítisengils um miskabætur vegna frávísunar frá Íslandi. Niðurstaða Hæstaréttar er sú að ákvörðunin hefði átt sér næga lagastoð...

Grunaður um sölu fíkniefna á skólaballi

Mynd
Lögreglan hafði afskipti af 16 ára einstaklingi fyrir utan veitingastað í borginni þar sem framhaldsskóli hélt ball í gærkvöld. Var hann með fíkniefni í sölueiningum í fórum sínum...

Menntaskólanemum boðin kennsla í grunnnámi björgunarsveitafólks

Mynd
Menntaskóli Borgarfjarðar mun bjóða nemendum sínum upp á kennslu í Björgunarmanni 1, sem er grunnnám björgunarsveitarfólks, næstu tvö árin...

Tekur þátt í alþjóðlegu listaverkefni

Mynd
Ungri óperusöngkonu af Austurlandi, Erlu Dóru Vogler, hefur verið boðið af Jersey Arts Trust að taka þátt í listaverkefni í Jersey. Verkefnið byggir á samstarfi 12 - 15 listamanna á ýmsum sviðum, bæði heimamanna og alþjóðlegra listamanna...

Landsmönnum fjölgar

Mynd
Í lok þriðja ársfjórðungs 2013 bjuggu 325.010 manns á Íslandi, 163.000 karlar og 162.010 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.200 á ársfjórðungnum og erlendir ríkisborgarar búsettir á landinu voru 22.760 talsins...

Hálka á vegum

Mynd
Hálkublettir er á nokkrum fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum en hálka er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi er hálka í Hrútafirði, á Öxnadalsheiði og á Möðrudalsöræfum...

Fiskiafli íslenskra skipa meiri

Mynd
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði var 31,1 prósent meiri en í september 2012, metinn á föstu verði. Það sem af er árinu veiddist 3,2 prósent meiri afli en á sama tímabili árið 2012...

Atvinnuleysi mælist 2,8% á landsbyggðinni en 3,8% á landsvísu

Mynd
Skráð atvinnuleysi í september var 3,8% á landsvísu samkvæmt skrám Vinnumálastofnunar en mældist þá 2,8% á landsbyggðinni. Hratt dregur úr atvinnuleysi á Suðurnesjum sem mældist 5,4% í september síðastliðnum á móti 7,8% á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi er töluvert meira meðal kvenna (4,4%) en karla (3,2%). Aftur á móti dregur saman með kynjunum því sé litið til fyrri mánuðar helst hlutfall atvinnulausra karla óbreytt en mældist 4,8% hjá konum í ágúst....

Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

Mynd
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynnti fyrir stundu nýja þjóðhagsspá á Fjármálaþingi Íslandsbanka sem nú stendur yfir....

Vinavika á Vopnafirði

Mynd
Í Vinavikunni er fjölbreytt dagskrá og viðburðir. Í gær var skrifað undir Vinasamning, sem er fyrsti samningur sinnar tegundar á Íslandi, en þar segir m.a. að á gildistíma samningsins bætir Vopnafjarðarhreppur forskeytinu “Vinur” fyrir framan nafn sveitarfélagsins: Vina-Vopnafjörður....

Tæknimenntaðir flykkjast til Noregs

Mynd
Í dag eru 248 íslenskir tæknifræðingar og verkfræðingar búsettir í Noregi. – Tæknifræðingarnir eru 150, verkfræðingarnir 98. Á fjórum árum hefur íslenskum tæknifræðingum búsettum í Noregi fjölgað um 275%, hjá verkfræðingum er þessi tala 308%....

Bæjarstjórn Norðurþings stendur fyrir íbúafundum í sveitarfélaginu í október.

Mynd
Íbúar eru hvattir til að mæta og koma sjónarmiðum og hugmyndum sínum á framfæri sem stuðla geti að betra samfélagi fyrir okkur öll....

Hertar reglur um flokkun á pappír

Mynd
Sex sorptunnur voru ekki tæmdar í miðborg Reykjavíkur á föstudaginn eftir að hertar reglur um flokkun á pappír tóku gildi. Í tunnunum var pappír og verða þær ekki tæmdar nema íbúar taki sig á við flokkun....

10% fylgjandi því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar

Mynd
MMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lóðaúthlutunar til trúfélaga. Flestir voru andvígir því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum....

Íbúar vilja Björgun úr hverfinu

Mynd
Stjórn Bryggjuráðs, íbúasamtaka Bryggjuhverfisins við Grafarvog mun í dag afhenda Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista íbúa hverfisins, þar sem borgaryfirvöld og fyrirtækið Björgun eru hvött til að semja sem fyrst um flutning fyrirtækisins úr Bryggjuhverfinu. Tveir þriðju íbúa sem náð hafa kosningaaldri hafa skrifað undir áskorunina....

Sigmundur Davíð vill sjá B-lista sem víðast

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hvatti flokksfólk í ræðu á kjördæmisþingi flokksins í Norðausturkjördæmi til að bjóða fram B-lista sem víðast í komandi sveitarstjórnarkosningum....

Hafnar alfarið áformum um sameiningu

Mynd
Sveitarstjórn Skagafjarðar hafnar alfarið áformum velferðarráðuneytis um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi og vill taka yfir rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki....

Framkvæmdastjóri AGS varar við annarri kreppu

Mynd
Framkvæmdastjórar AGS og Alþjóðabankans segja bandaríska þingmenn verða að ná saman um að hækka skuldaþak ríkisins....

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í kvöld

Mynd
Íslendingar mæta Frökkum í kvöld, mánudaginn 14. október, í undankeppni EM og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 18:30....

Útgáfusagan á 70 ára afmæli Odda

Mynd
Í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá því prentsmiðjan Oddi var stofnuð kemur út afmælisrit með útgáfusögu fyrirtækisins. ...

Spenna fyrir landsleik í kvöld

Mynd
„Við ætlum að vera með svaka upphitun og viljum að fólk fjölmenni á Ölver í bláum litum," segir athafnamaðurinn Friðgeir Bergsteinsson en Tólfan hitar upp fyrir landsleik kvöldsins. ...

Bjarki Karlsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi alda.

Mynd
Bjarki Karlsson hlaut í Höfða í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi alda. Elsa Hrafnhildur Yeoman forseti borgarstjórnar veitti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum og árituðu viðurkenningarskjali frá borgarstjóra. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Uppheima....

Búist er við stormi á N-verðu Snæfellsnesi þangað til seint á laugardag.

Mynd
Sunnan og suðaustan 10-18 m/s S- og V-lands og súld með köflum, en 18-23 á N-verðu Snæfellsnesi....

Heilbrigðisráðherra ávarpaði aðalfund Læknafélags Íslands

Mynd
Það hefur verið stormasamt í kringum heilbrigðismálin að undanförnu og stóru orðin ekki spöruð sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands í dag...

Framfaraskref fyrir vestfirska æsku

Mynd
Umsvif Íþróttaskóla Héraðssambands Vestfirðinga hafa verið stóraukin í vetur. Skólinn hefur verið starfræktur á Ísafirði frá haustinu 2011, en í vetur er hann einnig í boði í öðrum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar, svo og í Súðavík....

Norðurljósarannsókn á Íslandi í samstarfi við Kína

Mynd
Undirritað hefur verið samkomulag milli Rannsóknamiðstöðvar Íslands –RANNÍS- og Heimskautastofnunar Kína (PRIC) um stofnun sameiginlegrar miðstöðvar til norðurljósarannsókna á Íslandi undir nafninu China-Iceland Joint Aurora Observatory (CIAO). Miðstöðin verður staðsett að Kárhóli í Reykjadal....

Sértryggð skuldabréf Landsbankans tekin til viðskipta í Kauphöll

Mynd
Viðskipti hófust í morgun með sértryggð skuldabréf Landsbankans á NASDAQ OMX Iceland. Þetta er fyrsta skráning á verðbréfum sem útgefin eru af Landsbankanum. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hringdi bjöllu Kauphallarinnar á Íslandi til marks um upphaf viðskiptanna og skráningu bréfanna....

Veiðigjöld á uppsjávarafla 18 til 19% af tekjum

Mynd
Veiðigjöldin á uppsjávarafla hafi hækkað með slíkum hætti, að hann sjái ekki hvernig einyrkjar eigi að lifa þessar hækkanir af. Þeir sem vinni eigin afla geti lagað stöðuna eitthvað, en þetta sé þó með öllu óviðunandi....

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur seld á 5,1 milljarða

Mynd
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti snemma árs kauptilboð í höfuðstöðvar fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1 og Réttarhálsi 1 í Reykjavík. Sala þeirra er mikilvægur þáttur í framvindu Plansins, aðgerðaáætlunar Orkuveitunnar og eigenda, með því að lausafjárstaða fyrirtækisins batnar sem söluandvirðinu nemur, segir ennfremur í tilkynningunni. Söluverðið er 5,1 milljarður króna....

Menningarmánuðurinn hjá Sveitarfélaginu Árborg

Mynd
Þetta mun vera í fjórða sinn sem íþrótta og menningarnefnd sveitarfélagsins stendur fyrir menningarmánuðinum október, þar sem ýmsum menningarviðburðum í Sveitarfélaginu Árborg eru gerð skil....

U21 karla - Aron Sigurðarson inn í hópinn

Mynd
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Aron Sigurðarson úr Fjölni í hópinn sem mætir Frökkum í undankeppni EM....

Björk tilnefnd til UK Music Video-verðlaunanna

Mynd
Myndband Bjarkar Guðmundsdóttur við lagið Mutual Core hlýtur tvær tilnefningar til UK Music Video-verðlaunanna í ár, annars vegar fyrir bestu tæknibrellur (Best Visual Effects) og hins vegar fyrir bestu listrænu stjórnun og hönnun (Best Art Direction & Design). Verðlaunahátíðin fer fram þann 28. október næstkomandi en verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2008....

80 herbergja hótel í landi Arnarvatns í suðurhluta Mývatnssveitar.

Mynd
Nýtt, 80 herbergja hótel verður opnað næsta sumar í landi Arnarvatns í suðurhluta Mývatnssveitar. Byggingarframkvæmdir eru hafnar við hótelið sem verður þriggja stjörnu og hefur þegar fengið heitið Hótel Laxá....

Viðræður VR og SA um kjarasamnig hafnar

Mynd
Fyrsti samningafundur fulltrúa VR og Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag, þriðjudaginn 8. október. VR lagði fram kröfugerð sína í síðustu viku en hún var samþykkt á fundi trúnaðarráðs félagsins í lok september. ...

test webpage

Mynd
Prufa...

Tíminn í fríi

Mynd
Vefur Tímans mun vera lokaður í þessari viku vegna að sumarleyfa starfsfólks Tímans. ...

Eygló nýr samstarfsráðherra Norðurlandaráðs

Mynd
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að skipa Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í embætti samstarfsráðherra Norðurlanda. Samstarfsráðherra ber ábyrgð á norrænu ríkisstjórnarsamstarfi ...

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna hótana Evrópusambandsins í garð Færeyinga og Íslendinga

Mynd
Ísland á mikilla hagsmuna að gæta hvað varðar stjórnun ýmissa sameiginlegra fiskistofna á Norðaustur-Atlantshafi. Íslensk fiskveiðistjórnun hefur um langt árabil tryggt sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar ólíkt því sem gildir um fiskveiðistefnu ESB. ...

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hættir með kvennalandsliðið

Mynd
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem þjálfari A-landsliðs kvenna en þetta kemur fram í tilkynningu á vef Knattspyrnusambands Íslands í dag....

Norðmenn hafa vanmetið makrílstofninn

Mynd
Norskar rannsóknir á makrílstofninum í Norðaustur-Atlantshafi sýna að Norðmenn hafa verið að vanmeta stofninn verulega....

Færeyingar kæra refsiaðgerðir ESB

Mynd
Stjórnvöld í Færeyjum hafa ákveðið að kæra nýlegar viðskiptaþvinganir ESB á útflutningi á færeyskum sjávarafurðum til gerðardóms....

Skora á stjórnvöld að halda úti grunnþjónustu í Árnessýslu

Mynd
Deild Landsambands Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna (LSS) hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) skorar á Alþingismenn og stjórnvöld að tryggja eðlilegt fjármagn til löggæslu í Árnessýslu...

Reyndi að sprauta bensíni út í loftið - Erill hjá lögreglunni í nótt

Mynd
Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu þess efnis seint í gærkvöld að maður stæði á plani bensínstöðvar þar í bæ og gerði sér að leik að sprauta bensíni úr bensíndælu út í loftið....

Aldrei fleiri nýnemar í HR

Mynd
Aldrei hefur jafn stór hópur nýnema hafið nám við Háskólann í Reykjavík og núna í haust. Alls eru nýnemar 1300 talsins en í fyrra var fjöldi þeirra um 1200....

Íslenskt kennslukerfi í Kenía

Mynd
Tutor-web er íslenskt kennslukerfi sem Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands hefur þróað undanfarinn áratug og hefur það verið nýtt til stærðfræðikennslu í háskólum í Kenía...

Hanna Birna fundaði með dómsmálaráðherra Noregs um útlendingamál

Mynd
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra átti í síðustu viku fund með Grete Faremo, dómsmálaraðherra Noregs....

Óska eftir aðstoð almennings

Mynd
Á vef forsætisráðuneytisins hefur verið komið upp svæði þar sem almenningi er boðið að koma á framfæri hugmyndum og ábendingum til hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um hluti sem betur mega fara í rekstri ríkisins....

Fundar með Obama

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun eiga vinnukvöldverð hinn 4. september næstkomandi með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð...

Verkefni lögreglu tengdum útlendingum fjölgar

Mynd
Stöðug aukning hefur verið á verkefnum lögreglu tengdum fólki með erlent ríkisfang síðustu þrjú árin. Meðal þeirra verkefna eru skylduverkefni og aðstoð sem lögregla veitir vegna slysa, leitar að fólki og fleira....

Utanlandsferðum Íslendinga fækkar á milli ára

Mynd
Annan mánuðinn í röð dregur úr utanlandsferðum Íslendinga en færri lögðu land undir fót í júlí á þessu ári heldur en í júlí í fyrra....

Næstum því milljón sýrlensk börn á flótta - Neyðarkall UNICEF

Mynd
Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi eykst stöðugt og fleiri en 970.000 börn hafa nú verið skráð sem flóttamenn í nágrannaríkjunum eða bíða formlegrar skráningar....

Heildarafli jókst í júlí

Mynd
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 0,8 prósent meiri en í júlí 2012. Það sem af er árinu veiddist 0,1 prósent meiri afli en á sama tímabili árið 2012, sé aflinn metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 101.444 tonnum í júlí 2013 samanborið við 113.051 tonn í júlí 2012...

Aukið ofbeldi í Kaupmannahöfn

Mynd
Töluverð aukning hefur verið í skipulagðri glæpastarfsemi í Kaupmannahöfn að undanförnu með tilheyrandi ofbeldi....

Landsvirkjun selur skuldabréf

Mynd
Landsvirkjun undirritaði í dag samning um sölu á skuldabréfi til tíu ára að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 3,6 milljarðar króna. ...

Kvikmyndatökumaður fréttastöðvar Sky skotinn til bana

Mynd
Mick Deane,62 ára gamall kvikmyndatökumaður Sky fréttastöðvarinnar var í morgun skotinn til bana meðan að hann var við störf í Cairo í Egyptalandi...

Undirbúningur Menningarnætur í fullum gangi

Mynd
Undirbúningur Menningarnætur er nú í fullum gangi en hún verður haldin í 18. sinn þann 24. ágúst næstkomandi. Áherslusvæði Menningarnætur í ár er Gamla Höfnin...

Töluverður munur á gáfnafari trúaðra og trúlausra samkvæmt nýrri rannsókn

Mynd
Trúlausir eru almennt gáfaðri heldur en fólk sem trúir og stundar trúarbrögð en þetta eru niðurstöður nýrrar samanburðarrannsóknar sem gerð var við Rochesterháskóla í New York...

Obama fundar með forsætisráðherrum Norðurlandanna í Svíþjóð

Mynd
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mun koma til með að hitta alla forsætisráðherra Norðurlandanna og snæða með þeim kvöldverð í opinberri heimsókn sinni til Svíþjóðar snemma í september....

Atvinnulausum fækkar

Mynd
Á öðrum ársfjórðungi 2013 voru að jafnaði 188.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði og fjölgaði um 1,1 prósent frá sama tíma ári áður eða um 2.800 manns. Jafngildir þetta 83,3 prósent atvinnuþátttöku...

Enn mikið af makríl í íslenskri lögsögu

Mynd
Eftir rúmlega mánaðarleiðangur hefur rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, komist að því að enn sé mikið af makríl á fiskimiðum við Ísland...

Norðurlandaráð miðjumanna fundar á Íslandi

Mynd
Sumarfundur flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði verður haldinn á Íslandi í ár og fer hann fram á Hilton Reykjavík Nordica dagana 14. og 15. ágúst. Aðaláhersla fundarins er á réttindi barna og úrbætur á því sviði...

Undirbúningur hafinn fyrir Dag íslenskrar náttúru

Mynd
Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert, er hafinn...

Kennsla í fisktækni hefst

Mynd
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ólafur Þór Jóhannsson, formaður stjórnar, fyrir hönd Fisktækniskóla Íslands, hafa undirritað samning til eins árs um kennslu í fisktækni í tilraunaskyni...

Samruni US Airways og American Airlines kærður

Mynd
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ásamt nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum kært samruna US Airways og American Airlines, en þessir tveir flugrisar hafa verið í sameiningarferli síðan í febrúar á þessu ári....

Breytt ásýnd Borgartúns

Mynd
Framkvæmdir standa nú yfir í Borgartúni samkvæmt áætlun um endursköpun Reykjavíkur sem hjólaborgar. Markmiðið er að breyta ásýnd götunnar og skapa vinsamlegt umhverfi fyrir þá sem vilja tileinka sér grænar ferðavenjur...

Þurfa að skila landbúnaðarstyrkjum

Mynd
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út að fjórtán ríki þurfi að skila landbúnaðarstyrkjum á komandi misserum vegna þess að þau hafa ekki farið eftir gildandi reglum um styrkina....

Heldur erindi um vinnu Curiosity á Mars

Mynd
Yfirmaður vísindarannsókna hjá NASA Goddard Space Flight Center, dr. Jim Garvin, mun flytja erindi um fyrsta ár geimjeppans Curiosity á Mars í dag, þriðjudag í Háskóla Íslands. Er dr. Garvin meðlimur í vísindahópi Curiosity jeppans...

Mikil hitabylgja í Asíu

Mynd
Mikil hitabylgja geisar nú í Norðaustur Asíu en Japan, Suður-Kórea og Kína hafa komið hvað hvað verst út úr henni. Hitamet hafa verið slegin í Sjanghæ í Kína og mörgum japönskum borgum...

Þremur börnum ofaukið í bifreið án öryggisbúnaðar

Mynd
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Ökumaður bifreiðar var með fjóra farþega í bílnum, þar af þrjú börn innan þriggja ára, en bifreiðin er skráð fyrir tvo farþega...

Söfnun fyrir línuhraðli komin yfir 300 milljónir

Mynd
Fjáröflunin Blái naglinn stendur sem hæst þessa dagana en safnað er fyrir línuhraðli fyrir Landspítala. Söfnunin er komin upp í rúmar 300 milljónir en enn vantar 200 milljónir upp á. Fjáröflunin fer fram með sölu á brjóstnælu Bláa naglans...

Nafn mannsins sem lést við Rauðavatn

Mynd
Maðurinn sem lést á laugardag í bílslysi við Rauðavatn hét Þórhallur Þór Alfreðsson. Hann var 24 ára gamall og lætur eftir sig unnustu...

Sigmundur Davíð ræðir Norðurlandasamstarf í Noregi

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hélt í dag erindi og tók þátt í umræðum um stöðu Norðurlandanna í Evrópu í Arendal, Noregi. ...

Valda bakmeiðslum hjá börnum

Mynd
Sérfræðingar hafa áhyggjur af auknu hlutfalli ungmenna sem hafa bakkvilla sem nefndur hefur verið „Gameboy-bak“ eða leikjatölvubak. Er þetta nýtt vandamál sem er talið tengjast mikilli notkun snjallsíma og leikjatölva og veldur það sveigju í mænu og jafnvel brjósklosi eða hryggþófasliti...

Blackberry fyrirtækið á sölu

Mynd
Kanadíska snjallsímafyrirtækið Blackberry hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og nú hefur verið sett saman nefnd til að fara yfir möguleika fyrirtækisins, þar á meðal möguleikar á samruna, samvinnu eða sölu þess...

Ökumanni bihjóls haldið sofandi í öndunarvél

Mynd
Bifhjólamanni sem slasaðist alvarlega í slysi í Mosfellsdal í gær er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi....

Samningum þinglýst fyrir 3,3 milljarða í síðustu viku

Mynd
Alls var 97 samningum um fasteignir þinglýst hjá sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku...

Vilborg sigraði Elbrus ásamt hópi Íslendinga

Mynd
Suðurpólsfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp fjallsins Elbrus í morgun en það er hæsta fjall í Evrópu. Ásamt Vilborgu voru sex íslenskir göngugarpar sem komust á tindinn...

Drónaárásir Bandaríkjamanna vekja óhug

Mynd
Tólf mismunandi drónaárásir hafa orðið 49 manns að bana í Jemen á undanförnum tveimur vikum...

Ásgeir aðstoðarmaður Árna Páls

Mynd
Ásgeir Runólfsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Páls, formanns Samfylkingarinnar og tekur hann við af Þórunni Sveinbjarnardóttur, en hún hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flokksins. ...

Heilsa Nelson Mandela hefur batnað að undanförnu

Mynd
Heilsa Nelson Mandela, fyrrum forseta og frelsishetju Suður-Afríku, hefur batnað að undanförnu...

Alvarleg líkamsárás í Reykjanesbæ í nótt

Mynd
Lögreglan í Reykjanesbæ var kölluð út í nótt vegna alvarlegrar líkamsárásar sem var framin í heimahúsi...

Stígamót opna kampavínsklúbb

Mynd
Kampavínsklúbbur Stígamóta mun líta dagsins ljós fimmtudaginn 15. ágúst næstkomandi. Á facebook síðu samtakanna segir vegna málsins að fjármögnun sé eilífðarverkefni og jafnframt hafi þátttaka í vönduðum menningarverkefnum verið forgangsmál og með klúbbnum verði þessir tveir þættir sameinaðir...

Boðar til umhverfisþings í Hörpu

Mynd
Sigurður Ingi Jóhannsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur boðað til umhverfisþings í Hörpu þann 8. nóvember næstkomandi...

Mikil aukning ferðamanna í júlí

Mynd
Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum júlí eða 11.400 fleiri en í júlí í fyrra. Um er að ræða 10,2% aukningu milli ára en þetta kemur fram í nýjum tölum frá Ferðamálastofu....

Þórunn ný framkvæmdastýra Samfylkingarinnar

Mynd
Þórunn Sveinbjarnardóttir, stjórnmálafræðingur, hefur verið ráðin framkvæmdastýra Samfylkingarinnar...

Skúta í vanda út af Garðskaga í nótt

Mynd
Seint í gærkvöldi fékk Landhelgisgæslan neyðarkall frá þýskri seglskútu í vandræðum vestur út af Garðskaga. Um borð í henni voru 12 manns og þar af sjö börn...

Vara við borgarísjaka

Mynd
Veðurstofan hvetur fólk til þess að láta vera að fara út á stóran borgarísjaka sem strandað hefur við Hornbjarg á Vestfjörðum....

Allir geislafræðingar hafa dregið uppsögn sína til baka

Mynd
Allir geislafræðingar sem sögðu upp störfum á Landspítalanum hafa nú dregið umsókn sína til baka en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá geislafræðingum....

Aukin sala áfengis fyrir verslunarmannahelgina í ár

Mynd
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 2% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári en þetta kemur fram í nýjum tölum vínbúðanna....

Norður Kóreumenn stækka kjarnorkustöð sína

Mynd
Gervihnattamyndir gefa til kynna að Norður-Kóreumenn hafi tvöfaldað getu sína til þess að auðga úran á undanförnum mánuðum. ...

PGA-Meistaramótið hefst í dag - Nær Woods loks að vinna risatitil?

Mynd
Allir bestu kylfingar heims mæta til leiks á hinum sögufræga Oak Hill golfvelli í New York en PGA-meistaramótið, fjórða og síðasta risamót ársins í golfheiminum, hefst í dag....

Vilja kaupa Íslandsbanka

Mynd
Slitastjórn Glitnis bíður þessa dagana eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum vegna fjárfestingahóps frá Asíu sem hefur hug á að kaupa 95% hlut kröfuhafa Glitnis í Íslandsbanka....

Útekt AGS á íslensku efnahagslífi komin út

Mynd
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýju áliti sínu á stöðu efnahagsmála á Ísland að best væri fyrir stjórnvöld hér á landi að halda áfram settum markmiðum um að ná jöfnuði í ríkisfjármálum árið 2014....

Obama hættir við fund með Putin

Mynd
Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands hafa ekki verið jafn stirð í mörg ár en í dag aflýsti forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, fyrirhuguðum fundi sínum með Vladimir Putin, Rússlandsforseta...

Sigurður Ragnarsson nýr sviðstjóri viðskiptafræðisviðs á Bifröst

Mynd
Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs við Háskólann á Bifröst í stað Sigurbjörns Einarssonar...

Krónan styrktist í júlí

Mynd
Krónan styrktist töluvert í júlí gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda Íslands en í lok mánaðarins stóð hún í 158,4 krónum á móti evru miðað við 161,3 í lok júní....

Nöfn mannana sem létust í flugslysinu á Akureyri

Mynd
Mennirnir tveir sem létust í flugslysinu við Akureyri í fyrradag hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður....

Japanir vígja nýtt herskip í óþökk Kínverja

Mynd
Japanir vígðu nýtt herskip í dag en er það stærsta herskip sem japanski flotinn hefur haft undir höndunum síðan í seinni heimstyrjöldinni....

Gistinóttum fjölgar enn

Mynd
Gistinætur á hótelum í júní voru 239.800 og fjölgaði um 15% frá júní í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum...

Alþjóðalögreglan lýsir eftir Friðriki

Mynd
Alþjóðalögreglan Interpol hefur gefið út tilkynningu um hvarf Friðriks Kristjánssonar en ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl á þessu ári....

Bush fór í hjartaþræðingu

Mynd
Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George Bush yngri, fór í hjartaþræðingu í dag á sjúkrahúsi í Dallas í Texasfylki til þess að laga stíflaða slagæð...

Breivik fær ekki að hefja nám

Mynd
Oslóarháskóli hefur neitað Anders Behring Breivik um að fá að hefja nám við stjórnmálafræðideild skólans...

Stofnfrumuhamborgari kynntur í gær

Mynd
Matvælaiðnaður eins og við þekkjum hann gæti breyst gríðarlega eftir gærdaginn en hollenskir vísindamenn afhjúpuðu fyrsta hamborgarann sem ræktaður var á rannsóknarstofu....

Styrkti fæðingadeild um rúma milljón

Mynd
Ljósmóðir sem vann á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri í 40 ár, Margrét Þórhallsdóttir, gaf deildinni nýlega 900 þúsund krónur til tækjakaupa....

Tvö stærðarinnar skemmtiferðaskip leggjast að bryggju í Reykjavík í dag

Mynd
Tvö stærðarinnar skemmtiferðaskip munu koma við á Íslandi í dag en í morgun lagðist skipið AIDAluna að bryggju í Sundahöfn. ...

Bjóða peninga í skiptum fyrir upplýsingar um skartgriparán

Mynd
Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið milljón evrum, rúmlega 160 milljónum íslenskra króna, handa þeim sem getur gefið lögreglu góðar upplýsingar...

Mýrarboltinn myndir

Mynd
Mikið stuð og stemmning á Mýrarbolta....

Samvinnuríkisstjórn kynnt í gömlum samvinnuskóla

Mynd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kynntu nýtt ríkisstjórnarsamband flokkana tveggja á fréttamannafundi sem fram fór á Laugarvatni nú rétt í þessu. ...

Framdi sjálfsmorð í Notre Dame kirkjunni

Mynd
Þekktur franskur verðlaunasagnfræðingur og rithöfundur, Dominique Venner, svipti sig lífi í Notre Dame-kirkjunni í gær fyrir framan fjölda fólks....

Griðarsvæði hvala í Faxaflóa stækkað

Mynd
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra hefur samþykkt reglugerð þess efnis að griðasvæði hvala verði stækkað í Faxaflóa og verði frá Garðskagavita og beina línu að Arnarstapa. ...

Eurovision ekki sýnt í Tyrklandi - Atriði Finnlands að kenna

Mynd
Tyrkneska ríkissjónvarpið hefur tekið þá ákvörðun að sýna ekki aðalkeppni Eurovision á morgun en ástæðan er sú að von er á kossi milli tveggja kvenna í einu atriðinu...

Drykkjumenning á breska þinginu

Mynd
Einn fjórði af breskum þingmönnum telur að það sé óheilbrigð drykkjumenning innan þingsins en þetta kemur fram í könnun...

David Beckham leggur skónna á hilluna

Mynd
Einn vinsælasti knattspyrnumaður heims, David Beckham, hefur ákveðið að leggja skónna á hilluna eftir tímabilið en hann gaf þetta út á heimasíðu sinni í dag. Beckham hefur verið sigursæll nánast hvar sem hann hefur spilað...

Furða sig á ákvörðun Seðlabanka

Mynd
Í kjölfarið á yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þar sem fram kemur að vextir bankans muni haldast óbreyttir hafa Samtök atvinnulífsins lýst furðu sinni yfir þeirri ákvörðun....

Ísland og Trínidad og Tóbagó taka upp stjórnmálasamband

Mynd
Fastafulltrúar Íslands og Trínidad og Tóbagó hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Gréta Gunnarsdóttir og Rodney Charles, undirrituðu í New York, ...

Hagsmunasamtök heimilanna skora á Fjármálaeftirlitið

Mynd
Hagsmunasamtök heimilanna segja að brotið sé á rétti skuldara til seðlabankavaxta af ofgreiddum afborgunum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna en þar skora þau á Fjármálaeftirlitið að stöðva innheimtur gengistryggðra lána ...

Sönnunargögn um að efnavopnum sé beitt í Sýrlandi

Mynd
Carla del Ponte, stríðsglæpasaksóknari hjá Sameinuðu Þjóðunum gaf út í morgun að haldbær sönnunargögn væru fyrir því að efnavopn hefðu verið notuð í stríðinu sem nú geisar í Sýrlandi. ...

Fjögurra ára stúlka lést eftir að hafa verið nauðgað

Mynd
Ekkert lát virðist vera á hrottafengnum kynferðisbrotum í Indlandi en í gær lést fjögurra ára gömul stelpa eftir að henni hafði verið nauðgað. Stelpan fannst meðvitundarlaus á bóndabýli þann 18. apríl og hafði síðan þá barist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi ...

Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka í kjölfar Alþingiskosninga

Mynd
Nú þegar að búið er að telja upp úr kjörkössum eftir Alþingiskosningarnar sem fram fóru á laugardaginn er komið í ljós hvaða stjórnmálaflokkar fá styrki úr ríkissjóði næstu fjögur árin. Í fjárlögum ársins 2013 eru rúmar 290 milljónir króna áætlaðar í styrki til stjórnmálaflokka....

Stefnt að stofnun viðskiptaráðs fyrir Norðurslóðir

Mynd
Fulltrúar úr Viðskiptaráði Íslands, Norðurslóðaneti Íslands og utanríkisráðuneytinu skrifuðu undir viljayfirlýsinu í síðustu viku um stofnun Norðurslóða-viðskiptaráðs...

Skrifað undir þjónustusamning um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna

Mynd
Fulltrúar innanríkisráðuneytis, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Siglingastofnunar hafa skrifað undir þjónustusamning um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna. Markmið skólans er að auka öryggi sjómanna með fræðslu um slysavarnir á sjó...

Skólastarf í Danmörku hófst á ný í dag

Mynd
Í dag hófu rúmlega 800.000 börn nám á ný í Danmörku eftir fjögurra vikna hlé. Ástæða þess var verkbann sem sveitarfélög settu á kennara til þess að knýja þá til þess að semja um nýtt vinnufyrirkomulag....

Kjörsókn nokkuð minni en hún var í kosningum árið 2009

Mynd
Klukkan fjögur var kjörsókn í Reykjavík suður 39,1 prósent og höfðu 17.681 mætt og greitt atkvæði. Kjörsókn er því nokkuð minni en hún var í kosningum árið 2009 þegar hún var 45,1 prósent, munurinn er sex prósentustig....

Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur með 49,1% samanlagt fylgi

Mynd
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 22. til 25. apríl 2013. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 26,7%, borið saman við 27,5% í síðustu mælingu og Framsóknarflokkurinn mælist nú með 22,4% fylgi, borið saman við 25,6% í síðustu mælingu...

Verðtryggingarstjórn í startholunum?

Mynd
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi skrifar pistil á Pressuna í dag þar sem hann segir stjórnarmyndunarviðræður vera hafnar milli Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. "Við mig hafi samband mjög ábyrgur einstaklingur og tjáði mér að hann hefði það eftir áræðanlegum heimildum að Sjálfstæðismenn, Samfylking og Björt framtíð séu nú þegar farin að ræða hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf" segir Vilhjálmur í pistli sínum....

Barnamenningarhátíð í borginni

Mynd
Barnamenningarhátíð stendur yfir í Reykjavík dagana 23.-28. apríl. Þar verður í boði fjöldi viðburða sem börn geta sótt sér að kostnaðarlausu víðsvegar um borgina...

Ný skýrsla um sjávarútveg í Norður-Atlantshafi kynnt

Mynd
Alls eru fiskveiðar í Norður-Atlantshafi 11% af heildarveiðiafla heimsins en þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af sjávarútvegsteymi Íslandsbanka. Skýrslu þessari var dreift á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem hófst í dag en í henni...

Grenitré verða felld í Öskjuhlíð - Eykur flugöryggi

Mynd
Rúmlega hundrað grenitré í Öskjuhlíðinni verða felld á komandi vikum þar sem þau ógna flugöryggi á austur-vestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. ...

TIllögur nefndar um stöðu villtra fugla og spendýra kynntar

Mynd
Nefnd um lagalega stöðu villtra fugla og villtra spendýra hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra úttekt sinni ásamt tillögum. Nefndin telur mikilvægt að endurskoðuð löggjöf og stjórnsýsla á þessu sviði taki mið af þremur lykilstoðum...

Icelandair gerir samning við WestJet

Mynd
Icelandair tilkynnti í dag um samstarf við kanadíska flugfélagið WestJet en það felur í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum hvors annars. ...

Aðgerðaáætlun gegn barnadauða kynnt - Heimsljós komið út

Mynd
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stóðu fyrir kynningu á dögunum á nýrri alþjóðlegri aðgerðaáætlun sem er ætluð til þess að berjast gegn lungnabólgu og niðurgangpestum....

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - Búist við metári í ferðaþjónustu

Mynd
Í morgun var tilkynnt um úthlutun 279 milljóna króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en er þetta þriðja úthlutun ársins. Alls hefur sjóðurinn því úthlutað 576 milljónum króna á árinu en hann er fjármagnaður með 3/5 hlutum gistináttagjalds ásamt 500 milljón króna aukagreiðslu frá ríkissjóði næstu þrjú árin....

Landsbankinn greiði 10 milljarða í arð

Mynd
Bankaráð Landsbankans hefur lagt til að félagið greiði hluthöfum sínum arð upp á 0,42 krónur á hlut fyrir árið 2012. Það er er rúmlega 39%...

Útför Thatcher fer fram í dag - Búist við mótmælum

Mynd
Mikil öryggisgæsla verður í miðborg Lundúna í dag vegna útfarar fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher. Hún lést í síðustu viku, 87 ára gömul eftir heilablóðfall en útförin verður haldin með mikilli viðhöfn....

Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið lögð fram og samþykkt

Kosningar til Alþingis fara fram 27. apríl nk. Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið lögð fram og samþykkt. Alls hafa 2368 karlar og 2304 konur, eða alls 4672 einstaklingar rétt samkvæmt henni til að kjósa hér á Akranesi. Á kjörskrá eru þeir sem tilkynnt hafa lögheimilisflutning fyrir 23. mars sl....

Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri í Breiðholti

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á bifreiðastæði við Suðurhóla 35e í Breiðholti aðfaranótt sunnudagsins 14. apríl. Þar var ekið á kyrrstæðan Renault Megane, en sá sem það gerði lét sig hverfa af vettvangi....

Tilkynning frá landskjörstjórn

Mynd
Á fundi landskjörstjórnar kl. 14.00 í dag þriðjudaginn 16. apríl var í samræmi við 44. gr. laga um kosningar til Alþingis gert kunnugt um þá lista sem verða bornir fram í alþingiskosningunum 27. apríl næst komandi. ...

Úttekt á loftgæðum og lýðheilsu kynnt í dag

Mynd
Stýrihópur skilaði í dag Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, riti sem inniheldur úttekt á loftgæðum og lýðheilsu þeim tengdum....

Neikvæð afkoma Akureyrarbæjar

Mynd
Akureyrarbær skilaði 200 milljóna króna tapi í fyrra en gert hafði verið ráð fyrir 63 milljóna króna afgangi af rekstri bæjarins. ...

„Nóg komið!“ - Hávært neyðarkall frá Sýrlandi

Mynd
Það eru ekki margir sem geta gert sér í hugarlund þann harmleik sem á sér stað í Sýrlandi dag frá degi en í morgun sendu framkvæmdastjórar UNICEF (Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna), Flóttamannastofnunar SÞ og annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna frá sér óvenjulegt, sameiginlegt ákall til allra þeirra pólitísku leiðtoga og aðila sem tengjast stríðinu í landinu....

Reglugerð um makrílveiðar 2013 gefin út

Mynd
Reglugerð um makrílveiðar íslenskra skipa 2013 hefur verið gefin út af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Í henni kemur fram heildarmagn þess makríls sem gert er ráð fyrir að veitt verði ásamt skiptingu milli flokka veiðiskipa. ...

Heildarafli dróst saman í mars

Mynd
Heildarafli íslenskra skipa í mars, metin á föstu verði, var 6.1% minni en í sama mánuði í fyrra. Í ár hefur því aflinn dregist saman um 9,6% miðað við á sama tímabili árið 2012. ...

Nick Cave leikur á Íslandi í sumar

Mynd
Ástralski tónlistamaðurinn Nick Cave mun spila ásamt hljómsveit sinni, the Bad Seeds, á tónlistarhátíðinni All Tomorrow´s Parties sem haldin verður í Reykjanesbæ, helgina 28.-29. júní....

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Kína hófst í dag

Mynd
Opinber dagskrá heimsóknar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í boði Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, hófst í dag en móttökuathöfn fór fram á Torgi hins himneska friðar....

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Laugardalshöll hófst í dag

Mynd
Alls höfðu rúmlega 2500 manns kosið utan kjörfundar á landinu öllu og í þeim sendiráðum sem færa utankjörfundaratkvæðagreiðsluna inn í rafrænt form í gær...

Skylt að sækja um rekstrarleyfi

Mynd
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á því að þeir íbúðaeigendur sem ætla sér að leigja íbúðir sínar í skammtímaleigu til ferðamanna verða að sækja um rekstrarleyfi til þess að gera slíkt. ...

Góð afkoma Snæfellsbæjar

Mynd
Umræður um ársreikning Snæfellsbæjar fyrir árið 2012 hafa farið fram í bæjarstjórn sveitarfélagsins en í ársreikningnum kemur fram að rekstrarniðurstaða þess á síðasta ári hafi verið hagnaður upp á 106 milljónir króna. ...

Samkeppnishæfni Íslands jókst í fyrra

Mynd
Ísland færist upp um fimm sæti frá árinu áður á lista IMD viðskiptaháskólans í Sviss hvað samkeppnishæfni ríkja varðar. Ísland er því í 26. sæti listans...

Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi

Mynd
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 11. til 14. apríl 2013...

SS ræðst í framkvæmdir

Mynd
Sláturfélag Suðurlands stendur fyrir umtalsverðum framkvæmdum þessa dagana en þar ber helst að nefna uppbygging og endurnýjun stærstu afurðarstöðvar félagsins á Selfossi. ...

Byggingafulltrúi samþykkir nýtt hótel

Mynd
Byggingafulltrúi hefur samþykkt umsókn um byggingu nýs hótels við Borgartún. Það var Höfðatorg ehf. sem sótti um leyfið en fyrirhugað er að byggt verði rúmlega 17 þúsund fermetra hótel...

Adam Scott sigraði á Masters eftir ævintýralegan endasprett

Mynd
Adam Scott varð í gær fyrsti Ástralinn til þess að sigra á hinu sögufræga Masters golfmóti en mótið er fyrsta risamót ársins af fjórum. Það er óhætt að segja að áhorfendur á Augusta National vellinum hafi heldur betur fengið eitthvað fyrir sinn snúð en lokadagur...

Gamalt íslenskt handverk slær í gegn á púðum

Mynd
Íslenska fyrirtækið Gamla Ísland hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu en það selur púða sem hafa það sameiginlegt að vera með munstur sem er hannað eftir gömlu íslensku handverki. ...

Íslendingar skrá sig í auknum mæli úr þjóðkirkjunni

Mynd
Rúmlega 300 Íslendingar tóku þá ákvörðun að skrá sig úr þjóðkirkjunni á fyrstu þremur mánuðum ársins 2013. Það jafngildir þremur á dag en á sama tíma gengu 60 í þjóðkirkjuna. ...

SUS ályktar um formannsólgu í Sjálfstæðisflokknum

Mynd
Samband ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem það segist harma það að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins íhugi nú afsögn eins og fram kom í kosningaþætti RÚV í gær...

Dregið í undanúrslit Meistaradeildarinnar

Mynd
Dregið var í undanúrslit Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar í dag en athöfnin fór fram í Nyon í Sviss, í höfuðstöðvum evrópska knattspyrnusambandsins. Tvö spænsk lið og tvö þýsk voru í pottinum í Meistaradeildinni...

Gunnar Andersen fundinn sekur

Mynd
Gunnar Andersen, fyrrum forstjóri fjármálaeftirlitsins var dæmdur í héraðsdómi í morgun til þess að greiða tvær milljónir í sekt ellegar sitja í fangelsi í 44 daga....

Hádramatík í Meistaradeildinni í gær

Mynd
Mikil dramatík var í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en tveir leikir voru á dagskrá. Tyrkneska stórliðið Galatasary tók á móti Spánarmeisturum Real Madrid í leik sem fáir héldu að ætti eftir að verða spennandi...

Hin hliðin - Einar K. Guðfinnsson

Mynd
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Alþingiskosningar fara fram seinna í mánuðinum en mismunandi flokkar og stjórnmálastefnur eru á allra vörum. Ljóst er að hörð barátta um atkvæðin dýrmætu er framundan en Tíminn ákvað að breyta aðeins til, koma með nýja nálgun á hlutina og reyna að kynnast því fólki persónulega...

Pírataflokkurinn vill endurvekja Varnarmálastofnun

Mynd
Íslenskir friðarsinnar hafa í 20 ár reynt að standa gegn tilraunum til hervæðingar Landhelgisgæslunnar. Það er eins og að fá högg í magann að sjá svona 180 gráðu viðsnúning í stefnu hreyfingar sem að öðru leyti hefur friðsamlegar áherslur. Þetta er einfaldlega ömurlegt,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga...

Laun hæst í fjármála og vátryggingageiranum

Mynd
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar eru heildarlaun fullvinnandi launafólks á Íslandi að metaltali 488 þúsund krónur á mánuði. Greiddar stundir voru 43,1 á viku að meðaltali....

Ísland kemur vel út í nýrri skýrslu UNICEF

Mynd
Ný skýrsla á vegum UNICEF kom út í dag þar sem velferð barna í efnameiri löndum heims er mæld. Ísland kemur vel út í skýrslunni og er í þriðja sæti hvað velferð barna varðar, á eftir Noregi og Hollandi....

Undirbúningur að stofnun auðlindasjóðs

Mynd
Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag var tillaga forsætisráðherra samþykkt þar sem starfshópi fjögurra ráðuneyta er falið að hefja undirbúning að stofnun auðlindasjóðs....

Meistaradeildin heldur áfram í kvöld

Mynd
Tveir leikir eru á dagskrá í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en tyrkneska stórlið Galatasary tekur á móti Spánarmeisturum Real Madrid og Dortmund tekur á móti Malaga í Þýskalandi. ...

Hin Hliðin - Lilja Rafney Magnúsdóttir

Mynd
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Alþingiskosningar fara fram seinna í mánuðinum en mismunandi flokkar og stjórnmálastefnur eru á allra vörum. Ljóst er að hörð barátta um atkvæðin dýrmætu er framundan en Tíminn ákvað að breyta aðeins til, koma með nýja nálgun á hlutina og reyna að kynnast því fólki persónulega...

Ný náttúruverndarlög samþykkt á lokadegi Alþingis

Mynd
Alþingi samþykkti ný heildarlög um náttúruvernd á lokadegi þingsins í mars en lögin eru um margt ítarlegri en eldri lög og fela í sér mikilvægar breytingar og nýmæli í íslenskri náttúruverndarlöggjöf...

Framsóknarflokkurinn mælist áfram með mest fylgi allra flokka á Íslandi

Mynd
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 5. til 8. apríl 2013. Framsóknarflokkurinn mælist áfram með mest fylgi allra flokka á Íslandi...

Tveir í haldi vegna nauðgana

Mynd
Tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi að beðni lögreglunnar á Akranesi en þeir eru grunaðir um kynferðisbrot. Einn þeirra hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan mars...

Lengsti golfvöllur landsins til sölu

Mynd
Nýi golfvöllurinn við Borg í Grímsnesi hefur verið auglýstur til sölu og óskað er eftir tilboðum í hann. Vinna við völlinn hófst árið 2003 af einkaaðilum en í eftir hrun var framkvæmdum hætt þangað til Grímsnes- og Grafningshreppur keypti svæðið árið 2011...

Aukafjárveiting vegna sumarstarfa námsmanna

Mynd
Samþykkt var á fundi Atvinnuleysistryggingasjóðs í morgun að veita 150 milljón króna aukafjárveitingu úr sjóðnum til þess að halda úti sumarstörfum fyrir námsmenn....

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill halda flugvellinum í Vatnsmýrinni

Mynd
Samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins vilja yfir 80% landsmanna að Reykjavíkurflugvöllur verði um kyrrt í Vatnsmýrinni....

Ný hjúkrunarrými tekin í notkun í Garðabæ

Mynd
Nýtt hjúkrunarheimili við Sjáland í Garðabæ var tekið í notkun um helgina en það ber nafnið Ísafold. Heimilið er byggt samkvæmt samningi velferðarráðuneytisins og Garðabæjar eftir svokallaðri leiguleið....

Reiðhjálmurinn brotnaði við fallið

Mynd
Stúlka í Reykjanesbæ féll af baki hesti sínum í vikunni og hlaut nokkur meiðsl. Var hún ásamt vinkonu sinni í útreiðatúr á Mánagrund þegar hesturinn rauk allt í einu af stað á fullri ferð...

Wikileaks birtir ný leyniskjöl

Mynd
Uppljóstrunarsamtökin WikiLeaks ætla að opinbera yfir 1.7 milljónir skjala úr utanríkis- og leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Skjölin sem um ræðir eru frá áttunda áratug síðustu aldar...

Hvalfjarðargöngum lokað á nóttunni

Mynd
Hvalfjarðargöng verða lokuð á næturnar frá miðnætti til kl. 06:00 út þessa viku. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að taka tillit til þessa í ferðaáætlunum sínum...

Aukið fé í úrræði fyrir börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi

Mynd
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja tæpum 80 milljónum króna í forgangsaðgerðir til að efla úrræði vegna kynferðisbrota gegn börnum. Jafnframt er lagt til að veitt verði 110 milljóna króna aukafjárveiting til kaupa á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis....

Icelandair kynnir nýja flugleið til New York

Mynd
Flugfélagið Icelandair kemur til með að hefja reglulegt áætlunarflug til Newmark flugvallar í New York seint í október á þessu ári en flogið verður fjórum sinnum í viku...

David Cameron fundar með evrópskum þjóðarleiðtogum

Mynd
Forsætisráðherra Breta, David Cameron mun í vikunni leggja land undir fót í vikunni og funda með Francois Hollande, forseta Frakklands, Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. ...

Uppboðinu að ljúka

Mynd
Uppboði á íslensku hönnunargripunum til styrktar Kvennaathvarfinu lýkur á miðnætti í dag, mánudaginn 8. apríl. Er uppboðið haldið í framhaldi af fjáröflunarátakinu Öll með tölu sem Kvennaathvarfið stóð fyrir síðastliðið haust...

Býsna áhugaverð skoðanakönnun virðist vera í gangi núna á vegum MMR

Mynd
Býsna áhugaverð skoðanakönnun virðist vera í gangi núna á vegum MMR, ef marka má ábendingar sem Eyjunni hafa borist...

Það gengur auðvitað ekki að nokkur maður fari íslaus heim af ísrúnti

Mynd
“Það gengur auðvitað ekki að nokkur maður fari íslaus heim af ísrúnti” segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, en starfsmenn Kjörís færðu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknar, ís í gærkveldi...

Ólíklegt að bankarnir verði seldir fyrir kosningar

Mynd
Ósennilegt er að gengið verði frá sölu á hlut ríkisins í bönkunum fyrir kosningar. Þetta segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis...

Ný gerð inflúensu í Kína

Mynd
Frá því í lok mars hefur greinst inflúensa af nýjum toga sem valdið hefur alvarlegum einkennum hjá 11 sjúklingum í Austur-Kína og hafa að minnsta kosti 4 þeirra látist. Ekki hafa fundist nein tengsl milli þeirra sem hafa sýkst...

Maður féll í sprungu á Sólheimajökli

Mynd
Um þrjúleytið í dag voru björgunarsveitirir frá Hvolsvelli, Hellu og Landeyjum ásamt fjallabjörgunarmönnum af Höfuðborgarsvæðinu kallaðir út vegna slys á Sólheimajökli. ...

Afstaða kosningaframbjóðenda til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi

Mynd
Samtök um kvennaathvarf bjóða til morgunverðarfundar með fulltrúum þeirra stjórnmálahreyfinga sem bjóða fram til Alþingis 2013. Rædd verður afstaða frambjóðenda til sértækra aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi...

Utanríkisráðherra fagnar alþjóðlegum samningi um vopnaviðskipti

Mynd
Á fundi með fulltrúum Íslandsdeildar Amnesty International og Rauða Kross Íslands í utanríkisráðuneytinu í dag, fagnaði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra nýjum alþjóðasamningi um vopnaviðskipti. Samningurinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudaginn...

Krefst afsagnar Árna

Mynd
Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann krefst þess að Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar segi af sér eða biðjist formlega afsökunar...

Hárið af til styrktar krabbameinssjúkum börnum

Mynd
Thelma Líf Gautadóttir, ung stelpa frá Akureryri hefur vakið mikla athygli fyrir mjög gott framtak en hún ætlar sér að safna hálfri milljón króna til styrktar krabbameinssjúkum börnum....

Opinber heimsókn til Palestínu

Mynd
Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis er stödd í Palestínu um þessar mundir þar sem hún er í opinberri heimsókn í boði palestínska löggjafarþingsins. Mun hún hitti þingmenn palestínska löggjafarþingsins að máli...

Ísland vinalegasta landið

Mynd
Ísland vermir efsta sætið á lista í könnun á því hvernig viðhorf íbúa 140 landa er gagnvart erlendum ferðamönnum, og er samkvæmt henni vinalegasta landið heim að sækja...

Nýjar stúdentaíbúðir samþykktar

Mynd
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra sem heimilar Íbúðalánasjóði að veita Félagsstofnun stúdenta 90% lán með 3,5% vöxtum til að byggja 95 íbúðir í Brautarholti 7 í Reykjavík. ...

Fundað um sölu bankanna

Mynd
Möguleg sala bankanna verður rædd í dag á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur Blöndal, þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir við efnahags- og viðskiptanefnd en þeir sitja báðir í henni....

Unnið við Borgarfjarðarbrú

Mynd
Vinna við brúargólf Borgarfjarðarbrúar hefst að nýju í dag, föstudaginn 5. apríl. Aðeins önnur akreinin verður opin í einu og verður henni stýrt með ljósum. ...

Norður-Kóreumenn stilla upp eldflaugum

Mynd
Norður-Kóreumenn hafa flutt tvær meðaldrægar eldflaugar til austurstrandar landsins og stillt þeim upp á hreyfanlegum skotpöllum þar sem þær eru tilbúnar til þess að fara í loftið. ...

10% heimila í vanskilum vegna húsnæðis

Mynd
10,1% heimila lentu í vanskilum með húsnæðislán eða leigu undanfarna 12 mánuði og 10,4% heimila lentu í vanskilum með önnur lán, samkvæmt tölum lífskjararannsókn Hagstofunnar...

Óvissustigi aflétt

Mynd
Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli hefur ákveðið að aflétta óvissustigi vegna Heklu. Engir jarðskjálftar hafa mælst við Heklu síðan 23. mars, ekki hafa heldur mælst breytingar á gasi og hita við hátind Heklu...

Vorblíða í miðbænum

Mynd
Það var afar sumarlegt um að litast í miðbæ Reykjavíkur í dag. Vegfarendur nutu blíðunnar í níu stiga hita, glampandi sól og logni og eflaust fáir sem geta neitað því að vor er komið í loftið þótt svo að kólna eigi töluvert á næstu dögum. ...

Mary Poppins slær met

Mynd
Söngleikurinn Mary Poppins í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn og hefur selst upp á yfir 60 sýningar, aðeins fimm vikum eftir frumsýninguna. Forsvarsmenn leikhússins hafa brugðist við þessum vinsældum og bætt við aukasýningum hvar sem því verður komið við en þær hafa selst upp jafnóðum...

Mikil aukning ferðamanna til landsins

Mynd
Um 49 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum marsmánuði samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 15 þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2012. Um er að ræða 45,5% aukningu á milli ára...

Lögregla leitar VEGA reiðhjóls

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að reiðhjóli sem var stolið úr húsi við Eiðismýri á Seltjarnarnesi, en málið var tilkynnt til lögreglu á skírdag. Um er að ræða blátt margra áratuga gamalt VEGA reiðhjól...

Íslensk hönnun í erlendu tónlistarmyndbandi

Mynd
Vara frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Vík Prjónsdóttir er í aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi kínversku poppstjörnunnar Wilfred Lau...

Guðmundur Franklín ekki kjörgengur

Mynd
Formaður Hægri grænna, Guðmundur Franklín Jónsson, kemur ekki til með að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum sem fara fram 27. apríl....

35 milljónir til atvinnumála kvenna

Mynd
Velferðarráðherra úthlutaði í gær styrkjum til atvinnumála kvenna. Alls bárust 245 umsóknir umsóknir um styrki til fjölbreyttra verkefna hvaðanæva af landinu. Ákveðið var að veita styrki til 29 verkefna að upphæð samtals 35 milljóna króna...

Gistinóttum fjölgar verulega

Mynd
Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum í febrúar fjölgaði um heil 35 prósent frá febrúar í fyrra. Þær voru samtals 139.900 ...

Kynningarmyndband fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Mynd
Innanríkisráðuneytið hefur birt leiðbeiningarmyndband um hvernig eigi að kjósa utan kjörfundar í Alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi. Er myndbandinu ætlað að auðvelda kjósendum og þeim sem vinna við utankjörfundaratkvæðagreiðslu framkvæmdina...

Stal 60 kílóum af kjöti undir áhrifum fíkniefna

Mynd
Lögreglu var tilkynnt í morgun um mann að stela kjöti í vesturborginni og fara með það í bifreið. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn hafði stolið 60 kg af kjöti sem var á lítilli trillu og átti að fara í mötuneyti...

Opnun sýningar Emily Wardill

Mynd
Sýning á verki bresku myndlistarkonunnar Emily Wardill, Game Keepers without Game opnar á laugardaginn næsta, 6. apríl. Verkið er kvikmynd í fullri lengd og byggir á leikritinu Lífið er draumur eftir spænska skálið Pedro Calderón de la Barca...

19,2 milljarða króna afgangur á vöruskiptum fyrstu tvo mánuði ársins

Mynd
Á fyrstu tveim mánuðum ársins 2013 voru fluttar út vörur fyrir rúmlega 105,4 milljarða króna en þetta kemur fram á vef Hagstofunnar....

Velta fasteignasamninga meiri í mars

Mynd
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í mars 2013 var 425. Heildarvelta nam 15,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 36,4 milljónir króna...

Íslenskir hönnunargripir á uppboði

Mynd
Kvennaathvarfið hélt fjáröflunarátak í haust, undir yfirskriftinni Öll með tölu. Ásamt því voru margir af færustu hönnuðum landsins fengnir í sérstaka hönnunaráskorun tengda átakinu og hönnuðu gripi sem var innblásnir af Kvennaathvarfstölunni...

Útgerðarfyrirtækið Samherji veitti styrki til íþrótta- og tómstundastarfs

Mynd
Útgerðarfyrirtækið Samherji veitti styrki til íþrótta- og tómstundastarfs miðvikudaginn fyrir páska. Meðal annars var fimm milljónum króna veitt í verkefnið "Velferð og tækni á Öldrunarheimilum Akureyrar". Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður Samherjasjóðsins, afhenti styrkinn í athöfn sem fram fór í KA heimilinu....

Ráðstefna ungs fólks og stjórnmálamanna

Mynd
Haldin verður ráðstefna ungs fólks með stjórnmálamönnum og frambjóðendum til Alþingis undir nafninu „Stefnumót við stjórnmálin“ í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld, miðvikudaginn 3. apríl. Á ráðstefnunni fær ungt fólk tækifæri til þess að spyrja stjórnmálamennina spjörunum úr...

Heimsljós - Vefrit um þróunarmál kom út í gær

Mynd
Heimsljós - veftímarit um þróunarmál er gefið út af Þróunarsamvinnustofnun Íslands en ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni....

Úrræði gegn auknum fjölda kynferðisafbrota

Mynd
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnti á fréttamannafundi í Alþingishúsinu í dag tillögur nefndarinnar um úrræði til að bregðast við auknum fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum en sérstök undirnefnd skipuð fulltrúum meiri hluta og minni hluta hefur unnið að tillögunum að undanförnu...

15 fíkniefnamál á Ísafirði yfir páskana

Mynd
Fimmtán fíkniefnabrot komu upp á Ísafirði um páskahelgina en mikið var um að vera í bænum. Skíðavikan vinsæla fór að vanda fram, sem og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en talið er að fimm þúsund manns hafi sótt hátíðina....

Lögreglan bendir hjólreiðamönnum á lesningu

Mynd
Með hækkandi sól og hlýnandi veðri fara landsmenn nú að dusta rykið af reiðhjólunum. Að því tilefni bendir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu reiðhjólaeigendum á að skemmtilega kvöldlesningu“eins og það er orðað...

Mannvirkjastofnun metur lög um sinubruna

Mynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Mannvirkjastofnun að meta hvort rétt sé að banna sinubruna eða takmarka hann umfram ákvæði núgildandi laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. ...

Samkeppni um listskreytingu nýs fangelsis

Mynd
Efnt hefur verið til opinnar samkeppni um listskreytingu í nýju fangelsi sem reist verður á næstu misserum á Hólmsheiði og kemur til með að verða tekið í notkun árið 2015. ...

Þriggja ára fangelsi fyrir barnaníð

Mynd
Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir barnaníð í héraðsdómi Reykjaness. ...

Segir málflutninginn forkastanlegan

Mynd
Jón Bjarnason tekur undir með Aðalsteini Á. Baldurssyni formanni stéttarfélagsins Framsýnar og krefst þess að Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu biðjist afsökunar á ummælum sínum um innlenda kjúklingaframleiðslu. ...

Eltu ökumann vegna leysigeisla

Mynd
Lögreglumenn í Hafnarfirði höfðu í gærkvöldi afskipti af einstaklingi sem var grunaður um að hafa beint leysigeisla að flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. ...

Fjör í meistaradeildinni í gær - Markaleikur í Frakklandi

Mynd
Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Þýska stórliðið Bayern Munchen tók á móti ítölsku meisturunum í Juventus og...

Íbúar kjósa um betri Reykjavík

Mynd
Rafrænar íbúakosningar í Reykjavík fara fram dagana 4.-11. apríl. Kosningarnar fara nú fram í annað sinn og er kosið um hugmyndir frá íbúum borgarinnar að framkvæmdum í hverfum Reykjavíkur undir formerkjunum „Betri Reykjavík“. Alls bárust um 600 hugmyndir frá íbúum um framkvæmdir...

Sérsveitin í fallhlífarstökki

Mynd
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík bauð sérsveit ríkislögreglustjóra á námskeið í fallhlífarstökki á dögunum. Á vef lögreglunnar segir að fallhlífarstökkið sé kærkomin viðbót fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra við þá flutningsmöguleika sem fyrir hendi eru. ...

Breytingar á Þingvallavatni

Mynd
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Suðurlands standa sameiginlega fyrir málstofu um Þingvelli miðvikudaginn 3. apríl 2013. Hilmar J. Malmquist líffræðingur mun meðal annarra halda erindi á málstofunni...

Í gæsluvarðhald vegna fíkniefnasmygls

Mynd
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á tilraun hans til stórfellds fíkniefnasmygls til landsins...

Ölvuð og próflaus með fíkniefni

Mynd
Tæplega tvítug kona var stöðvuð þar sem hún ók um götur Keflavíkur, þar sem lögeglan á Suðurnesjum taldi ástæðu til að kanna ástand og réttindi hennar. Hún viðurkenndi að hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að auki að hún var ölvuð við aksturinn...

Kosningaumfjöllun hefst í sjónvarpinu

Mynd
Í kvöld hefst kosningaumfjöllun RÚV í sjónvarpinu. Munu formenn níu framboða mætast í umræðuþætti í beinni útsendingu úr sjónvarpssal sem hefst kl. 19:35 og ræða málin í brennidepli fyrir Alþingiskosningarnar í mánaðarlok...

Meistaradeildin rúllar aftur af stað í kvöld

Mynd
Meistaradeildin fer af stað aftur í dag eftir þriggja vikna pásu með tveimur leikjum í 8-liða úrslitum þessarar sögufrægu keppni. Augu flestra verða eflaust á leik franska stórliðsins PSG og Barcelona sem fram fer í París....

Rafbækur á alþjóðlega barnabókadeginum

Mynd
Haldið er upp á alþjóðlega barnabókadaginn á fæðingadegi H.C. Andersen. Í tilefni dagsins ætlar Rafbókavefurinn með hjálp mennta- og menningarmálaráðherra að birta bækurnar sem sjálfboðaliðar í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins hafa lesið yfir...

Norður-Kóreumenn setja af stað kjarnaofn

Mynd
Á undanförnum vikum hafa stjórnvöld í Norður-Kóreu verið dugleg við að hóta Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra með hervaldi. Í síðustu viku setti Kim Jong-un, einræðisherra í landinu, her þess i viðbragðsstöðu...

Tónleikar til styrktar Stígamótum

Mynd
Tónleikar til styrktar Stígamótum verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. apríl. Þeir sem munu koma fram á tónleikunum eru Páll Óskar og Mónika, Eyþór Ingi, Valgerður Guðnadóttir, Andrea Gylfadóttir, Lay Low og Ellen Kristjánsdóttir...

Jolie setur skóla á laggirnar í Afganistan

Mynd
Stórleikkonan Angelina Jolie hefur stofnað skóla í Kabúl í Afganistan þar sem 300 stúlkur munu koma til með að stunda nám. Þetta kemur fram á fréttasíðu E! online en Jolie hefur í gegn um tíðina verið mjög dugleg við að sinna ýmsum góðgerðarverkefnum um allan heim...

Fundað um hættu af innfluttu hráu kjöti

Mynd
Bændasamtök Íslands halda opinn hádegisfund í Bændahöllinni, Hóteli Sögu, miðvikudaginn 3. apríl þar sem rætt verður um þá áhættu sem felst í innflutningi á hráu kjöti til landsins...

Óvissustig vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi

Mynd
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi, að höfðu samráði við vísindamenn, lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík....

Stefán Thors nýr ráðuneytisstjóri

Mynd
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur í dag skipað Stefán Thors í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu....

Verkbann á kennara hófst í dag

Mynd
Rúmlega 900.000 nemendur á grunnskólastigi í Danmörku koma ekki til með að mæta í skólann í dag eftir páskafrí. Það er vegna verkbanns sem samtök sveitarfélaga í landinu settu á 60.000 kennara og gekk í gildi í gær....

Atvinnuleysi eykst á evrusvæðinu

Mynd
Aldrei hefur mælst meira atvinnuleysi á evrusvæðinu en í febrúar var það 12 prósent. Það þýðir að yfir 19 milljónir einstaklinga eru án vinnu á svæðinu....

Píratat með „Pop-up“ skrifstofu

Mynd
Píratar verða með svokallaða „Pop-up“ kosningaskrifstofu á Prikinu í dag, þriðjudag. Er þetta liður í röð kynningarviðburða flokksins sem þjóna þeim tilgangi að gera almenningi kleift að kynnast stefnu og starfi flokksins á aðgengilegan hátt...

Sameinast undir nafni Flokks heimilanna

Mynd
Flokkur heimilanna hefur tilkynnt um framboð sitt til næstu Alþingiskosninga. Eru það átta stjórnmálasamtök og áhugamannahópar sem standa að framboðinu, sem hefur fengið listabókstafinn X-I...

Jarðskjálfti austan við Grímsey

Mynd
Rétt um klukkan eitt í nótt varð sterkur jarðskjálfti austan við Grímsey. Samkvæmt bráðabirgðamati jarðeðlisfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands var skjálftinn af styrknum 5,4 og átti upptök sín um 14 km fyrir autan Grímsey...

Aldrei fór ég suður hófst í gær - Myndir

Mynd
Tónlistarhátíðin vinsæla, Aldrei fór ég suður, hófst í gær með látum en margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins tróðu upp. Þar má helst nefna Bubba Morthens, Röggu Gísla, hljómsveitina Valdimar og sjálfan Mugison en stemmningin fyrir vestann var engu lík. ...

Féll fyrir Fjallabræðrum

Mynd
Björgunarsveitir frá Ísafirði og Hnífsdal voru kallaðar út í nótt til að aðstoða sjúkralið við að ná manni upp úr sandsílói við steypustöðina í bænum. Hafði hann fallið um 5 m ofan í gryfjuna. ...

Dynheimaball í Sjallanum á Akureyri

Mynd
Á morgun, laugardagskvöldið 30.mars, ætla N3 plötusnúðar ásamt Hólmar og Þórhallur að halda dúndrandi Dynheimaball í Sjallanum....

Mikið um að vera á Ísafirði um páskahelgina

Mynd
Það er óhætt að segja að það sé mikið um að vera á Ísafirði um páskanna og bærinn fyllist nú jafnt og þétt af fólki. Skíðavikan hófst formlega í fyrradag og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld með pompi og prakt....

Ávarp forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur, við þinglok 27. mars 2013

Mynd
Á þessu kjörtímabili hafa sjónir almennings beinst meira að Alþingi en oftast áður enda hefur þingið þurft að takst á við mörg erfið úrlausnarefni á þessum tíma. Alþingi hefur oftlega sætt harðri gagnrýni og mælingar á viðhorfum almennings til þingsins hafa ekki verið uppörvandi fyrir okkur alþingismenn....

Óvissustig gildir enn

Mynd
Enn er í gildi óvissustig vegna Heklu. Engir atburðir eru nú í gangi sem benda til að eldgos sé yfirvofandi en í samráði við Veðurstofu Íslands verður áfram fylgst með þróun mála. Að óbreyttu verður staðan endurmetin í næstu viku...

Afþreying á Ísafirði um páskana

Mynd
Á Vestfjörðum er margt að gerast yfir alla páskavikuna, bæði fyrir heimamenn og aðkomufólk. Til að mynda verður Skíðavikan sett miðvikudaginn 27. mars og á henni verður Stígasleðakeppni, furðufatadagur, tónleikar, fondukvöld og margt fleira í boði fyrir gesti...

Dynjandisheiði ófær og hálkublettir víða

Mynd
Vegir á Suðurlandi eru að mestu greiðfærir fyrir utan hálkubletti á Mosfellsheiði, Sólheimasandi og Mýrdalssandi samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar um færð og ástand vega...

Nafn mannsins sem lést á Skeiðarvegi

Mynd
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Skeiðarvegi þann 25. mars þegar jeppabifreið hans og dráttarvél skullu saman...

Dæmdur fyrir að þykjast vera fatlaður

Mynd
Sænskur ríkisborgari sem fæddur er í Írak hefur fengið fjögurra ára fangelsisdóm í Svíþjóð eftir að það kom í ljós að hann hafði gert sér upp fötlun. ...

Afþreying á Akureyri um páskana

Mynd
Það er margskonar skemmtun og afþreying í boði á Norðurlandi yfir páskahelgina. Sundlaug Akureyrar verður opin á páskadag, einnig verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opið ásamt Iðnaðarsafninu, Mótorhjólasafninu og Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi svo fátt eitt sé nefnt...

Nokkur golfmót um páskahelgina

Mynd
Þrátt fyrir að spáð sé frosti um páskahelgina eru margir kylfingar byrjaðir að æfa sig fyrir átök sumarsins ef marka má fjölda golfmóta sem í boði eru....

Biður ökumenn að sýna þolinmæði í páskaumferðinni

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við töluverðri umferð út úr höfuðborginni og nágrannasveitafélögum á næstunni. Hún hvetur ökumenn til að búa sig undir að umferðarþungi verði töluverður og að umferð hægist eftir því...

Blindrafélagið gagnrýnir LÍN-frumvarp menntamálaráðherra

Mynd
Stjórn Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi hefur fengið Málflutningsstofu Reykjavíkur (MSR) til að gera lögfræðilega álitsgerð á frumvarpi Mennta- og menningarmálaráðherra til nýrra heildarlaga um Lánasjóð íslenskra námsmanna...

Hún er svo mikil dramadrottning þessi elska

Mynd
Einn viðmælandi Tímans sagði að Hekla væri svo mikil dramadrottning og það kæmi honum ekkert á óvart ef hún byrjaði að gjósa í dag! Jú það er nú einu sinni fullt tungl í dag...

Fræðslusýning um afvopnun kjarnorkuvopna

Mynd
Fræðslusýning verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 4. apríl en Búddistasamtökin SGI á Íslandi standa fyrir henni. ...

Afmælistónleikar kvennakóra

Mynd
Hátíðartónleikarnir „Frá konu til konu“ verða haldnir í tilefni af 20 ára afmæli Kvennakórs Reykjavíkur í Eldborg í Hörpu. Þar munu allir kórar sem starfað hafa undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur koma saman...

Stefnt að þinglokum í dag

Mynd
Þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 10:30 og eru alls 21 mál á dagskrá. Stefnt er að því að slíta þingi í kvöld eftir að umræður stóðu yfir fram á rauða nótt í gær. ...

Sjónvarpskokkur í páskabúning

Mynd
Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver klæddi sig upp í páskaungabúning í tilefni páskahátíðarinnar. Birtir hann matreiðsluþætti á Youtube undir nafninu Food Tube og er Jamie klæddur upp sem páskaunginn í nýjasta myndbandinu...

Kjöthneykslið vindur enn upp á sig

Mynd
Mikil spenna ríkir í Bretlandi fyrir heimildarþætti sem sýndur verður í kvöld og fjallar um evrópska kjöthneykslið sem hefur verið afar áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. ...

Atvinnuleysi minnkar töluvert

Mynd
Atvinnuleysi í febrúarmánuði mældist 4,7% í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Þetta er töluverð framför frá því í fyrra þar sem atvinnuleysi mældist 7,3% í sama mánuði...

Frosti og Heiða í hakkavélina

Mynd
Frosti Sigurjónsson, sem skipar 1. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður og Heiða Kristín Helgadóttir sem skipar 2. sæti á lista Bjartrar framtíðar í sama kjördæmi munu mætast í Stúdentahakkavélinni í dag...

Faðirinn í farbann

Mynd
Karl á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í farbann til 23. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á andláti stúlkubarns í austurborg Reykjavíkur um þar síðustu helgi...

Útlit fyrir gott ferðaveður um páskanna

Mynd
Páskaveðrið er byrjað að skýrast en útlit er fyrir ágætis veður víða um land um þessa miklu ferðahelgi sem Páskahelgin er alla jafna....

Söfnuðu páskaeggjum fyrir Fjölskylduhjálp

Mynd
Starfsmenn Vegagerðarinnar brugðust við ákalli Fjölskylduhjálpar og söfnuðu páskaeggjum fyrir páskana. Verður þeim dreift til fjölskyldna með börn við matarúthlutun fyrir páska...

Norður-Kóreumenn hnykla vöðvana

Mynd
Norður-Kóreskar hersveitir hafa verið settar í viðbragðsstöðu en yfirvöld í þessu lokaða einræðisríki hótuðu í morgun eldflaugaárásum á meginland Bandaríkjanna. ...

Ákvörðun um samruna dæmd ógild

Mynd
Hæstiréttur Íslands kvað upp þann dóm að krafa Stillu útgerðar ehf., KG fiskverkunar ehf. og Guðmundar Kristjánssonar um að ákvörðun hluthafafundar í Vinnslustöðinni hf. 21. september 2011 um samruna Ufsabergs útgerðar ehf við Vinnslustöðina væri ógild...

Fjólublái dagurinn er i dag

Mynd
Fjólublái dagurinn er í dag, alþjóðlegur dagur sem haldinn er árlega þann 26.mars en hlutverk hans er að vekja athygli á flogaveiki um allan heim....

Ríkisstjórnin styrkir byggingu nýs tónlistarhúss á Grænlandi

Mynd
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 5 milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til uppbyggingar tónlistarhúss í Kulusuk á Grænlandi....

Nýtt kerfi eykur öryggi ferðamanna

Mynd
Ferðamönnum, innlendum sem erlendum í styttri sem lengri ferðum hafa nú kost á því að láta fylgjast með að þeir skili sér úr ferðum sínum...

Uncertainty phase because of seismic activity in mount Hekla

Mynd
The National Commissioner of the Icelandic Police (NCIP) and the Police commissioner at Hvolfsvöllur declare an uncertainty phase (lowest level of warning), because of seismic activity in mount Hekla...

Vefútsendingar frá Heklusvæðinu

Mynd
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af Heklu frá vefmyndavélum á heimasíðum bæði Mílu og RÚV. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á svæðinu...

Framsókn með mest fylgi

Mynd
Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mælist nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 29,5%, borið saman við 25,9% í síðustu mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi og mælist hann nú 24,4% borið saman við 27,2% í síðustu mælingu....

Unnið að mælingum við Hornafjarðarós

Mynd
Hornafjarðarós hefur oft verið horn í síðu sjófarenda en jökullinn og hafið eru náttúruöfl sem hafa mótað landið og innsiglinguna í Hornafirði í gegn um aldirnar. ...

Óvissustig almannavarna vegna Heklu

Mynd
Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Veðurstofa Íslands hefur upplýst almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um óvenjulegar jarðhræringar í Heklu...

Bíó í boði Pírata

Mynd
Pírataflokkur stendur fyrir bíósýningu og tónleikum í Tjarnarbíói miðvikudagskvöldið 27. mars. Sýndar verða myndirnar Sita Sings the Blues og Good Copy Bad Copy. Í tilkynningu frá flokknum segir að myndirnar hafi verið gefnar út undir svokölluðum Creative Commons leyfum...

Jolie vekur athygli á kynferðisglæpum á stríðshrjáðum svæðum

Mynd
Stórleikkonan Angelina Jolie lenti í Rúanda í dag ásamt utanríkisráðherra Bretlands, William Hague. Hún hefur verið ötull talsmaður fyrir friði og jafnrétti í heiminum í áraraðir...

Humarinn í aðalhlutverki um páskana

Mynd
Guðbjörg í Fylgifiskum býður lesendum Tímans upp á uppskrift að ljúffengu humarsalati sem hentar með brauði, hrísgrjónum eða góðu salati. Verslunin Fylgifiskar á Suðurlandsbraut er sérverslun með sjávarfang...

Björgunarsveitir til hjálpar á Esju

Mynd
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og sjúkraflutningsmenn frá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins eru nú á leið að sækja mann á Esju. Um er að ræða göngumann sem missteig sig upp við Þverfellshornið og meiddist á fæti. Talið er að hann sé illa tognaður og treysti hann sér ekki til að komast niður af fjallinu af sjálfsdáðum...

Banaslys á Skeiðavegi við Brautarholt

Mynd
Karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að jeppabifreið hans og dráttarvél skullu saman á Skeiðavegi við Brautarholt um hádegisbil í dag. Var maðurinn einn í bílnum þegar slysið varð...

Ný skýrsla kynnt - Hávær rök fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála

Mynd
Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins sem gert var að fara vandlega yfir rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefur skilað inn skýrslu til innanríkisráðherra þar sem fram kemur að hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir framburðir sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið falskir eða óáreiðanlegir...

Tækjabúnaður Norðurlandaþjóða getur valdið krabbameini í Afríku

Mynd
Norðurlandabúar nota mikið af rafmagnstækjum og hafa orð á sér fyrir að fylgjast vel með nýjustu tækni og endurnýja tækjakost. Flestir hugsa sig ekki tvisvar um þegar þeir fleygja gömlu tækjunum og fá sér nýjasta snjallsímann eða flatskjáinn...

Hjónaböndum samkynhneigðra mótmælt í París

Mynd
Mörg þúsund Parísarbúar tóku þátt í mótmælum í gær gegn því að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd en þetta kemur fram á fréttavef Reuters....

Lausar úr sjálfheldu

Mynd
Meðlimir Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu eru nú á leið niður úr Þríhyrningi með tvær unglingsstúlkur sem lentu í sjálfheldu í fjallinu fyrir hádegi. Vel gekk að komast að stúlkunum en björgunarmenn fóru upp í fjallið og komu að þeim ofan frá...

Opnunartími skemmtistaða um páskana

Mynd
Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem leyfður opnunartími skemmtistaða yfir páskahátíðina er útlistaður. Strangar reglur eru um skemmtanahald yfir bænadaga og páska og misjafnt eftir dögum hvenær má hafa staði opna...

Ákærður eftir myndir á Facebook

Mynd
Bandaríski herramaðurinn Christopher Robinson gæti þurft að týna þessa peningaseðla upp af gólfinu og láta fyrrverandi kærustu sína hafa þá eftir að lögregla gaf út ákæru á hann vegna vangoldinna meðlagsgreiðslna....

Flugbjörgunarsveit til hjálpar stúlkum í sjálfheldu

Mynd
Flugbjörgunarsveitin Hellu er nú komin að Þríhyrningi, rétt vestan við Fljótshlíð, þar sem tvær unglingsstúlkur eru í sjálfheldu. Stúlkurnar voru einar í gönguferð á fjallið þegar þær sátu skyndilega fastar í klettabelti og hringdu þá eftir aðstoð...

Fjáröflunarkvöldverður fyrir Ingólf Júlíusson

Mynd
Efnt verður til fjáröflunarkvöldverðar fyrir Ingólf Júlíusson ljósmyndara og tónlistarmann en hann greindist með bráðahvítblæði síðasta haust. ...

Hollvinasamtök Kerlingarfjalla stofnuð

Mynd
Íris Marelsdóttir hefur verið kjörin formaður Kerlingarfjallavina, hollvinasamtaka Kerlingarfjalla, sem stofnuð voru á fundi í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum á dögunum...

Kýpur fær neyðarlán

Mynd
Eftir 12 klukkutíma langa samningalotu tókst ríkisstjórn Kýpur að semja um 10 milljarða evra neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu til þess að bjarga þessari litlu eyju í Miðjarðarhafinu frá gjaldþroti....

Velta á fasteignamarkaði

Mynd
Heildarvelta þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu nam 3.970 krónum í vikunni 15.-21. mars. Voru alls 120 samningar þinglýstir, þar af voru 89 samningar um eignir í fjölbýli, 22 um sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á samning var 33,1 milljónir króna...

Erilsöm nótt hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Mynd
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þrisvar í nótt vegna elda. Tilkynnt var um sinueld við Norræna húsið og Öskju í Vatnsmýrinni um miðnætti sem geisaði á 200 fermetra svæði....

Listamenn til útláns á bókasafni

Mynd
Hægt verður að fá listamenn að láni í gegnum útlánskerfi Borgarbókasafns Reykjavíkur vikuna 2.-7. apríl. Á sama hátt og borgarbúar geta leigt út bækur, tímarit og DVD diska safnsins, verður mögulegt að leigja út danshöfundinn Ásrúnu Magnúsdóttir og myndlistarmennina Örn Alexander Ámundason og Unnar Örn til heimila á Reykjavíkursvæðinu...

Sóknarprestur fermdi son, skírði dótturdóttur og gifti foreldra í sömu athöfn

Mynd
Harla óvenjuleg athöfn fór fram í Grafarvogskirkju í dag þegar Vigfús Þór Árnason sóknarprestur fermdi son, skírði dótturdóttur og gifti foreldra í sömu athöfn. Samhliða því að skíra dóttur sína átti Soffía Ýr Eiðsdóttir 23 ára afmæli í dag og því var fjórfalt tilefni til að fagna. ...

Vilhjálmur Óli sigurvegari Mottumars

Mynd
Sigurvegari Mottumars 2013 er Vilhjálmur Óli Valsson en hann safnaði 1.257.000 milljónum króna. Ásamt því að bera titilinn Mottan 2013, fær Vilhjálmur einnig vikuferð fyrir tvo til Almera með Úrval Útsýn. Í öðru sæti var Páll Sævar Guðjónsson en hann safnaði 1.008.028 milljónum króna...

Blúshátíð í Reykjavík að hefjast

Mynd
Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin dagana 23. til 28. mars. Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða hjónin Lucky og Tamara Peterson ásamt goðsögninni Guitar Shorty. Blúshátíðin í Reykjavík hefst á laugardag með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14-17...

Tillaga um nýtt hafrannsóknarskip

Mynd
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Steingríms J. Sigfússonar að skipa starfshóp til að undirbúa byggingu og fjármögnun nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun...

Veðurhorfur fyrir helgina

Mynd
Spáð er austan 5-10, en 10-18 metrar á sekúndu sunnan til. Rigning eða slydda með köflum allvíða um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Austan 5-15 metrar á sekúndu á morgun, hvassast syðst og lengst af úrkomulítið. Hiti víða 0 til 6 stig en vægt frost inn til landsins...

Samningar um sóknaráætlanir landshluta undirritaðir

Mynd
Samningar um sóknaráætlanir í átta landshlutum voru undirritaðir í Reykjavík í morgun að viðstöddum nokkrum ráðherrum, fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga um land allt...

Stuðlað að þróunarstarfi í menningarmálum á Norðausturlandi

Mynd
Aftur heim er verkefni Menningarráðs Eyþings í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Menningarmiðstöð Þingeyinga og á það að stuðla að öflugu þróunarstarfi í menningarmálum. Undirbúningur að verkefninu hefur staðið í nokkra mánuði og fer það nú af stað á fullum krafti...

Fjórar konur hljóta dóm fyrir ofbeldisbrot

Mynd
Þrjár konur á aldrinum 20-27 ára voru dæmdar fyrir stundu í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á aðra unga konu þar sem hún svaf í íbúð í Mosfellsbæ í janúar í fyrra. ...

Tveir í farbann vegna fíkniefna

Mynd
Lithái um þrítugt hefur verið úrskurðaður í farbann til 17. apríl í tengslum við fíkniefnamál, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn fyrir hálfum mánuði ásamt öðrum Litháa, sem er á fimmtugsaldri, en mennirnir komu hingað til lands frá Bretland...

Nýtt efni frá Sigur Rós

Mynd
Sigur Rós hefur gefið út tónlistarmyndband við lagið Brennisteinn sem verður á nýrri plötu sveitarinnar. Hljómplatan heitir Kveikur og mun koma út um miðjan júní næstkomandi...

Lagði hald á mikið magn kannabisplantna

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í austurborginni fyrr í vikunni. Við húsleit var lagt hald á 160 kannabisplöntur, auk 8 kg af kannabisefnum. Ekki var að sjá að búið væri í húsinu en það virðist hafa verið notað í þeim eina tilgangi að rækta þar kannabis...

Grunaður um aðild að andláti dóttur sinnar

Mynd
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið hálfs árs dóttur sinni að bana....

Blóðug gleraugu John Lennon

Mynd
Yoko Ono tísti mynd af blóðugum gleraugum John Lennons, sem hann bar þegar hann var skotinn til bana í New York borg fyrir 33 árum. Birti hún myndina á Twitter síðu sinni sem innlegg í umræðuna um byssulöggjöf í Bandaríkjunum...

Ölvaður ökumaður á áttræðisaldri stöðvaður

Mynd
Ökumaður á áttræðisaldri var stöðvaður af lögreglunni í Keflavík í gærmorgun við reglubundið eftirlit en í ljós kom að hann var ölvaður....

Hjólreiðamaður fyrir bíl

Mynd
Hjólreiðamaður varð fyrir bifreið í Kópavogi um áttaleytið í morgun. Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang. Ökumaður bifreiðarinnar blindaðist af sól og tók ekki eftir hjólreiðamanninum fyrr en of seint...

Frítónleikar til styrktar tónlistarhúsi Kulusuk

Mynd
Margir þekktustu tónlistarmenn og hljómsveitir landsins munu stíga á svið í Eldborg í Hörpu á tónleikum á laugardag sem haldnir verða til styrktar íbúa Kulusuk á Grænlandi, en tónlistarhúsið í þorpinu brann til kaldra kola í fárviðri nýlega. Það er frítt inn á tónleikana en þar verður fjárframlögum og hljóðfærum safnað...

Mottumars að ljúka

Mynd
Innan við sólarhringur er eftir af fjáröflunar- og árveknisátakinu Mottumars en því líkur á hádegi föstudaginn 22. mars. Tæpar 19 milljónir hafa safnast í átakinu en takmarkið var sett á 30 milljónir...

Þingsályktunartillögur um þingfrestun

Mynd
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem um frestun þingfunda ...

Vilja gera framlag kvenna af erlendum uppruna til íslenskrar menningar sýnilegt

Mynd
Verkefnið Heimsins konur á Íslandi miðar að því að gera framlag kvenna af erlendum uppruna til íslenskrar menningar og samfélags sýnilegt. Gefin verður út viðtalsbók um þátttöku kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og samhliða útgáfu hennar verður sett upp ljósmyndasýning og vefur. ...

EasyJet hefur áætlunarflug til Edinborgar í kvöld

Mynd
Í kvöld verður flogin jómfrúarferð á nýrri flugleið frá Íslandi þegar hinn 29 ára gamli flugstjóri, Davíð Ásgeirsson, flýgur Airbus-þotu EasyJet flugfélagsins í fyrsta sinn í beinu áætlunarflugi á milli Íslands og Edinborgar í Skotlandi....

Umsóknir veittar úr Veiðikortasjóði

Mynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2013. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra...

Úrslit Músíktilrauna á laugardag

Mynd
Ellefu atriði munu keppa um sigur á Úrslitakvöldi Músíktilrauna sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu laugardaginn næstkomandi, 23. mars. Þær hljómsveitir sem komust upp úr undanúrslitum og munu keppa um sigur í Silfursalnum eru...

Sekt SORPU staðfest

Mynd
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti fyrir stuttu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem sektaði SORPU um 45 milljónir króna fyrir að brjóta samkeppnislög....

Kvennaráðstefna um stjórnmál

Mynd
Hópur ungra kvenna í stjórnmálum stendur fyrir ráðstefnu á laugardaginn undir yfirskriftinni Stjórnmál eru stelpumál! Tilgangur ráðstefnunnar er að hvetja ungar konur til þátttöku í stjórnmálum. Fundarstjóri verður Erla Hlynsdóttir en ráðstefnan samanstendur af tveimur panelum og umræðum...

Lögreglan tístir

Mynd
Á morgun, föstudag, mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í tíst-maraþoni, en í slíku felst að lögreglan mun senda út á Twitter öll útköll sem hún fær á tímabilinu 18-06 á laugardagsmorgni. Slíkt er gert tilefni af alþjóðlegu tíst-maraþoni, en í gær höfðu 161 lögreglulið skráð sig og enn er að bætast í hópinn....

Mikilvægur leikur hjá íslenska landsliðinu á morgun

Mynd
Á morgun mætir íslenska landsliðið því slóvenska í undankeppni heimameistaramótsins í knattspyrnu í Ljubljana í Slóveníu....

Mörg mál á dagskrá Alþingis í dag

Mynd
Fundur á Alþingi hófst klukkan hálf ellefu í morgun en 50 mál eru á dagskrá fundarins í dag. ...

Bjóða í bíó um helgina

Mynd
Í tilefni hækkunar framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands bjóða íslenskir kvikmyndagerðarmenn upp á íslenska kvikmyndahelgi 22.-24. mars næstkomandi. Alls verða sýndar 34 kvikmyndir á 18 sýningarstöðum um land allt og ókeypis er inn á allar sýningar...

Úttekt á íslenskri ferðaþjónustu

Mynd
Í gær var kynnt skýrsla sem breska ráðgjafafyrirtækið PKF hefur unnið fyrir Íslandsstofu og Græna hagkerfið um ferðaþjónustu á Íslandi en þetta kemur fram á vef atvinnuvegamálaráðuneytisins...

Varnargarður virkaði sem skyldi á Flateyri

Mynd
Snjóflóð í stærri kantinum féll úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á fimmta tímanum í nótt og náði það alveg niður á þjóðveg. Snjóflóðavarnargarðurinn fyrir ofan bæinn tók við flóðinu og beindi því frá byggð en Vegagerðin hefur unnið við hreinsun á þjóðveginum í morgun. ...

Ljósin slökkt á laugardag

Mynd
Reykjavíkurborg tekur þátt í alþjóðlegri jarðarstund næstkomandi laugardagskvöld, 23. mars ásamt borgum í rúmlega 150 löndum. Jarðarstundin felst í því að kveikja ekki rafmagnsljós í eina klukkustund og minna jarðarbúa þar með á hvernig draga megi úr orkunotkun. Slökkt verður á götulýsingu vestan Elliðaáa í Reykjavík fram til kl. 21.30 þegar jarðarstund lýkur og er fólk hvatt til þess að kveikja ekki heldur rafmagnsljós heima hjá sér...

Eldur kom upp á Nasa

Mynd
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og sjúkraflutningamönnum Reykjavíkur eftir að eldur kom upp í millivegg í húsnæði Nasa í miðbænum. Nokkuð greiðlega gekk að ráða við eldinn en reyk og brunalykt lagði yfir nágrennið...

Óeining innan ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu á Bakka

Mynd
Hreyfing komst á þingstörf í gærkvöldi þegar stjórnarskrármálið var tekið af dagskrá þar til þingflokkar kæmust að samkomulagi um lok þess. Athygli vakti að mál tengd uppbyggingu atvinnustarfsemi á Bakka við Húsavík komust ekki á dagskrá. Samkvæmt heimildum Tímans lögðu framsóknarmenn til að Bakkamálin yrðu sett á dagskrá í gærkvöldi en stjórnarflokkarnir neituðu því. Ástæðan mun vera óeining um Bakka innan þingflokka Samfylkingar og Vinstri-grænna. ...

Nýtt myndband frá Norður-Kóreu beint að Bandaríkjunum

Mynd
Stjórnvöld í Norður-Kóreu birtu fyrr í vikunni nýtt myndskeið og opinberu vefsvæði ríkisins á myndbandavefnum Youtube þar sem sýndar eru svipmyndir úr starfi hersins í landinu og nýlegum heræfingum. ...

Rannsakar andlát stúlkubarns

Mynd
Karl á þrítugsaldri var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti stúlkubarns í austurborg Reykjavíkur. Stúlkan, sem var fimm mánaða gömul, var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann á sunnudagskvöld, en lést þar aðfaranótt mánudags....

Gefa landsbyggðinni fingurinn

Mynd
Maður upplifir þetta þannig að borgaryfirvöld hafi engan áhuga á því að Reykjavík sé höfuðborg landsins.“ ...

Uppbygginu kísilvers á Bakka við Húsavík

Mynd
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í gær um mikilvægi þess að tvö frumvörp sem skipta miklu máli fyrir frekari atvinnuuppbyggingu á Húsavík verði samþykkt fyrir þinglok....

Úthlutun styrkja í velferðarþjónustu

Mynd
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra veitti í gær styrki til sex verkefna í velferðarþjónustu sem tengjast samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu og eiga að stuðla að umbótum, ...

Vinnuumhverfi lögreglumanna er vinnuveitandanum ekki til sóma

Mynd
Ályktun um löggæslumál „Framsýn, stéttarfélag skorar á innanríkisráðherra að bregðast við áhyggjum Þingeyinga er varðar löggæslumál á svæðinu. Það verður best gert með því að auka framlög til löggæslumála þegar í stað. ...

Apparat Organ Quartet til Kanada

Mynd
Íslenska hljómsveitin Apparat Organ Quartet er á leið til Toronto í Kanada. Þar mun bandið koma fram á stórhátíðinni Canadian Music Week en sveitin kemur fram á þremur kvöldum hátíðarinnar. Auk þess mun einn helsti tónlistarmiðillinn þar ytra, Exclaim! gera upptökur með sveitinni en sá miðill frumsýndi einnig nýlega tónlistarmyndband Apparat Organ Quartet við lagið Pólýnesíu...

Miðasala á Þjóðhátíð hófst í morgun - Síðan hrundi

Mynd
Sala miða á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hófst í morgun á vefsíðu þjóðhátíðarnefndar, dalurinn.is....

Veltir 20 milljörðum á ári

Mynd
Stangveiði á Íslandi veltir rúmlega 20 milljörðum á ári en þetta kemur fram í ársskýrslu Veiðimálastofnunar sem birt var í dag....

Einni vinsælustu nektarströnd Bandaríkjanna lokað

Mynd
Yfirvöld í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum hafa lokað nektarströndinni við Wisconsin-ánna á virkum dögum en hún er ein af vinsælustu nektarströndum landsins....

Afar slæm færð á Vestfjörðum

Mynd
Mjög slæmt ferðaveður er víðast hvar á Vestjörðum en ófært er á Súðavíkurhlíð, Ísafjarðardjúpi, Kletthálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði....

Innflytjendum fjölgar lítillega

Mynd
Þann 1. janúar 2003 voru 25.926 innflytjendur á Íslandi eða 8.1% allra þeirra sem búa á landinu. Þetta er örlítil fjölgun frá árinu áður þar sem innflytjendur voru 25.442 eða 8% landsmanna....

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

Mynd
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í fyrsta sinn í dag, miðvikudaginn 20. mars. Dagurinn er haldinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og er markmiðið með honum að vekja athygli á hamingju sem mikilvægu takmarki fyrir einstaklinga og stjórnvöld...

KPMG með app fyrir skattamál

Mynd
Endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið KPMG hefur gefið út fría snjallsímaviðbót, eða app, fyrir iPhone og Android síma þar sem hægt er að nálgast skattabækling félagsins, fá upplýsingar um viðburði og fleira efni...

Minnt á tilkynningarskyldu í póstkortum

Mynd
Landsmenn eru hvattir til að taka þátt í að útrýma kynferðislegu ofbeldi gegn börnum með póstkorti sem dreift er á öll heimili um þessar mundir...

Grænir dagar settir í Háskóla Íslands

Mynd
Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti Græna daga Háskóla Íslands í gær. Gaia, félag nemenda í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ stendur fyrir þessari fimm daga dagskrá...

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum í borginni

Mynd
Styrkur svifryks mælist yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, þriðjudag. Í borginni er hægur vindur, götur þurrar og engar líkur á úrkomu. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 295,4 míkrógrömm á rúmmetra kl. 10 en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra...

Ófært um Fjarðarheiði og Vatnskarð og veður fer versnandi

Mynd
Veður fer versnandi norðaustanlands og í kvöld er reiknað með hvassri norðanátt, jafnvel stormi og ofanhríð á Norður- og Norðausturlandi og eins á Vestfjörðum. Hætt er við að mjög blint verði með þessu fram á nótt, en veðrið verði gengið niður í fyrramálið....

Emil heiðraður í Hannesarholti

Mynd
Rúm fjörtíu ár eru síðan bók Astrid Lindgren um Emil í Kattholti kom út í íslenskri þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur og Böðvars Guðmundssonar árið 1972. Fyrri platan um Emil kom svo út fimm árum síðar. Af þessu tilefni ætla leikarar og aðstandendur plötunnar að efna til fjölskyldudagskrár í Hannesarholti laugardaginn næstkomandi...

Vörubifreið valt á Reykjanesbraut

Mynd
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut þar sem vörubifreið með vagn valt móts við álverið í Straumsvík í morgun. Töluverðar umferðartafir urðu í kjölfarið þar sem Reykjanesbraut var lokað í báðar áttir. Ekki er vitað um slys á fólki eða hvað olli því að bifreiðin valt...

Leikmaður Ipswich Town vekur athygli fyrir góðverk

Mynd
Ungur leikmaður Ipswich Town, Tyrone Mings, sló heldur betur í gegn hjá stuðningsmönnum félagsins um helgina eftir góðverk í gegn um samskiptasíðuna Twitter....

Önnur umræða um stjórnarskrármálið hefst

Mynd
Önnur umræða um frumvarp Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um breytingar á stjórnskipunarlögum hófst á Alþingi ...

Útidúr með nýja plötu

Mynd
Hljómsveitin Útidúr er að leggja lokahönd á nýja plötu sem áætlað er að komi út 15. apríl. Platan hefur fengið nafnið Detour og mun hún innihalda sjö lög. Hefur platan verið í vinnslu í um tvö ár og segir í tilkynningu að margt hafi breyst á þessum tíma...

Smithætta frá frosnum berjum

Mynd
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Matvælastofnun og sóttvarnalæknir hvetja almenning til að sjóða öll frosin ber áður en þeirra er neytt. Koma tilmælin í kjölfar frétta um að undanfarið hafa 30 einstaklingar í Danmörku greinst með lifrarbólgu A. Grunur leikur á að einstaklingarnir hafi smitast vegna neyslu á frosnum berjum sem hafa verið notuð ósoðin í drykki, eftirrétti og kökur...

Mikil svifryksmengun í dag

Mynd
Þar sem í dag er hægur vindur, þurrar götur og engar líkur á úrkomu gæti styrkur svifryks (PM10) farið yfir heilsuverndarmörk í höfuðborginni....

Fjallað um afstöðu Norðmanna til ESB

Mynd
Lise Rye, sérfræðingur í evrópskri samtímasögu, mun fjalla um orsakir andstöðu almennings í Noregi við aðild að Evrópusambandinu á opnum fundi á Hótel KEA á Akureyri, miðvikudaginn 20. mars. ...

Safnahelgi á Suðurnesjum

Mynd
Um helgina verður haldin Safnahelgi á Suðurnesjum en ókeypis verður inn á öll auk þess sem margs konar sýningar og fleira sem gleður augað verður á dagskrá....

Áfram í gæsluvarðhaldi

Mynd
Tveir karlar á þrítugsaldri, annar frá Litháen en hinn íslenskur, voru í dag í héraðsdómi úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. mars í tengslum við fíkniefnamál, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá var Lithái á fimmtugsaldri úrskurðaður í farbann til 12. apríl í þágu rannsóknarinnar...

Myglusveppavandamál til skoðunnar hjá Mannvirkjastofnun

Mynd
Til skoðunar er hjá Mannvirkjastofnun hvort grípa þurfi til ráðstafana til að lágmarka hættu á myglumyndun í byggingum. Algengt er að myglusveppir myndist vegna þess að rangt er staðið að efnisvali...

Brúarfoss hefur strandsiglingar út á land

Mynd
Brúarfoss, skip Eimskipafélagsins, lagðist í fyrsta sinn við bryggju á Ísafirði í morgun en bærinn er viðkomustaður á glænýrri strandleið félagsins sem tengir landsbyggðina ...

Veðurhorfur yfir helgina

Mynd
Spáð er norðan og norðaustan 5-10 metrum á sekúndu og dálítil él norðan- og austanlands og allra syðst, en annars léttskýjað. Lægir og léttir til norð-vesturlands á morgun. Frost 0 til 8 stig, mest inn til landsins, en frostlaust með suður- og vesturströndinni að deginum...

Ólafía nýr formaður VR

Mynd
Ólafía Björk Rafnsdóttir vann formannskjör VR með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hlaut hún 76% atkvæða en fyrrum formaður VR, Stefán Einar Stefánsson um 24%. ...

Ásbjörn Björgvinsson ráðinn rekstrarstjóri Special Tours

Mynd
Ásbjörn Björgvinsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri hjá Special Tours í Reykjavík. Ásbjörn hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustunni bæði sem framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands um árabil og þar áður sem framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík...

Dregið í Evrópukeppnum - Real Madrid fer til Tyrklands

Mynd
Dregið var í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í morgun en margar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá. Stærsta viðureignin er klárlega á milli franska stórliðsins PSG og Barcelona...

Verður sungið á íslensku

Mynd
Myndband og lokaútgáfa íslenska Eurovision lagsins Ég á líf hefur verið gefið út og því orðið ljóst að lagið verður flutt á íslensku á sviðinu í Malmö í maí. Undanfarin sextán ár hefur framlag Íslendinga í Eurovision alltaf verið flutt á ensku...

Málþing um almenningssamgöngur

Mynd
Miðvikudaginn 20. mars fer fram málþing um almenningssamgöngur um land allt og munu sérfræðingar samgöngufyrirtækja og fulltrúar yfirvalda fjalla um ýmsar hliðar málsins...

Hættuleg líkamsárás í miðborginni í nótt

Mynd
Lögreglu var tilkynnt um alvarlega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt en talið er að eggvopni hafi verið beitt....

Kynþáttahatur á San Siro

Mynd
Leikur Tottenham og Inter Milan í 16 liða úrslitum evrópudeildarinnar fór fram í gær en Inter vann leikinn 4-1. Það dugði ekki til því Tottenham sigraði fyrri leik liðanna...

Kosningu lýkur á hádegi

Mynd
Atkvæðagreiðslu til formanns og stjórna VR fyrir kjörtímabilið 2013-2015 lýkur á hádegi í dag, föstudaginn 15. mars. Klukkan hálftíu í morgun höfðu 5.790 af 29.439 félagsmönnum greitt atkvæði eða um 20%...

Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald

Mynd
Þrír karlar voru í dag í héraðsdómi úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli, og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir hafa kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. ...

„Ég get gert betur en verið er að gera í dag“

Mynd
Ólafía Björk Rafnsdóttir býður sig nú fram í formannskosningu VR á móti núverandi formanni, Stefáni Einari Stefánssyni. Hún hefur fengist við margt á lífsleiðinni, bæði á vinnumarkaðinum og í einkalífinu og telur hún að margþætt reynslan muni nýtast henni vel í starfi formanns VR. Segist hún stefna að því að verða formaður allra félagsmanna VR og bætir við að félagið eigi enn nokkuð í land með að ná því þreki og trausti sem það hafði fyrir hrunið 2008. „Það þarf dirfsku og styrk til að snúa vörn í sókn í kjarabaráttu næstu missera sem á að tryggja starfsöryggi þessa fjölbreytta hóps sem er í VR.“...

Karlmennskan njóti sín

Mynd
Mottudagurinn er hluti af Mottumars og verður hann haldinn á morgun, föstudaginn 15. mars. Þá eru allir landsmenn hvattir til að leyfa karlmennskunni að njóta sín og skarta öllum mögulegum karlmennskutáknum. ...

Nýr forseti Kína

Mynd
Xi Jinping var formlega svarinn inn sem forseti Kína í dag en þetta kemur fram á fréttavef CNN. ...

Ísland upp um sex sæti á styrkleikalista FIFA

Mynd
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 92. sæti á nýútgefnum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA....

Karlar taki þátt í baráttunni gegn kyndbundnu ofbeldi

Mynd
Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í New York og fjallar að þessu sinni um ofbeldi gegn konum og stúlkum, baráttuna gegn því og leiðir til forvarna. Fulltrúar Íslands taka þátt í umræðum og viðburðum sem tengjast meginefni fundarins...

HönnunarMars að hefjast

Mynd
Hátíðin HönnunarMars hefst í dag, fimmtudaginn 14. mars. Það er Hönnunarmiðstöð sem sér um hátíðina en hún er stærsta kynningarverkefni miðstöðvarinnar á íslenskri hönnun og arkitektúr. Fjöldi hönnuða og arkitekta koma að hátíðinni og bera þeir hitann og þungann af þeim fjölmörgu viðburðum og sýningum sem haldnar eru næstu daga. HönnunarMars er nú haldinn í fimmta sinn og stendur til sunnudags 17. mars...

Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi

Mynd
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 7. til 12. mars 2013...

Kertafleyting á tjörninni til minningar um fallin börn í Sýrlandi

Mynd
Annað kvöld standa samtökin Barnaheill – Save The Children, að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn þar sem þeirra barna sem fallið hafa í stríðsátökunum á Sýrlandi verður minnst....

Landsvernd skorar á stjórnvöld

Mynd
Landvernd, frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum, hefur sent alþingismönnum áskorun þar sem farið er fram á að Alþingi ljúki umfjöllun og kjósi um frumvarp til laga um náttúruvernd....

Fundur um vöxt og væntingar í ferðaþjónustu

Mynd
Landsbankinn og Landsbréf efna til fundar um vöxt og væntingar í ferðaþjónustu fimmtudaginn 14. mars kl. 08.30 – 12.00 í Hörpu en á fundinum verður kynntur nýr framtakssjóður...

Dramatík í Meistaradeildinni í gær

Mynd
Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en stærsti leikurinn var óumdeilanlega viðureign Barcelona og AC Milan. ...

Tillaga starfshóps að hönnunarstefnu kynnt

Mynd
Í ársbyrjun 2011 skipaði iðnaðarráðherra þriggja manna starfshóp til að vinna tillögu að hönnunarstefnu en þetta kemur fram á vef Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins....

„Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða“

Mynd
Fréttamaðurinn Gissur Sigurðsson er yfirleitt glaður og kátur þegar hann færir fólki helstu fréttirnar í morgunþættinum Í bítið alla virka morgna á Bylgjunni. Það kvað þó við annan tón í þessum reynslumikla fréttamanni í morgun...

Dauð svín hrella íbúa Sjanghæ

Mynd
Yfir 6.000 dauð svín hafa á undanförnum dögum fundist fljótandi í ánni Huangpu sem liggur við kínversku borgina Sjanghæ. ...

Di Canio líklegur til að taka við Reading

Mynd
Ítalinn litríki, Paolo Di Canio er líklegastur til að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Reading miðað við tölur veðbanka um næsta stjóra liðsins. ...

3.305 félagsmenn VR hafa kosið

Mynd
Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í dag, þriðjudaginn 12. mars, höfðu 3.305 félagsmenn VR kosið...

Ryanair kaupir 200 nýjar flugvélar

Mynd
Írska flugfélagið Ryanair hefur lagt inn pöntun á 200 Boeingþotum en þetta kemur fram í dagblaðinu Independent í dag. ...

Raforkunotkun í landinu í sögulegu hámarki

Mynd
Í síðustu viku var raforkunotkun í landinu í sögulegu hámarki en alla vikuna var óvenju mikið álag á raforkukerfið. Álagið náði hámarki í óveðrinu rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 6. mars en þá mældist 5 mínútna afltoppur 2.222 MW og er það í fyrsta skipti sem afltoppur í flutningskerfinu mælist yfir 2.200 MW....

Hjálparstarf UNICEF í Sýrlandi - Íslensk söfnun í gangi

Mynd
Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna(UNICEF) gaf út skýrslu í dag þar sem fjallað er um áhrif stríðsins sem nú geisar í Sýrlandi. Þar kemur fram að yfir tvær milljónir manna, þar af 800.000 börn, eru á vergangi innanlands vegna stríðsins...

Elínrós Líndal í The Forum of Young Global Leaders

Mynd
Elínrós Líndal hefur verið valin af The World Economic Forum til að skipa The Forum of Young Global Leaders. Elínrós er í hópi ungra stjórnenda undir 40 ára aldri frá 70 löndum sem valdir hafa verið vegna faglegs árangurs þeirra og áhuga á samfélaginu. Þeim er ætlað að vinna markvisst að því að hafa áhrif á stöðu heimsmála og skapa betri framtíð....

Mikil fjölgun í hælisumsóknum

Mynd
Mikil fjölgun hefur orðið á hælisumsóknum á undanförnum mánuðum en á fyrstu 65 dögum þessa árs bárust Útlendingastofnun 49 hælisumsóknir en til samanburðar má nefna að 115 umsóknir bárust allt síðasta ár...

ÍBV leikur styrktarleik við Portsmouth í apríl

Mynd
Hermann Hreiðarsson, fyrrum leikmaður Portsmouth og núverandi þjálfari meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu kemur til með að spila sinn síðasta leik fyrir framan stuðningsmenn Portsmouth á Fratton Park, þriðjudaginn 16. apríl næstkomandi...

Með hálft kíló af kókaíni innvortis

Mynd
Tveir karlmenn frá Litháen, annar um þrítugt en hinn á fimmtugsaldri, sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnamál sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar...

Val á nýjum páfa hefst í dag

Mynd
Í morgun hófst ferli sem endar með því að nýr páfi verður valinn en 115 kardínálar frá öllum heimshornum munu næstu daga sitja saman í einangrun og ræða hver tekur við af Benedikt páfa sem sagði af sér í síðasta mánuði. ...

Ísland opnar umræðuna um nýja stefnu í fíkniefnamálum

Mynd
Alþjóðanefnd um nýja fíkniefnastefnu lýsti því yfir sumarið 2011 að stríðið gegn fíkniefnum hefði mistekist og að nýrra leiða ætti að leita í baráttunni við efnin ...

Hádegisfundur um beint lýðræði á morgun

Mynd
Innanríkisráðuneytið mun ásamt fleiri aðilum halda hádegisfund á morgun, þriðjudaginn 12. mars, um beint lýðræði ...

Vantrauststillaga á ríkisstjórnina felld

Mynd
Vantrauststillaga Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar á ríkisstjórnina var felld á Alþingi rétt í þessu með 32 atkvæðum gegn 29. ...

Sakborningur í nauðgunarmáli hengdi sig

Mynd
Einn sakborninga í nauðgunarmálinu sem hefur vakið mikla reiði á Indland á undanförnum mánuðum hefur framið sjálfsmorð en þetta kemur fram á fréttavef Reuters....

Bubbi á Aldrei fór ég suður

Mynd
Í morgun var gert ljóst hvaða listamenn munu koma til með að troða upp á Aldrei fór ég suður, árlegri rokkhátíð sem haldin er á Ísafirði um páskahelgina....

Landsbyggðin lifi skorar á Alþingi

Mynd
Stjórn samtakanna Landsbyggðin lifi hefur skorað á Alþingi og ríkisstjórn að sjá til að vilji þjóðarinnar verði virtur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum....

Slys í Hvalfirði

Mynd
Í dag var lögreglu tilkynnt um slys í Hvalfirði, en þar hafði maður fallið og fótbrotnað illa. Þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra var við æfingar skammt frá var þess óskað að þeir myndu fara á vettvang og taka að sér stjórn vettvangs í umboði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu....

Fór ölvaður á hestbak

Mynd
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi 44 ára karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið á hestbak það fullur að hann gat ekki stjórnað dýrinu og fyrir að veitast að lögreglumönnum sem reyndu að stöðva athæfið....

Fimm nýir listabókstafir

Mynd
Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið nýja listabókstafi fyrir fimm stjórnmálasamtök sem ekki buðu fram lista við síðustu almennar alþingiskosningar 2009....

Engar athugasemdir við samruna WOW Air og Iceland Express

Mynd
Í ákvörðun sem Samkeppniseftirlitið birtir í dag er fjallað um samruna WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Nánar tiltekið er um að ræða yfirtöku WOW Air á rekstri Iceland Express ...

Gítarleikari Black Sabbath í Eurovision

Mynd
Gítaristi Black Sabbath, Tony Iommi, hljómsveitarinnar samdi lagið sem Armenar munu senda í Eurovision í vor. Lagið, Lonely Planet er ballaða sem verður flutt af hljómsveitinni Dorians og söngvaranum Gor Sujyan...

Mikil spenna á Kóreuskaganum

Mynd
Mikil spenna ríkir nú á Kóreuskaganum eftir að Norður-Kóreumenn hótuðu í gær að hefja kjarnorkustríð. Í kjölfarið sögðu þeir upp öllum friðarsáttmálum við Suður-Kóreu og lokuðu landamærum ríkjanna....

Gylfi í stuði fyrir Tottenham í gær

Mynd
Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í gær en bar hæst að Tottenham Hotspur valtaði yfir stórlið Inter Milan á heimavelli 3-0. Gylfi Sigurðsson lék frábærlega með Tottenham...

Bann við sjóböðum vegna hákarlafaraldurs í Flórida

Mynd
Bann hefur verið lagt við sjóböðum á mörgum ströndum Flórida í Bandaríkjunum vegna hættu á hákarlaárásum. Mörg hundruð hákarlar hafa sést syndandi úti fyrir ströndum Flórida að undanförnu ...

Útboði á strandsiglingum frestað

Mynd
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu innanríkisráðherra um að fresta útboði á strandsiglingum við Ísland. Bæði Samskip og Eimskip hafa tilkynnt fyrirætlanir um strandsiglingar sem hefjast munu á næstu vikum....

Leita vitna vegna bruna

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna vegna rannsóknar hennar á bruna í Grafarvogi, en tilkynnt var um eld í bíl við Húsaskóla í Dalhúsum klukkan 01.47 í nótt. Þar kviknaði í ljósgrænum Renault Megane Scenic, en vegfarandi náði að slökkva eldinn. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílnum...

Evrópudeildin heldur áfram í kvöld - Gylfi með Tottenham?

Mynd
Evrópudeildin heldur áfram í kvöld en í 16-liða úrslitum eru margir áhugaverðir leikir á dagskrá. Þar má helst nefna leik Tottenham Hotspur og Inter Milan en Gylfi Sigurðsson gæti byrjað inná fyrir þá ensku eftir góða frammistöðu í undanförnum leikjum liðsins...

Borgarafundur um einelti í Borgarbyggð

Mynd
Tvær mæður í Borgarnesi vinna þessa dagana að skipulagningu borgarafundar um einelti sem fram fer í Hjálmakletti, þriðjudaginn 19. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í Skessuhorni í dag...

Allur tiltækur mannskapur í snjóhreinsun

Mynd
Unnið hefur verið sleitulaust við snjóhreinsun í borginni í gær og í dag. Unnið var til klukkan 23 í gærkvöldi en þá héldu 2 bílar áfram til klukkan fjögur í nótt. Þá bættist við mannskapur á tækjum í samræmi við viðbragsáætlun snjóhreinsunar og við tók áframhaldandi ruðningur, söltun og söndun á götum, stofnanalóðum, biðstöðvum strætó, sem og á göngu- og hjólaleiðum...

70% útgefinna bóka íslenskar

Mynd
Á árinu 2010 komu úr 1.506 bækur á Íslandi, en það jafngildir 4.7 bókum á hverja 1.000 íbúa. Útgefnum titlum fækkaði nokkuð frá árinu 2008, en þá voru gefnar út 5,4 bækur á hverja 1.000 íbúa. Útgáfu bóka eftir höfðatölu fer því minnkandi. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni...

Vont veður víða í dag

Mynd
Áfram er búist við slæmu ferðaverði vegna slyddu, snjókomu og skafrennings. Vegaverðin varar við sterkum vindi og þungu færi. Bálhvasst er í Vestmannaeyjum og fellur kennsla niður í Grunnskóla bæjarins í dag. Vindmælir í bænum sýnir allt í 34 metra á sekúndu í vindhviðum...

Norður-Kóreumenn hóta kjarnorkuárás

Mynd
Í morgun kom fréttatilkynning frá stjórnvöldum í Norður-Kóreu þess efnis að landið muni gera árás á Bandaríkin ef Sameinuðu Þjóðirnar hætta ekki við áform um refsingar gegn ríkinu....

Vilja sporna við ofbeldi gegn börnum

Mynd
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Unicef, vill að komið verði á fót ofbeldisvarnaráði sem hafi það hlutverk að samræma aðgerðir til að draga úr ofbeldi gegn börnum á Íslandi...

Bonnie Tyler í Eurovision

Mynd
Velska söngkonan Bonnie Tyler mun taka þátt í Eurovision fyrir hönd Bretlands í vor. Lagið sem hún syngur, Believe in Me er kraftballaða...

Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár

Mynd
Samkvæmt yfirliti Faxaflóahafna yfir skipakomur hafa 84 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Reykjavíkur í sumar...

Þór Saari leggur fram nýja vantrauststillögu

Mynd
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði í dag fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina og hefur hann óskað eftir því við forseta Alþingis að tillagan verði tekin fyrir á dragskrá þingsins á morgun...

Stofnæðar færar að mestu

Mynd
Flestar stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu eru nú færar umferð. Korpuvegur er þó ófær og er umferð til og frá Grafarvogi beint um Gullinbrú og Víkurveg. Ártúnsbrekka er þungfær, sem og aðreinar upp á Höfðabakkabrú. Reykjanesbraut er lokuð til suðurs við Garðabæ vegna umferðaróhapps. Lögregla og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu leggja áherslu á að fólk fari varlega og sé vakandi yfir færðinni þar sem mjög þungfært er í íbúahverfum og færð ótrygg...

Leggja fram frumvarp til breytinga á stjórnarskrá

Mynd
Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Árni Páll formaður Samfylkingar og Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar leggja til á Alþingi í dag frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014...

Nýr formaður SA kosinn

Mynd
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Tilkynnt var um kjör Björgólfs á aðalfundi SA sem nú stendur yfir. Björgólfur hlaut 98,5% greiddra atkvæða og var þátttaka í rafrænni kosningu meðal aðildafyrirtækja SA góð...

Framsóknarmenn leggja fram málamiðlunartillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrá

Mynd
Þingflokkur framsóknarmanna telur að tími til heildarbreytinga á stjórnarskrá sé fyrir löngu útrunninn á yfirstandandi þingi. Þingflokkurinn leggur því til að lögð verði áhersla á að ná sátt um að mikilvægt ákvæði um auðlindir í þjóðareign verði bætt í núgildandi stjórnarskrá og að flokkarnir einbeiti sér eingöngu að því að klára það ákvæði á næstu dögum. ...

Reykjanesbraut fær og umferðarteppur að leysast

Mynd
Starfsmenn vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar vinna hörðum höndum að því að hreinsa stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu og samhliða því götur í íbúahverfi. Víkurvegur er nú orðinn fær og Reykjanesbraut til og frá Hafnarfirði sömuleiðis. Reykjanesbraut er þó flughál og ekki verður hægt að koma því við að sanda eða salta hana fyrr en veður lægir...

Allt tiltækt lið björgunarsveita að störfum

Mynd
Mikið annríki er búið að vera hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í nótt og í morgun vegna veðurs og ófærðar. Björgunarfélag Vestmanneyjar var kallað út þar sem þakplötur voru að fjúka af húsi í bænum. Mjög hvasst var og fóru vindhviður upp í allt að 51 metra þegar verst var...

Mugison á lista Bjartrar framtíðar

Mynd
Tónlistamaðurinn Mugison, eða Örn Elías Guðmundsson eins og hann heitir í þjóðskrá, kemur til með að skipa heiðurssæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar....

Biður foreldra að sækja ekki börnin

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður foreldra að sækja ekki börnin í leikskóla, skóla, frístundarheimili og þess háttar þar sem ekkert ferðaveður er á svæðinu. Segir í tilkynningu frá lögreglu að það versta sem geti gerst er að fá fleiri fasta bíla sem teppa neyðarumferð...

Samstarf stjórnvalda og Iceland Geothermal klasasamstarfsins

Mynd
Við upphaf ráðstefnunnar Iceland Geothermal 2013 í dag undirrituðu Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra og Dr. Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits og varastjórnarformaður Iceland geothermal klasasamstarfsins, samkomulag ...

Dramatík í Meistaradeildinni í gær - Real áfram

Mynd
Í gær fór óumdeilanlega fram einn stærsti leikur í evrópskri knattspynu á tímabilinu til þessa en spænsku meistararnir í Real Madrid heimsóttu Manchester United heim í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. ...

Ferðum Strætó aflýst vegna veðurs

Mynd
Öllum ferðum Strætó hefur verið aflýst í augnablikinu vegna veðurs og færðar. Skoðað verður með akstur næst klukkan 12:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó...

Vegir lokaðir og vonskuveður frameftir degi

Mynd
Spáð er vonskuveðri, stormi með hríð, skafrenningi og slæmu skyggni um mest allt suðvestan- og vestanvert landið og ekki útlit fyrir að það taki að skána fyrr en upp úr miðjum degi, jafnvel ekki fyrr en síðdegis. Dregur þó úr snjókomunni suðvestanlands, um hádegi, en áfram verður hvasst, skafrenningur og kóf fram á kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni...

Gistinóttum fjölgaði mikið í janúar

Mynd
Samtals voru gistinætur á hótelum og gistiheimilum í janúar 90.300 talsins og fjölgaði um 25% frá því í janúar á síðasta ári. Á höfuðborgarsvæðinu voru 73.600 gistinætur ...

Kolófært og blindbylur

Mynd
Vesturlandsvegi hefur verið lokað við Þingvallaveg, en Suðurlandsvegur er lokaður við Olís í Norðlingaholti, eins og áður hefur komið fram. Á þessum stöðum, sem víðar, er kolófært og blindbylur og ekkert ferðaveður. Lögreglan brýnir fyrir fólki að virða lokanir, en á því hefur verið misbrestur í morgun....

Munnpúðar innkallaðir

Mynd
Matvælastofnun hefur innkallað svokallaða „Kickup“ munnpúða sem innihalda koffín en þetta kemur fram á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í dag. Munnpúðar þessi líkjast munntóbaki í grisjupokum en þeir eru eins og munntóbakið settir undir vör. ...

Afmælisútgáfa Lamborghini kynnt í dag

Mynd
Í tilefni af 50 ára afmæli sínu hefur ítalski sportbílaframleiðandinn Lamborghini ákveðið að framleiða sérstakan bíl. Það er þó ekki verið að tala um neinn venjulegan bíl en aðeins fjögur eintök verða framleidd af honum og kostar stykkið 4 milljón dollara eða rúmlega 500 milljón krónur...

Spenna í Kóreu

Mynd
Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur hótað að segja upp vopnahléssamningnum sem skrifað var upp á árið 1953 á milli landsins og Suður-Kóreu ...

Norðan og norðaustan 13-20 m/s, en 8-15 á NA-landi

Mynd
Norðan og norðaustan 13-20 m/s, en 8-15 á NA-landi. Snjókoma eða él, en þurrt S-til á landinu. Hvessir heldur í kvöld og nótt. Austan og norðaustan 15-25 m/s á morgun, hvassast syðst, en 8-15 NA-til. Snjókoma S-lands, annars dálítil él. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Spá gerð: 05.03.2013 12:20. Gildir til: 06.03.2013 18:00....

334 konur leituðu til Kvennaathvarfs 2012

Mynd
Mikið annríki var í Kvennaathvarfinu árið 2012. Alls dvöldu 200 gestir í athvarfinu, 113 konur og 87 börn en fátítt er að svo mörg börn dveljir þar á einu ári. Að auki komu 211 konur í ráðgjafar- og stuðningsviðtöl. Dvöl varði frá einum degi og upp í 213 daga en meðaltalið var 20 dagar. Konur með börn dvöldu að jafnaði lengur en barnlausar konur. Hátt hlutfall þeirra sneri aftur heim til ofbeldismannsins í óbreytt ástand...

Þeim fjölgar sem styðja listamannalaun

Mynd
Rúmur helmingur var andvígur því að ríkið myndi greiða listamannalaun, þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem voru fylgjandi hafi hækkað nokkuð frá mars 2010. Þetta kemur fram í könnun MMR á viðhorfi Íslendinga til þess að ríkið greiði listamannalaun. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 45,5% vera fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun nú, borið saman við 38,6% í mars 2010. 54,5% sögðust vera andvíg því að ríkið greiði listamannalaun nú, borið saman við 61,4% í mars 2010...

Halldór segir sig úr flokknum

Mynd
Halldór Gunnarsson í Holti hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Hann gaf kost á sér til formennsku á nýafstöðnum landsfundi flokksins á móti Bjarna Benediktssyni. Segir hann í fréttatilkynningu að flokkurinn sé orðinn tæki auðmanna og þeirra sem þeir velja til þjónustu í þágu auðvaldsins...

Meðalaldur mæðra hækkar

Mynd
Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi á landinu og konur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldurinn hækkað og var 26,9 ár í fyrra...

Björgunarsveitaskip í útkall

Mynd
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, er nú að sækja skip sem fékk í skrúfuna um 15 sjómílum suðaustur af Grindavík. Um er að ræða 160 tonna fiskiskip og eru sex manns um borð...

Leðurblökumaður gómar glæpamann í Bretlandi

Mynd
Maður klæddur í búning Leðurblökumannsins handsamaði glæpamann og afhenti hann lögreglunni í Bradford í Bretlandi. Að því loknu hvarf maðurinn út í myrkrið. Lögreglan segist ekki vita hver hafi verið að verki en að glæpamaðurinn sem hann afhenti lögreglunni hafi verið ákærður fyrir að hafa stolinn varning undir höndum og viðskiptasvik...

60 milljónir í styrki

Mynd
60 milljónum króna var úthlutað til margvíslegra verkefna á sviði umhverfis- og orkumála úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar á dögunum. Var þetta sjötta úthlutunin úr sjóðnum en frá árinu 2008 hefur sjóðurinn veitt styrki að heildarupphæð 318,7 milljónum króna...

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8.mars

Mynd
Í tilefni alþjólegs baráttudags kvenna þann 8.mars verður haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður, ný kynslóð nýjar hugmyndir?“...

Solla Eiríks sigraði í Best of Raw

Mynd
Hráfæðiskokkurinn Solla Eiríks vann báða flokkana sem hún var tilnefnd til í Best of Raw kosningunni. Er þetta annað árið í röð sem hún sigrar og segist hún vera yfir sig hamingjusöm með úrslitin...

Samstarf Færeyja og Íslands rætt

Mynd
Ráðstefna um framtíðarmöguleika í samstarfi Íslands og Færeyja verður haldin í Þórshöfn í Færeyjum 5. mars en þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins. ...

Blóðgjafaátak hafið

Mynd
Blóðbankinn í samstarfi við Samtök atvinnulífsins hefur hrundið af stað átakinu Brettum upp ermar – gefum blóð. Er átakið liður í því að fjölga blóðgjöfum sem koma reglubundið í Blóðbankann en hann þarf um 2000 nýja blóðgjafa árlega til að viðhalda blóðgjafahópnum...

Söfnunarreikningur í minningu Þorvaldar

Mynd
Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður, rithöfundur og kennari lést langt um aldur fram þann 23. febrúar síðastliðinn. Lést hann á heimili sínu í Antwerpen í Belgíu. Hafa vinir Þorvaldar efnt til samskota og opnað söfnunarreikning fyrir eiginkonu Þorvaldar, Helenu Jónsdóttur...

Lögregla óskar eftir vitnum

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Nýbýlavegar, Þverbrekku og Ástúns í Kópavogi kl. 10.02 miðvikudagsmorguninn 27. febrúar. Þar rákust saman dökkgrár Hyundai Getz og svartur Ford Focus, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa...

Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Klettshálsi

Mynd
Norðan 18-25 m/s og snjókoma eða él, en mun hægari sunnan- og suðaustantil á landinu fram á kvöld og þurrt að mestu. Hvassast norðantil. Norðaustan 15-23 í nótt og á morgun, hvassast sunnan- og vestantil. Heldur hægari eftir hádegi á morgun. Víða él, en úrkomulítið um landið sunnanvert. Frost 2 til 10 stig, kaldast inn til landsins....

Innblástur í hönnunina fenginn úr sögum

Mynd
Hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttir er í eigu þriggja kvenna, þeirra Brynhildar Pálsdóttur, Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur og Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur. Frá því Vík Prjónsdóttir varð til árið 2005 hefur hún breyst og þróast úr samstarfsverkefni innan Víkurprjóns yfir í sjálfstætt starfandi hönnunarfyrirtæki sem selur vörur sínar víða um heim...

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst eftir helgi

Mynd
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013 hefst þann fjórða mars næstkomandi og fer fram í öllum sendiráðum Íslands á erlendri grundu...

Aukinn ferðamannastraumur til landsins

Mynd
23,5% farþegaaukning varð á Keflavíkurflugvelli í febrúar í ár miðað við febrúar árinu áður. Fimm flugfélög halda uppi áætlunarflugi í vetur og hefur aukning orðið í komu ferðamanna til landsins utan sumaráætlana...

Fimm ára keypti leikjaviðbætur fyrir hundruði þúsunda

Mynd
Fimm ára drengur sem fékk Ipad móður sinnar að láni keypti viðbætur við tölvuleikin Zombies vs Ninjas fyrir rúmlega 300.000 krónur. ...

Slökkviliðið í bleiku

Mynd
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stóðu í dag fyrir formlegu upphafi Mottumars átaksins í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands. Munu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn klæðast bleikum bolum í starfi á meðan átakið stendur yfir til að vekja athygli á málstaðnum...

Vel fór á með Rodman og Kim Jong-un

Mynd
Fyrrum stórstjarna í NBA deildinni, hinn litríki Dennis Rodman hefur verið í heimsókn í einræðisríkinu Norður-Kóreu að undanförnu ásamt körfuboltaliðinu Harlem Globetrotters í þeim tilgangi að taka upp heimildarmynd...

Tíminn í vefútgáfu

Mynd
Nýjasta tölublað Tímans er komið í pdf útgáfu til lestrar á veraldarvefnum. Blaðið kom út fimmtudaginn 28. febrúar og var því dreift frítt inn á öll heimili á landinu. Næsta tölublað kemur út fimmtudaginn 14. mars...

Gáfu Björgvinsbelti til björgunarskipa

Mynd
Slysavarnadeildin Varðan á Seltjarnarnesi verður 20 ára á þessu ári. Af því tilefni var ákveðið á aðalfundi deildarinnar að gefa öllum bátasjóðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem eru 14 talsins, Björgvinsbelti til að nota í björgunarskipum um land allt...

Hera Björk með lag ársins

Mynd
Hera Björk Þórhallsdóttir hlaut verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Chile fyrir lagið Because You Can. Eru þetta stærstu verðlaun keppninnar og hefur lagið verið mikið spilað í útvarpi á spænsku undanfarið...

Mottumars að hefjast

Mynd
Vitundarátakið Mottumars hefst á ný um mánaðarmótin. Um er að ræða fjáröflunar- og árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum en marsmánuður er tileinkaður þeirri baráttu. Að meðaltali greinast um 725 karlar með krabbamein á Íslandi og um 287 karlar deyja af völdum þess ár hvert....

Ný íslensk mynd um páskana

Mynd
Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Fiskar á þurru landi í stúdíói Sagafilm við Laugaveg en myndin verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV um páskana. Fiskar á þurru landi gerist á gistiheimili í litlu plássi úti á landi en myndin er byggð á leikriti eftir Árna Ibsen. Handritið skrifuðu þeir Óskar Jónasson og Sjón en Óskar er enn fremur leikstjóri myndarinnar...

Hlýnandi veður og snarpar vindhviður

Mynd
Það mun koma til með að hlýna á landinu aftur í kvöld en talsverða rigningu um landið norðvestan- og vestanvert mun gera fram á nótt. ...

Borg full matar

Mynd
Hin árlega Food and Fun hátíð er hafin en hún er haldin í Reykjavík dagana 27. febrúar til 3. mars. Verður margt á boðstólunum og áhersla lögð á íslenska matargerð og ferskt hráefni. Jón Haukur Baldvinsson er einn skipuleggjenda hátíðarinnar og segir hann hátíðina að miklu leyti snúast um það sem er í boði á veitingastöðunum, en fjölmargir íslenskir veitingastaðir taka þátt í hátíðarhöldunum með sérstökum Food and Fun matseðli...

Kirkjuþing hefst á morgun

Mynd
Kirkjuþing kemur saman til þingfundar á morgun, föstudaginn 1. mars en á dagskrá eru mörg mál. Þingið mun fara fram í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu ...

Háskóli Íslands fær leyfi til þess að gera tilraunir með mýs

Mynd
Umhverfisstofnun hefur gefið læknadeild Háskóla Íslands leyfi til þess að gera tilraunir á genabreyttum músum...

Benzema tekinn fyrir of hraðan akstur

Mynd
Framherji Real Madrid, Karim Benzema, er ekki bara þekktur fyrir að vera öskufljótur á knattspyrnuvellinum heldur er hann einnig mikið fyrir hraðskreiða bíla...

Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma

Mynd
Dagur sjaldgæfra sjúkdóma er nú haldinn á Íslandi í fyrsta skipti en íslensk stjórnvöld hafa stofnað til formlegs samstarfs við fyrrgreint samstarfsnet. Fimmtudagurinn 28. febrúar er tileinkaður umræðu um sjaldgæfa sjúkdóma. Víða um heim sameinast sjúklingahópar með sjaldgæfa sjúkdóma um að efla vitund almennings um sjaldgæfa sjúkdóma og stöðu þeirra milljóna einstaklinga sem þeir hafa áhrif á...

Creditinfo til Afganistan

Mynd
Seðlabanki Afganistan innleiðir kerfi Creditinfo. Mun fyrirtækið sjá um uppsetningu fjárhagsupplýsingakerfis fyrir seðlabankann þar í landi. Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo, undirritaði samning um verkefnið í Kabúl þann 19. febrúar síðastliðinn. Munu starfsmenn Creditinfo í Prag og Reykjavík aðstoða við uppsetningu kerfisins...

Slökkviliðsmenn í bleikt

Mynd
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna standa fyrir formlegu upphafi Mottumars-átaksins í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands föstudaginn 1. mars kl. 13-14. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn um allt land ætla að klæðast bleikum bolum í starfi á meðan átakið stendur yfir til að vekja athygli á málstaðnum...

451 milljón króna hagnaður

Mynd
Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 451 milljón króna árið 2012. Jókst rekstrarhagnaður félagsins um tæp 37% á milli ára og nam 1.9 milljarði króna. Forstjóri félagsins segir bjart framundan á leigumarkaði atvinnuhúsnæðis...

Hagnaður yfir 23 milljörðum

Mynd
Íslandsbanki hagnaðist um 23,4 milljarða eftir skatta árið 2012. Árið áður var hagnaðurinn 1.9 milljarður. Hagnaðist bankinn um 7,2 milljarða á fjórða ársfjórðungi í fyrra en tapaði 9,5 milljörðum árið áður...

Ólafur Ragnar hélt ræðu á fundi með fulltrúum OECD ríkja

Mynd
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands flutti ræðu í morgun um hreina orku, sjálfbærni og baráttu Íslands við efnahagskreppuna á fundi með sendiherrum OECD ríkja,...

Japanir ekki á leiðinni að hætta hvalveiðum

Mynd
Landbúnaðaráðherra Japans, Yoshimasa Hayashi hefur gefið það út að landið muni aldrei koma til með að hætta hvalveiðum. Þetta kemur fram í franska dagblaðinu France-Presse...

Heimsljós komið út

Mynd
Heimsljós - veftímarit um þróunarmál er gefið út af Þróunarsamvinnustofnun Íslands en ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni....

Rit um samgönguáætlun komið út

Mynd
Ritið Samgönguáætlun 2011-2022 er komið út en þar má finna kynningu á tólf ára samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í fyrra. Í ritinu, sem nálgast má á rafrænu formi, er grein gerð fyrir stefnumótun...

Framsókn í sókn

Mynd
Samkvæmt nýlegri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka hefur Framsóknarflokkurinn styrkt stöðu sína sem næst vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn mælist með 23.8% fylgi og bætir við sig 4.3% frá síðustu könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum...

Ungbarnadauði lægstur á Íslandi

Mynd
Ungbarnadauði var lægstur á Íslandi af öllum Evrópulöndum árið 2011 samkvæmt Hagstofunni. Var ungbarnadauði 0,9 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Næst á eftir Íslandi kom Svíþjóð en þar var ungbarnadauði 2,1 af 1.000 lifandi fæddum. Heildarmeðaltal Evrópusambandsríkja ásamt EES þjóðum var 3,9 fyrir árið 2011...

Kraki og Minerva samþykkt

Mynd
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Kraki og kvenmannsnafnið Minerva. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að nöfnin taki íslenskri beygingu og teljast uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Þau eru því samþykkt og skulu færð á mannanafnaskrá...

Kærður eftir ofsahraða á mótorhjóli - Myndband

Mynd
Einn frægasti hjólabrettakappi Suður-Afríku, Dekio Lourenco hefur verið kærður eftir að myndbandi af honum þar sem hann fer fram hjá hraðamyndavél á 110km hraða á hjólabrettinu sínu var sett á Youtube. ...

Flóðaviðvörun vegna vatnavaxta

Mynd
Eftirfarandi viðvörun hefur borist frá Veðurstofu Íslands: Flóða viðvörun er fyrir Hvítá og Ölfusá. Vatnavextir eru á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna mikilla rigninga og hlýinda undanfarna daga. Miklir vatnavextir eru á efra vatnasviði Hvítár og einnig eru hliðarár í örum vexti...

3.9% óútskýrður launamunur kynjanna hjá Akureyrarbæ

Mynd
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði nýverið rannsókn á launakjörum allra starfsmanna Akureyrarbæjar fyrir árið 2012. Þar kemur fram að óútskýrður launamunum karla og kvenna var 3.9% af heildarlaunum starfsfólks ...

Stærsti hamborgari heims búinn til um helgina

Mynd
Stærsti hamborgari allra tíma var matreiddur um helgina en það voru kokkar spilavítisins Black Bear Casino í Minnesotafylki í Bandaríkjunum sem það gerðu. Hamborgarinn vegur heil 915 kíló ...

Segir af sér sem kardínáli eftir ásakanir um kynferðisbrot

Mynd
Enn eitt kynferðisafbrotamálið skekur nú kaþólsku kirkjuna en Keith O´Brien, kardináli, erkibiskup og æðsti yfirmaður kirkjunnar í Skotlandi hefur sagt af sér. ...

Beckham lék vel í sínum fyrsta leik fyrir PSG

Mynd
David Beckham lék sinn fyrsta leik fyrir franska stórliðið PSG í gær er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri liðsins á Marseille....

Elsti maraþonhlaupari heims leggur skónna á hilluna

Mynd
Það eru fáir íþróttamenn sem hafa vakið jafn mikla athygli og látið jafn gott af sér leiða á undanförnum árum eins og Fauja Singh. Singh er 101. árs en fyrir rúmum áratug fór hóf hann að stunda langhlaup....

Spilavíti og tollfrjáls sala

Mynd
Tvö erlend fyrirtæki sem gera út skemmtiferðaskip hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Excursions. Hugmynd útgerðarfyrirtækjanna er að bjóða Íslendingum jafnt sem útlendingum upp á tollfrjálsar siglingar í kringum landið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu...

Argo valin besta myndin

Mynd
Kvikmyndin Argo var valin besta mynd ársins á Óskarsverðlaununum sem fóru fram í Hollywood aðfaranótt mánudags. Fékk Daniel Day-Lewis óskarinn fyrir besta leik karla í aðalhlutverki í myndinni Lincoln en voru þetta þriðju óskarsverðlaun Day-Lewis og hefur enginn annar leikari fengið jafn marga óskara fyrir aðalhlutverk. Leikkonan unga Jennifer Lawrence hlaut óskarinn fyrir besta leik kvenna í aðalhlutverki í myndinni Silver Linings Playbook...

Forseti heldur til Frakklands

Mynd
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór í morgun í heimsókn til Parísar í boði franskra stjórnvalda. Hann mun koma til með að ræða við François Hollande forseta Frakklands...

Bjarni Ben 939 atkvæði 78,9%

Mynd
Bjarni Benediktsson var nú rétt í þessu kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins...

Konur formenn í sjö nefndum af átta hjá XD

Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins eru átta og gríðarlegur áhugi var hjá flokksmönnum að bjóða sig fram í stjórn þeirra. Alls buðu 124 sig fram þar af 59 konur og 65 karlar. ...

VG:Opnir fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokk en vilja enga olíuvinnslu

Mynd
Nú er verið að ræða tillögur að ályktunum um umhverfismál á síðasta degi landsfundarins sem fer fram á Nordica hóteli. Í þeim tillögum kemur meðal annars fram að landsfundurinn leggist harðlega gegn öllum áformum um olíuvinnslu á Drekasvæðinu...

Slasaður vélsleðamaður

Mynd
Á sjötta tímanum í dag var björgunarsveit Slysavarnafélagins Landsbjargar á Grenivík kölluð út vegna vélsleðamanns sem hafði slasast við Heiðarhús á Flateyjarda...

Stjórnmálaályktun 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Mynd
Í þágu heimilanna leggur landsfundur Sjálfstæðisflokksins áherslu á trausta stöðu Íslands sem sjálfstæðrar þjóðar á meðal þjóða...

Kæru landsfundarfulltrúar – kæru vinir!

Mynd
Það er ríkisstjórn í landinu. Kannski ekki alltaf alveg augljóst – en hún er nú samt þarna enn – ekki endilega sem sú norræna velferðarstjórn sem hún vildi vera, reyndar bara alls ekki – heldur frekar sem sú séríslenska ófriðarstjórn – sem bæði þingmenn og stuðningsmenn keppast við að hlaupa sem hraðast frá....

Katrín formaður VG

Mynd
Katrín Jakobsdóttir hefur verið kosin nýr formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á landsfundi flokksins. Fékk Katrín 98,4% atkvæða, en hún var eini frambjóðandinn...

500 útskrifast frá Háskóla Íslands í dag

Mynd
Það verður eflaust mikið um útskrifarveislur í dag en hátt í 500 kandídatar taka á móti prófskírteinum sínum á brautskráningarhátíð Háskóla Íslands....

Pistorius laus gegn tryggingu

Mynd
Spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur verið látinn laus gegn tryggingu meðan morðið á unnustu hans er rannsakað. Pistorius skaut Reevu Steenkamp á heimilí sínu í síðustu viku ...

Framtíð Íslendinga björt

Mynd
Steingrímur J. Sigfússon fráfarandi formaður Vinstri grænna hélt ræðu á opnunarhátíð landsþings flokksins í dag, föstudag. Í ræðu sinni fór hann um víðan völl og leit yfir farinn veg. Rifjaði hann upp ástandið á Íslandi fyrir og í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008....

Landsfundur VG hafinn

Mynd
Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboð verður settur í dag, föstudag, kl. 17 með opnunarhátíð og setningarræðu Steingríms J. Sigfússonar. Fundurinn fer fram á Hótel Hilton og mun standa fram á sunnudag...

Lífeyrissjóðsmál rædd á bæjarfundi í Kópavogi

Mynd
Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi í gær að kanna þann möguleika að leggja niður Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar. Lagt var til að hann yrði sameinaður öðrum lífeyrissjóði eða nýr gegnumstreymissjóður stofnaður hjá bænum....

66% bera lítið traust til Bjarna

Mynd
Helstu niðurstöður nýlegrar könnunar á vegum MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum sýna að traust til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar eykst þriðja árið í röð, að tveir af hverjum þremur segjast bera lítið traust til formanns Sjálfstæðisflokksins og að Hanna Birna og Katrín Jakobsdóttir njóta báðar meira trausts en formenn flokka þeirra...

Lítil stúlka stal pallbíl

Mynd
12 ára gömul stúlka frá Suður-Karólínu í Bandaríkjunum stal pallbíl föðurs síns og keyrði rúma 80 kílómetra vegalengd áður en lögreglu tókst að stöðva hana. ...

Liverpool úr leik í Evrópudeildinni

Mynd
Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í gær en 32-liða úrslit kláruðust með mörgum áhugaverðum leikjum. Hæst ber að nefna að lið Zenit sló út Liverpool eftir dramatískan leik á Anfield ...

Deiliskipulagi Landsímareits breytt

Mynd
Kynningarfundur um breytingar á deiliskipulagi á Landsímareit – Kvos var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, fimmtudag. Helstu breytingarnar felast í því að deiliskipulag tekur ekki til Ingólfstorgs. Hefur Reykjavíkurborg ekki í hyggju að reisa þar menningarhús líkt og var í vinningstillögu ASK arkitekta sem kynnt var í vor...

Mary Poppins á svið

Mynd
Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld söngleikinn Mary Poppins. Í tilefni þess hefur Borgarleikhúsið sett myndband á netið sem sýnir leikara og dansara á æfingum verksins í janúar og febrúar. Er sýningin sú flóknasta og viðamesta sem nokkurn tímann hefur verið sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur...

Samskip í útflutning frá landsbyggðinni

Mynd
Samskip hefur nýja siglingaleið í sjóflutningum til og frá landinu en áætlað er að nýja leiðin verði farin fyrst þann 18. mars næstkomandi. Samkvæmt nýju leiðinni munu flutningaskip félagsins fara frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Reyðarfjarðar og sigla þaðan yfir til Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi með viðkomu í Kollafirði í Færeyjum. Frá Rotterdam sigla skipin til Reykjavíkur...

Frosti Sigurjónsson heldur fund á Akureyri á morgun

Mynd
Frosti Sigurjónsson mun koma til með að halda fund á vegum Framsóknarfélagsins á Akureyri á annarri hæð á Greifanum á morgun....

Dalai Lama sendir Bradford City stuðningskveðju

Mynd
Trúarleiðtogi Búddista, Dalai Lama hefur sent knattspyrnufélaginu Bradford City stuðningskveðju fyrir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum sem háður verður á sunndag...

Enn eitt óhugnalegt mál í Indlandi

Mynd
Sláandi mál hefur komið á borð lögreglu í Nýju Delí á Indlandi en lík þriggja stelpna, 6, 9 og 11 ára fundust í brunni um síðustu helgi...

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins settur í dag

Mynd
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur klukkan 17 í dag en hann fer fram í Laugardalshöll og mun koma til með að standa fram á sunnudag....

Inflúensan á uppleið

Mynd
Lítið lát virðist vera á inflúensunni og hún enn í mikill dreifingu en þetta kemur fram á vef Landlæknis. ...

Endurgreiðir 2,5 milljarða

Mynd
Um 20.000 skilvísir viðskiptavinir Íslandsbanka munu fá endurgreiðslu frá bankanum að andvirði 30% af þeim vöxtum sem þeir greiddu af húsnæðislánum og almennum skuldabréfalánum hjá bankanum í fyrra...

Frábær sigur AC Milan á Barcelona í gær

Mynd
Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en þar ber helst að nefna leik AC Milan og Barcelona sem fram fór á San Siro í Mílanó. Fyrir viðureignina var talið að fyrrum Evrópumeistarar Barcelona myndu fara létt með ungt og óreynt lið AC Milan....

Barnasáttmáli lögfestur

Mynd
Barnasáttmálinn, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var löggiltur á Alþingi í gær, miðvikudag. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir það mikið fagnaðarefni að loks sé hægt að beita ákvæðum hans fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum...

Heimsmótinu í holukeppni frestað vegna snjókomu

Mynd
Heimsmótið í hokukeppni fer fram á Dove Mountain vellinum í Arizona í þessari viku en þar mæta 64 bestu kylfingar heims til leiks...

Dögun stillir upp

Mynd
Dögun hefur sent frá sér tillögu uppstillingarnefndar flokksins að skipan efstu sæta á listum framboðsins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi....

Vantrauststillaga dregin til baka

Mynd
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur dregið vantrauststillöguna sem hann setti á ríkisstjórnina í gær, til baka. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér segir...

Björn Valur gefur kost á sér

Mynd
Björn Valur Gíslason hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem haldinn verður um helgina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér í dag....

Þór Saari leggur fram vantraust á ríkisstjórnina

Þór Saari hefur lagt fram á Alþingi tillögu um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar. Í tillögunni er lagt til að Alþingi lýsi þeim vilja sínum að þing verði rofið eigi síðar en 28. febrúar 2013 og efnt til almennra þingkosninga 27. apríl 2013. Fram að kjördegi sitji starfsstjórn skipuð fulltrúum allra flokka á þingi. Þór er eini flutningsmaður tillögunnar....

Í minningu Biogen

Mynd
Babel raftónlistarkvöldið til heiðurs tónlistar- og listamanninum Sigurbirni Þorgrímssyni verður haldið á skemmtistaðnum Dolly af Weirdcore-samsteypunni og Möller forlaginu laugardagskvöldið næsta. Sigurbjörn, sem lést árið 2011 var best þekktur undir listamannsnafninu Biogen en Babel var annað listamannsnafn hans...

Meistaradeildin í fullum gangi - Stórleikur í kvöld

Mynd
Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi þessa dagana en í gær fóru fram tveir leikir í 16-liða úrslitum þessarar sögufrægu keppni....

Inflúensutilfellum fjölgar á ný

Mynd
Fjöldi tilkynninga um inflúensulík einkenni jókst að nýju í síðustu viku eftir að dregið hafði úr inflúensusmitum undanfarið. Inflúensan er því enn í mikilli dreifingu samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu frá landlækni...

Dæmdir eftir stríðni á Facebook

Mynd
Tveir danskir unglingspiltar voru í dag dæmdir til þess að greiða jafnöldru sinni 6.000 danskar krónur eða rúmlega 140.000 íslenskar krónur eftir að hafa breytt Facebook-síðu hennar...

Tjónakostnaður lögreglu minnkar umtalsvert

Mynd
Tjónakostnaður lögregluökutækja minnkaði til muna á árinu 2012 samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps lögreglustjóra. Er fækkun tjóna einkum rakin til þess að akstur ökutækja lögreglunnar hefur dregist verulega saman en einnig vegna aukins aðhalds, námskeiða og bætts öryggisbúnaðar...

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Mynd
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, verða afhent í sjöunda sinn sunnudaginn 24. febrúar. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilvægu framlagi kvenna til íslenskra bókmennta. Hátíðin fer fram í Iðnó og þar mun frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursgestur hátíðarinnar flytja ávarp...

Reykjavíkurskákmótið í fullum gangi

Mynd
N1 Reykjavíkurskákmótið er haldið um þessar mundir. Hófst önnur umferð í morgun og er keppnin æsispennandi. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá 29 efstu borðunum á heimasíðu mótsins. Heildarverðmæti verðlauna mótsins er 15.000 evrur og er því til mikils að vinna auk heiðursins...

Neyðaraðstoð í Sýrlandi

Mynd
Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gaf út tilkynningu í morgun þess efnis að starf samtakana í Sýrlandi hefði aukist mikið að undanförnu....

David Gill hættir hjá Manchester United

Mynd
Stjórnarformaður Manchester United, David Gill, gaf það út í morgun að hann hafi sagt starfi sínu lausu. Gill hefur starfað fyrir félagið síðan árið 1997...

Áhrifaríkt myndband um afleiðingar eineltis

Mynd
Ljóðið To This Day varð kveikjan að verkefni sem nefnist To This Day Project þar sem farið er yfir langvarandi áhrif eineltis á einstaklinga. Þetta myndband varð því til, þar sem ljóðið er lesið og innihald þess myndskreytt á áhrifaríkan hátt...

Sir Richard Branson gefur helming eigna sinna

Mynd
Milljarðamæringurinn Sir Richard Branson, stofnandi Virgin samsteypunnar hefur skrifað undir samning þess efnis að hann muni koma til með að gefa helming allra sinna auðæfa til góðgerðarmála...

Ríkisstjórn segir af sér í kjölfar mótmæla

Mynd
Ríkisstjórn Búlgaríu hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla um landið allt í vegna hækkunar á rafmagnsverði. Forsætisráðherra landsins, Boiko Borisov hafði reynt að róa mótmælendur með því að reka fjármálaráðherra og heitið því að lækka orkuverð ásamt því að refsa fyrirtækjum í eigu útlendinga en allt kom fyrir ekki og mótmælin héldu áfram...

Ættleiðingarsamband við Rússa

Mynd
Unnið hefur verið að ættleiðingarsambandi Íslands við Rússland í rúm þrjú ár, frá því að stjórn Íslenskrar Ættleiðingar óskaði þess að íslensk stjórnvöld sendu formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda....

Barokktónleikar í Þjóðmenningarhúsi

Mynd
Tónleikar með verkum eftir Frantisek Jiranek, Christoph Graupner og Antonio Caldara verða haldnir í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudaginn, 24. febrúar. Öll verkin eru frá barokk tímabilinu og voru þau samin á árunum 1699-1742 og verða þau flutt á tónleikum í fyrsta sinn á Íslandi...

Marklínutækni á HM í Brasilíu

Mynd
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag að marklínutækni verði notuð í Brasilíu á úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu...

Aðgerðarhópur um skipulagða glæpastarfsemi settur á ís

Mynd
Starfsteymi á vegum lögreglunnar sem átti að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hefur verið sett á ís en engar fjárveitingar voru settar í verkefnið á fjárlögum í ár....

Konur oftar fórnarlömb stríðsins

Mynd
Konur og stúlkur verða sífellt oftar fórnarlömb stríðsins í Afganistan samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Jókst fjöldi kvenna sem slasaðist eða lést um 20% í fyrra, þrátt fyrir að heildarfjöldi látinna borgara hafi minnkað í fyrsta sinn í mörg ár...

Ögmundur á ferð um Indland

Mynd
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti á sunnudag barnaheimili fyrir munaðarlaus börn á Indlandi...

Ferðamannaiðnaðurinn í Norður-Kóreu blómstrar

Mynd
Norður-kóreska ríkisfréttastofan, KCNA, greindi frá því í gær að ferðamannaiðnaðurinn í landinu væri í miklum blóma...

Sautján flugfélög fljúga til landsins í sumar

Mynd
Spænska flugfélagið Vueling Airlines sem nýlega kynnti áform um fljúga til Íslands frá Barcelona í sumar hefur fengið afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Félagið hyggst fljúga til landsins að næturlagi með brottför frá Keflavík kl. 01:25 og 01:40 aðfaranætur þriðjudaga og föstudaga frá 20. júní til 17. september...

Agaleysi, fyllerí og einelti

Mynd
Ástralska sundsambandið fékk ráðgjafarfyrirtækið Bluestone til þess að rannsaka lélegt gengi ástralskra sundmanna á Ólympíuleikunum í London í fyrra ...

Atvinnuleysi minnkar í Reykjavík

Mynd
Atvinnuleysi hefur gengið hratt niður í Reykjavík milli áranna 2010 og 2012. Þetta kemur fram í úttekt sem Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefur gert út frá gögnum Vinnumálastofnunar og Hagstofu Íslands...

Risastórt demantarán í Belgíu

Mynd
Fjórir þungvopnaðir menn rændu demöntum að verðmæti rúmlega 60 milljarða króna í gærkvöldi en þetta kemur fram á fréttavef Reuters...

Ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði

Mynd
Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius var ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði í réttarsal í Suður Afríku í dag, þriðjudag. Sagði saksóknarinn að hin myrta, Reeva Steenkamp hefði ekki getað forðað sér og nú gæti hann ekki hlaupið á brott...

Fyrst til að útskrifast

Mynd
Pacifica F. Achieng Ogola var fyrst Afríkubúa til að ljúka doktorsnámi við Háskóla Íslands. Er hún jafnframt fyrsta manneskjan sem brautskráist sem doktor í náminu, umhverfis- og auðlindafræði. Varði hún doktorsritgerð sína föstudaginn 15. febrúar í Hátíðasal skólans...

Kosið um björtustu vonina

Mynd
Íslensku tónlistarverðlaunin munu fara fram í Hörpu miðvikudaginn 20. febrúar. Enn stendur yfir kosning almennings á Björtustu voninni fyrir tónlistarverðlaunin...

Varð fyrir grjóti úr Gígjökli

Mynd
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins frá Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slys á ferðakonu við Gígjökul á Þórsmerkurleið. Svo virðist sem grjót hafi hrunið úr jöklinum og lent á konunni. ...

Skíðastemning á vefnum

Mynd
Hægt er að fylgjast með veðri og stemningu í Hlíðarfjalli á Akureyri á heimasíðu skíðasvæðisins með hjálp vefmyndavéla. Hægt er að líta í kring um skíðasvæðið og þysja inn á skíðabrekkurnar, lyfturnar og skíðasvæðin og skoða þau nánar...

Krefjast aðgerða gegn offituvandamáli þjóðarinnar

Mynd
Læknar í Bretlandi krefjast þess að skattar á sykruðum drykkjum verði hækkaðir, að skyndibitastöðum í nágrenni skóla verði fækkað og að bann verði lagt á óhollan mat innan spítala. Með þessum kröfum vilja þeir sporna við síaukandi offituvanda þjóðarinnar og óttast þeir að verði ekkert aðhafst verði vandamálið brátt óviðráðanlegt...

Fíkniefni í Herjólfi

Mynd
Fíkniefni fundust í fórum farþega Herjólfs í Vestmannaeyjum að kvöldi 17. febrúar. Voru tveir ungir menn, annar á 17. aldursári og hinn um tvítugt, stöðvaðir við venjubundið eftirlit lögreglu og fannst maríjúana í farangri þess yngri. ...

Snjómugga á Suður og Suðausturlandi frá Mýrdalssandi og austur á Höfn

Mynd
Austan og norðaustan 13-20 m/s, hvassast syðst og á fjallvegum NV-til. Snjómugga á Suður og Suðausturlandi frá Mýrdalssandi og austur á Höfn, en éljagangur á austanverðu landinu og einnig norðanlands með morgninum. Úrkoma breytist í rigningu um og upp úr hádegi en áfram él eða slydda norðaustanlands í dag. Mjög hált getur orðið á vegum þar sem klakabunkar eru fyrir og einnig þar sem þjappaður snjór er á vegum....

Katrín býður sig fram til formanns

Mynd
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi sem haldinn verður í Reykjavík 22.-24. febrúar næstkomandi....

Steingrímur hættir sem Formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs

Mynd
ætlar ekki að hætta á þingi, þó hann hætti sem formaður VG sagði Steingrímur....

Beiðni um að álit framkvæmdastjórnar ESB á verðtryggðum lánum verði tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar

Mynd
Er sú afstaða talin geta haft víðtækar afleiðingar fyrir verðtryggð lán á Íslandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þetta álit kemur fram í svari Mariu Lissowska, sérfræðings innan framkvæmdastjórnarinnar, við fyrirspurn dr. Mariu Elviru Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands....

Málþroskaskimun til að meta málþroska ungra barna

EFI-2 málþroskaskimun er tæki fyrir leikskólakennara og sérkennara leikskólans til að meta málþroska barna á fjórða ári. Eldri útgáfan EFI var notuð af hjúkrunarfræðingum heilsugæslustöðva í u.þ.b. tíu ár við reglubundna skoðun 3ja og ½ árs barna til að meta hvort ástæða væri til vísa barni til frekari athugunar. Árið 2010 var aldursviðmiðum skoðana hjá heilsugæslu breytt í tveggja og hálfs- og fjögurra ára aldur og því önnur skimunartæki tekin upp. ...

Hamborgarafabrikkan á Akureyri

Mynd
Á vormánuðum verður opnaður nýr veitingastaður og „lounge“ bar á Hótel Kea Akureyri. Hönnunarferlið er langt komið og í því er leitast við að halda í fágun fortíðarinnar en koma jafnframt nýjum straumum og stefnum að...

Áform um uppbyggingu kísilvers

Mynd
Í dag skrifaði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra undir yfirlýsingu um samstarf ríkisins við Norðurþing, Hafnarsjóð Norðurþings og þýska iðnfyrirtækið PCC vegna áforma um uppbyggingu kísilvers á Bakka....

Björgunarsveitir með nýjan búnað

Mynd
Hjálparsveit skáta í Reykjavík, Björgunarsveitin Kjölur, Kjalarnesi og Björgunarsveit Hafnarfjarðar fengu á föstudaginn 8. febrúar formlega afhentan búnað sem keyptur var fyrir framlag úr styrktarsjóði Isavia á síðastliðnu ári. Búnaðurinn er af ýmsum toga og mun nýtast sveitunum vel....

Kaffihátíð í Hörpu

Mynd
Kaffihátíð 2013 verður haldin í Hörpu um helgina. Þar boðar Kaffibarþjónafélag Íslands til hátíðar þar sem fólk úr sælkerakaffibransanum hittist, hefur gaman og styrkir tengslin. Kaffifyrirtæki og aðrir aðilar innan kaffibransans verða með kynningarbása...

90 ár frá því að fyrsta konan tók sæti á Alþingi

Mynd
Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, minntist þess við upphaf þingfundar að í dag, 15. febrúar, eru liðin rétt 90 ár frá því að fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri, tók sæti á Alþingi. Í ávarpi sínu sagði þingforseti: Í dag, 15. febrúar, eru liðin rétt 90 ár frá því að fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri, gekk inn í þennan sal sem kjörinn alþingismaður....

Minni afli í ár

Mynd
Heildarafli íslenskra skipa í janúar 2013 var 8% minni en í janúar árinu áður. Var aflinn alls 147.314 tonn í janúar, 50 þúsund tonnum minna en í janúar 2012 þegar hann var 198.290 tonn...

Easyjet eykur umsvif á Íslandi

Mynd
Fyrsta þota Easyjet á nýrri flugleið til Manchester lenti í Keflavík í morgun. Easyjet er eitt stærsta flugfélag í Evrópu en það mun koma til með að fljúga tvisvar í viku til Manchester...

Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal hlaut forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar

Mynd
Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal hlaut forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir árið 2012. Tryggingamiðstöðin hefur veitt forvarnarverðlaunin Varbergið frá árinu 1999, en þau eru veitt þeim fyrirtækjum sem þótt hafa skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. ...

Dansað gegn kynbundnu ofbeldi í Hörpu - Myndir

Mynd
UN Women á Íslandi ásamt V-dagssamtökunum og Lunch Beat slógu til heljarinnar dansveislu í Hörpu í hádeginu í dag...

American Airlines og US Airways að sameinast

Mynd
Miklar líkur eru á því að stjórnir bandarísku flugfélaganna American Airlines og US Airways gefi það út síðar í dag að þau verðu sameinuð...

Handbók fyrir kennara um ADHD nú aðgengileg

Mynd
Fyrir stuttu kom út handbók sem dreift hefur verið til fólks sem starfar með börnum sem eiga við ofvirkni og athyglisbrest að stríða....

Valentínusarmótmæli í Indónesíu

Mynd
Róttækir íslamistar í Indónesíu mótmæla Valentínusardeginum í dag en þeir segja að dagurinn stuðli að svallveislum og kynlífi ungs fólks fyrir hjónaband. Indónesía er fjölmennasta múslimaríki heims...

Magnaður leikur á Bernabeu í gær

Mynd
Í gær fóru fram tvær viðureignir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en augu flestra voru á leik Real Madrid og Manchester United á heimavelli Madrid, Santiago Bernabéu...

Sonur Larry Bird í vanda

Mynd
Sonur körfuboltagoðsagnarinnar Larry Bird, Connor Bird gæti verið í miklum vandræðum ef nýlegar ásakanir á hendur honum reynast réttar....

Alheimsbylting gegn ofbeldi

Mynd
Viðburðurinn Milljarður rís er haldinn í tengslum við alþjóðlega byltingu þar sem fólk er hvatt til þess að mæta saman og dansa í sameiningu gegn ofbeldi gegn konum. Verður hann haldinn í Hörpu fimmtudaginn 14. febrúar. Haldnir verða um fimm þúsund viðburðir á sama tíma um heim allan til stuðnings konum sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi....

Ekkert hrossakjöt í íslenskum Findus vörum

Mynd
Ekkert hrossakjöt er í lasanja sem selt hefur verið hér á landi frá matvælaframleiðendanum Findus en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu...

Furðuverur á ferð í bænum

Mynd
Í miðbænum má sjá ýmsar furðuverur á stjá í dag, öskudag. Er dagurinn haldinn hátíðlegur af börnum um allt land í dag, þar sem þau ganga á milli verslana og fyrirtækja og syngja fyrir góðgæti. ...

Með eða á móti byggð í þorpum landsins

Mynd
Eyþór Jóvinsson skrifar pistil um landsbyggðamál sem birtist á Vestfjarðarmiðlinum vestur.is. Það óskar hann eftir svari ráðamanna landsins við spurningunni „Er mikilvægt fyrir hagsmuni Íslands að hafa lítil þorp út á landi í byggð? Til dæmis Flateyri. (afhverju/afhverju ekki?)“...

63,3% andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið

Mynd
MMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 24,2% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 25,0% í síðustu mælingu (15-20 janúar 2013). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63,3% vera andvíg því að Ísland gengi í Evrópusambandið nú, borið saman við 62,7% í janúar....

Ferð á Landspítalann varð dýrkeypt

Mynd
Það var óskemmtileg sjón sem mætti konu á langtímabílastæði Landspítalans á laugardaginn. Búið var að brjóta tvær rúður í bílnum hennar og rafgeymir bílsins ásamt startköplum og útifötum var á bak og burt...

Oyama leggur land undir fót

Mynd
Hljómsveitin Oyama sem nýverið gaf út EP plötuna I Wanna leggur nú land undir fót í fyrsta sinn. Kemur hljómsveitin fram á by:larm hátíðinni í Osló og verður einnig með nokkra tónleika í London, þar á meðal á svokölluðu Club NME kvöldi á hinum virta tónleikastað KOKO...

Stuðningsmaður Everton fundinn sekur um kynþáttaníð

Mynd
Stuðningsmaður Everton hefur verið sektaður um rúmlega hálfa milljón króna og bannaður frá öllum knattspyrnuvöllum á Englandi í þrjú ár eftir að hafa verið fundinn sekur um kynþáttaníð á leik QPR og Everton í október á síðasta ári...

Íslendingar dragast aftur úr

Mynd
Ísland hefur dregist aftur úr Noregi, Svíþjóð og Danmörku í lífsgæðakapphlaupi undanfarinna ára ef marka má skýrslu um lífskjör á Norðurlöndum sem ASÍ gaf út í dag...

Leiðari: Hagsmunum þjóðar illa þjónað

Mynd
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú enn og aftur lagt fram lagafrumvarp til breytinga á fiskveiðistjórnun. Saga fyrri tilrauna ríkisstjórnarinnar á þessu sviði er ekki glæsileg. Eitt frumvarpið kallaði sjálfur utanríkisráðherra bílslys. Um annað bárust engar jákvæðar umsagnir, ekki einu sinni frá Þórólfi Matthíassyni. Nú á enn og aftur að keyra frumvarp um grundvallar atvinnuveg þjóðarinnar í gegn um Alþingi undir tímapressu þegar fáir dagar lifa af þinginu. Og í þetta sinn er það ekki eina stóra málið sem bíður afgreiðslu, heila stjórnarskrá á að afgreiða samtímis að sögn stjórnarliða. Þrennt vekur hér furðu:...

Elvis rokkmessa

Mynd
Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum verða með Elvis messu í Landakirkju næstkomandi sunnudag, þann 17. febrúar. Hefur æskulýðsfélagið áður staðið fyrir tónlistarmessum með U2 og Johnny Cash og nú er röðin komin að konungi rokksins, Elvis Presley...

Forseta Alþingis afhentur undirskriftalisti

Mynd
Áhugahópur um ferðafrelsi hefur afhent Ástu R. Jóhannesdóttur forseta Alþingis undirskriftir þar sem frumvarpi til nýrra náttúruverndarlaga er mótmælt...

Óvættir og ofurhetjur í umferðinni

Mynd
Á morgun er öskudagur og því má búast við mikilli umferð barna víða um land. Umferðarstofa vill brýna fyrir ökumönnum að gæta sín sérstaklega á morgun, enda má gera ráð fyrir að á vegi þeirra verði ýmsir óvættir, skrímsli og ófreskjur svo ekki sé talað um ofurhetjur...

Hjúkrunarfræðingar á Suðurlandi stappa stálinu í kollega sína

Mynd
Hjúkrunar- og ljósmæðraráð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur stappað stálinu í kollega sína á höfuðborgarsvæðinu í stuðningsyfirlýsingu sem birtist í Fréttablaði Suðurlands. Hana má lesa hér fyrir neðan en þar skorar Hjúkrunar og ljósmæðraráðið á stjórnvöld að rétta hlut stéttarinnar. ...

Sól og blíða í Reykjavík

Mynd
Sól og veðurblíða er á höfuðborgarsvæðinu í dag, sprengidag og er hitinn um 0-4 gráður á svæðinu. Þótt það sé miður febrúar má víða um bæ sjá fólk utandyra í veðurblíðunni í miðbænum og njóta sólargeislanna...

Ísland eykur framlög til þróunaraðstoðar

Mynd
Íslensk þróunaraðstoð mun koma til með að hækka töluvert á komandi árum en stjórnvöld áætla að ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna um að þróunarútgjöld nemi 0,7% af vergum þjóðartekjum árið 2019. ...

Féll fram af svölum og lést

Mynd
Banaslys varð við JL húsið í Reykjavík snemma í morgun. Talið er að karlmaður hafi fallið fram af svölum hússins, niður sex metra. Lögreglan fer með rannsókn málsins en er það rannsakað sem slys...

Kvikmyndasprengjur á sprengidag

Mynd
Stúdentakjallarinn heldur upp á sprengidag með nýstárlegum hætti og leggur aðra merkingu í daginn en að borða saltkjöt og baunir. Þess í stað verða sprengingar í hávegum hafðar með Die Hard kvikmyndamaraþoni...

Real gegn United - Meistaradeildin fer af stað á ný

Mynd
Mikil spenna ríkir fyrir 16 liða úrslit í Meistaradeild Evrópu sem hefjast í kvöld með tveimur leikjum. Hins vegar bíða flestir knattspyrnuáhugamenn með mikill eftirvæntingu eftir leik Real Madrid og Manchester United sem fram fer annað kvöld en þar mætir Cristiano Ronaldo sínum gömlu félögum í liði United....

Frítt á Inúítatónleika í Hörpu

Mynd
Inúítahljómsveitin Pamyua mun spila á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu í kvöld, þriðjudaginn 12. febrúar. Eru það bandaríska sendiráðið og kanadíska sendiráðið sem bjóða upp á tónleikana í tilefni af menningarhátíð norðurskautsins Arctic Culture...

Næturklúbbur í bílakjallara Hörpu

Mynd
Alþjóðlega tónlistarhátíðin Sónar verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 15.-16. febrúar. Fjöldi íslenskra og erlendra tónlistarmanna mun stíga á stokk í Hörpu en meðal þeirra eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, LFO, GusGus, Ásgeir Trausti, Mugison, Retro Stefson og margir fleiri...

Norður-Kóreumenn sprengdu kjarnorkusprengju í nótt

Mynd
Norður-Kóreumenn gáfu það út í morgun að þeir hefðu sprengt tilraunakjarnorkusprengju norðarlega í landinu. Þetta er í þriðja skiptið á undanförnum árum sem landið sprengir kjarnorkusprengju í tilraunaskyni en kallað hefur verið til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna málsins....

Konum fjölgar meira

Mynd
Íslendingar voru 321.857 talsins í ársbyrjun 2013 og hafði þeim fjölgað um 2.282 manns, eða 0,7% á einu ári. Konum fjölgaði nokkuð meira en körlum...

Lögregla lýsir eftir Piotr

Mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Piotr Burzykowski, 24 ára. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Piotr, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112...

Stærsti krókódíll heims allur

Mynd
Mikil sorg ríkir í afskektum bæ á Filippseyjum þar sem stærsti krókódíll heims lést um helgina. Hann hét Lolong og var yfir tonn á þyngd en íbúar bæjarins Bunawan þakka honum fyrir aukin umsvif í efnahagslífi bæjarins......

Findus grípur til aðgerða vegna vörusvika

Mynd
Undanfarið hafa komið upp tilvik þar sem hrossakjöt hefur fundist í lasagna. Er hér um að ræða alvarleg vörusvik sem Findus hefur átt stóran þátt í að afhjúpa; fyrirtækið brást fyrst við í málinu og axlaði ábyrgð en hefur í kjölfarið einnig mátt taka á sig óeðlilega stóran hluta sakarinnar. ...

Ánægja með störf forsetans

Mynd
MMR gerði nýlega könnun á ánægu almennings með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þar kemur fram að ánægja með störf hans hefur aukist töluvert eftir Icesave dóminn......

112-dagurinn

Mynd
112-dagurinn verður haldinn um allt land mánudaginn 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni verður áherslan á getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst....

Páfi segir af sér

Mynd
Benedikt páfi XVI. hefur ákveðið að láta af embætti af heilsufarsástæðum í lok þessa mánaðar. Ítalska fréttasíðan ANSA hefur þetta eftir talsmanni Páfagarðs, Federico Lombardi. Páfi mun láta af embætti... ...

Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2013

Mynd
Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2013...

Oddviti Fjarðalistans segir sig úr stjórn Bjartrar framtíðar og gengur til liðs við Samfylkinguna

Mynd
Elvar Jónsson, bæjarfulltrúi í Neskaupstað og oddviti Fjarðalistans, hefur sagt sig úr stjórn Bjartrar framtíðar og gengið til liðs við Samfylkinguna....

Aðgerðir björgunarsveita í nótt og í dag

Mynd
Björgunarsveitin Tintron úr Grímsnesi/Grafningshreppi aðstoðaði í nótt jeppafólk sem sat fast í nágrenni við Skjaldbreið. Sveitin var kölluð út á ellefta tímanum í gær og var komin á svæðið með snjóbíl rúmum tveimur tímum síðar. Ekki fundust bílarnir þó strax....

Samstaða um Samstöðu að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum

Mynd
Félagar á landsfundi SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar skora á nýkjörna stjórn flokksins að boða til almenns félagsfundar svo fljótt sem auðið er í kjölfar ákvörðunar landsfundarins að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum....

Framsókn Íslands er að hefjast á ný

Mynd
Sigmundur Davíð var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi Framsóknar í dag. Hann hlaut 96,7 % atkvæða eða 368 atkvæði af 378, eitt atkvæði var autt. Sigmundur var einn í framboði....

Sauðamjólkurís í framleiðslu

Mynd
Hafin er framleiðsla á ís úr sauðamjólk. Þróun hefur staðið yfir síðustu mánuði milli ábúenda Syðri-Haga og Holtsselsís í Eyjafjarðarsveit undir merkjum Hagaís/Holtsel. Eru þrjár bragðtegundir komnar á markað, bláberja- jarðaberja- og vanilluís....

Tæpur þriðjungur styður ríkisstjórn

Mynd
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á meðal almennings á tímabilinu 31. janúar til 6. febrúar. Framsóknarflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi í kjölfar niðurstaða EFTA dómstólsins í Icesave málinu...

„Þjóðin verður að þora“

Mynd
Í dag hófst 32. landsþing Framsóknarmanna. Í yfirlitsræðu sinni fór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður yfir víðan völl og ræddi skuldavanda heimilanna, Icesave dóminn og framtíð landsins meðal annars...

Kópavogsbær endurfjármagnar lán

Mynd
Kópavogsbær hefur komist að samkomulagi við Lánasjóð sveitarfélaga þess efnis að bæjarfélagið fái lán upp á fimm milljarða króna til að endurfjármagna...

32. flokksþing Framsóknarmanna

Mynd
Flokksþing Framsóknarmanna fer fram í Gullhömrum í Grafarholti nú um helgina. Þingið hefst formlega með setningarræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns klukkan 14 í dag....

Kynnir táknmálsapp á degi íslenska táknmálsins

Mynd
Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn mánudaginn 11. febrúar. Í skólum landsins og á vegum annarra stofnana og samtaka verður dagsins minnst með kynningu á íslensku táknmál...

Fengu hvatningarverðlaun fyrir verslunarstörf

Mynd
Njarðarskjöldur og Freyjusómi eru hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila til þeirra verslana sem hafa skarað fram úr í þjónustu við erlenda ferðamenn. Voru verðlaunin afhent í Hörpu við hátíðlega athöfn af Jóni Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur...

Framúrskarandi fyrirtæki 2012

Mynd
Af rúmlega 32 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá sýna 358 fyrirtæki þann styrk í mælingum Creditinfo að verðskulda vottunina „Framúrskarandi fyrirtæki“. Vottun af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að skilyrði vottunar séu ekki eins ströng og ákveðið var að setja hér á landi....

Helgin framundan 9.-10. febrúar

Mynd
Það verður mikið um að vera á höfuðborgarsvæðinu um helgina og ber þar fyrst að nefna Vetrarhátíð Reykjavíkur. En auk hennar eru frumsýningar, tónleikar og margt fleira og því um að gera að sjást og sjá aðra í bænum um helgina. ...

Magnað myrkur í kvöld

Mynd
Vetrarhátíðin Magnað myrkur hefst í Reykjavík í kvöld. Hátíðin verður sett á Austurvelli af Jóni Gnarr borgarstjóra þar sem opnunarverkið „Pixel Cloud“ eftir arkitektinn Marcos Zotes verður afhjúpað. Á hátíðinni verður fjöldi tónleika í boði, listaverkasýningar ásamt bókaupplestrum, dagskrá í sundlaugum borgarinnar og mörgu fleiru...

Níu látnir eftir jarðskjálfta og flóðbylgju

Mynd
Að minnsta kosti níu manns létust þegar jarðskjálfti upp á átta stig skók Solomon eyjar í Kyrrahafinu í gærnótt. Jarðskjálftinn olli flóðbylgju sem var 1,5 metrar á hæð og skall hún á austurhluta eyjanna. Um 100 hús í fimm þorpum eyðilögðust eða stórskemmdust í náttúruhamförunum...

Píratar harma brot á friðhelgi

Mynd
Pírataflokkurinn hefur sent frá sér tilkynningu þar sem meðlimir hans harma uppsögn ellefu sjómanna í Vestmannaeyjum í kjölfar fíkniefnaprófs. ...

Illska og Nonni unnu

Mynd
Forseti Íslands veitti í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis hlaut Gunnar F. Guðmundsson verðlaun fyrir bók sína Pater Jón Sveinsson - Nonni. ...

Árni Páll breytir ekki ríkisstjórn

Mynd
Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason hefur sent frá sér yfirlýsingu hvað varðar skipun ríkisstjórnar fram að kosningum. ...

Íslenska landsliðið mætir Rússum í kvöld

Mynd
Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Rússum í vináttuleik sem fram fer á Marbella á Spáni klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn er mikilvægur fyrir íslenska liðið...

Á þriðja þúsund lýsir vantrausti

Mynd
Á þriðja þúsund manns hafa lýst yfir vantrausti á Hæstarétt Íslands. Eins og fram kom í frétt Tímans í gær var birt vantraustsyfirlýsing á Hæstarétt á síðunni Knúz.is í kjölfar dóms þeirra þar sem fjórar manneskjur voru sýknaðar af ákæru um kynferðisbrot þrátt fyrir að hafa þröngvað fingrum inn í kynfæri og endaþarm brotaþola...

Yfirlýsing vegna lagsins Ég á líf

Mynd
Höfundar lagsins Ég á líf, þeir Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson, hafa gefið út yfirlýsingu vegna umræðna undanfarinna daga um hvort lagið sé stolið frá hljómsveitinni Arrogant Worms sem á lagið I am Cow...

Prenta út líffæri í þrívídd

Mynd
Vísindamenn segjast hafa í fyrsta sinn prentað hluti í þrívídd úr stofnfrumum og með því komist skrefi nær því að búa til líffæri til ígræðslu á rannsóknarstofu. Takist þeim að þróa tæknina áfram, gæti hún leitt til þess að vísindamenn geti búið til líkamsvefi á rannsóknarstofum og þannig gert líffæragjöf og tilraunir á dýrum óþarfar...

Skátar í Bandaríkjunum funda um að leyfa samkynhneigð

Mynd
Æðstu stjórnendur skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum funda þessa dagana um hvort leyfa eigi samkynhneigðum að ganga í skátana....

Haldið upp á dag leikskólans

Mynd
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum um landið allt í dag, 6. febrúar. Hafa leikskólar undirbúið ýmislegt skemmtilegt í tilefni dagsins. Á vefsíðum leikskólanna er hægt að sjá...

Of Monsters and Men hafa selt yfir milljón eintök

Mynd
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur selt milljón eintök af fyrstu plötu sinni, My Head is an Animal. Yfir 650.000 eintök af plötunni hafa selst í Bandaríkjunum...

„Viljum lifa af á laununum okkar“

Mynd
Mikið hefur verið talað og skrifað um kjaradeilu hjúkrunarfræðinga að undanförnu en í gær var nýjasta samningstilboði Landspítala hafnað á fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ljóst er að mikið ber á milli samningsaðila en Tíminn spurði nokkra hjúkrunarfræðinga hvað þyrfti að gera til þess að deilan leysist. ...

Íslensk hönnun í Stokkhólmi

Mynd
Sýning á íslenskri hönnun verður hluti af hönnunarviku Stokkhólms í febrúar. Um er að ræða sýningu á verkum fimm íslenskra hönnuða sem nota allir ál í verkin sín og nefnist hún 13Al+...

VR hefur þróað nýtt vopn til að uppræta launamun kynjanna

Mynd
Með Jafnlaunavottun VR, sem ætluð er fyrirtækjum og stofnunum, gefst launagreiðendum nú tækifæri til að sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki körlum og konum...
</